Fótbolti

Tyrkir ærðust af fögnuði eftir sigurinn á Íslandi í kvöld | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fyrirliðinn Arda Turan gat ekki haldið aftur af sér í leikslok.
Fyrirliðinn Arda Turan gat ekki haldið aftur af sér í leikslok. Vísir/Getty
Tyrkir gerðu gott betur en að skilja Hollendinga eftir í riðli Íslendinga í kvöld því þeir eru komnir alla leið inn á Evrópumótið í Frakklandi.

Tyrkir unnu 1-0 sigur á Íslandi og tryggðu sér bæði þriðja sætið í A-riðlinum sem og sæti á EM af því að þeir voru með bestan árangur af þeim þjóðum sem enduðu í þriðja sætinu í sínum riðlum.

Selcuk Inan skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu en það þurfti meira til. Kasakstan þurfti einnig að vinna Lettland á sama tíma og þeim lauk aðeins seinna en leik Tyrkja og Íslendinga í Konya í kvöld.

Kasakar tryggðu sér 1-0 sigur í Lettlandi og færðu þar sem Tyrkjum sæti á EM á silfurfati. Ungverjar gátu aðeins bölvað í hljóði því ef annaðhvort Íslendingar eða Lettar hefðu haldið hreinu þá hefði Ungverjaland komist á EM í kvöld.

Tyrkir hreinlega ærðust af fögnuðu þegar fréttirnar bárust af sigri Kasaka en tyrkneska liðið, sem tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í undankeppninni, átti frábæran endasprett og vann meðal annars Tékkland, Ísland og Holland í síðustu þremur leikjum sínum í riðlinum.

Áhorfendur í Konya studdu frábærlega við bakið á sínum mönnum í leiknum í kvöld og stemningin var ótrúleg á vellinum.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá skemmtilegar myndir af því þegar Tyrkir fögnuðu því að vera komnir inn á Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum

Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×