Fótbolti

Hannes: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hannes Þór Halldórsson verður frá keppni næstu mánuðina.
Hannes Þór Halldórsson verður frá keppni næstu mánuðina. vísir/andri marinó
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, verður úr leik næstu mánuði eftir að fara úr axlarlið á æfingu Íslands síðastliðinn laugardag.

Þetta er mikið áfall fyrir Hannes sem hefur verið í miklu stuði fyrir landsliðið og félagslið sitt NEC Nijmegen í Hollandi undanfarin misseri.

Hannes gæti verið frá í nokkra mánuði, en hann missir af fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 annað kvöld þegar Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik liðsins í riðlinum.

mynd/skjáskot
Á Facebook-síðu sinni birtir Hannes Þór mynd af sér í fatla, en hann er líklega á leiðinni í aðgerð vegna meiðslanna. Hann þakkar þar fyrir allar batakveðjurnar sem hann hefur fengið og segist staðráðinn í að koma til baka sem fyrst.

„Kæru vinir. Takk fyrir kveðjurnar, þær gefa mér mikið á þessum erfiða tímapunkti. Ég vil hins vegar ekki dramatísera þetta of mikið. Það er ljóst að einhverjir mánuðir faraí endurhæfingu en þeir verða fljótir að líða,“ segir Hannes Þór.

„Svona getur alltaf gerst og nú er ekkert annað í stöðunni en að setja undir sig hausinn, bretta upp ermar og hrista þetta af sér eins fljótt og mögulegt er. Óska strákunum góðs gengis í Tyrklandi og svo bara áfram með smjörið!“ segir Hannes Þór Halldórsson.


Tengdar fréttir

Hannes Þór fór úr axlarlið

Íslenska landsliðið varð fyrir áfalli í morgun þegar markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson meiddist á æfingu. Hannes lenti illa á annarri öxlinni og fór úr axlarlið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×