Körfubolti

Timberwolves að leysa Bennett undan samningi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bennett í nýliðavalinu 2013.
Bennett í nýliðavalinu 2013. Vísir/Getty
Fjölmiðar vestanhafs greindu frá því í gær að Anthony Bennett, leikmaður Minnesota Timberwolves, yrði leystur undan samningi hjá félaginu á næstu dögum, tveimur árum eftir að hann var valinn af Cleveland Cavaliers með fyrsta vali í nýliðavalinu.

Það kom töluvert á óvart þegar Cavaliers völdu Bennett með fyrsta valrétt í nýliðavalinu árið 2013 en hann varð þá fyrsti kanadíski leikmaðurinn sem var valinn með fyrsta valrétt. Kom valið töluvert á óvart en fæstir áttu von á að hann færi jafn ofarlega eftir aðeins eitt gott ár í háskólaboltanum.

Eftir afspyrnu slakt fyrsta ár í herbúðum Cavaliers var hann ásamt landa sínum, Andrew Wiggins, hluti af skiptunum þegar Kevin Love gekk til liðs við Cavaliers frá Minnesota Timberwolves síðasta sumar.

Lenti hann í sömu vandræðum í Minnesota en hann fékk fáar mínútur hjá félaginu sem vann aðeins 16 leiki af 82. Lék hann að meðtali 15,7 mínútur í leik og skilaði 5,2 stigum og 3,8 fráköstum að meðaltali.

Hann gæti fengið þann vafasama heiður að verða fyrsti leikmaðurinn sem valinn var með fyrsta valrétt sem kemst ekki á fjórða ár samnings síns verði hann leystur undan samningi.

Er hann talinn einn af slakari leikmönnunum sem hafa verið valdnir með fyrsta valrétt í nýliðavalinu en líklegt þykir að hann muni leika í deild annarstaðar en í Bandaríkjunum á næsta tímabili.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×