Körfubolti

Gleði hjá Golden State á hringahátíðinni í nótt | Myndir og myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry var kátur í nótt.
Stephen Curry var kátur í nótt. Vísir/Getty
Golden State Warriors varð NBA-meistari á síðasta ári og líkt og venjan er þá fá leikmenn meistaranna afhenta meistarahringa fyrir fyrsta leik á tímabilinu eftir.

Eigendi Golden State Warriors klikkaði ekkert á því að láta sína menn frá meistarahringana og það var mikið um dýrðir í Oracle Arena í Oakland fyrir sigurleikinn á móti New Orleans Pelicans.

Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, er að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir og er í leyfi frá þjálfun. Hann var samt viðstaddur hringa-athöfnina. Kerr gerði Golden State liðið að meisturum á sínu fyrsta ári sem þjálfari í NBA-deildinni.

Leikmenn Golden State Warriors héldu samt einbeitingunni og kláruðu fyrsta leikinn með sannfærandi hætti.

Stephen Curry skoraði 24 af 40 stigum sínum í frysta leikhlutanum en hann mætti til leiks sem ríkjandi besti leikmaður deildarinnar auk þess að vera meistari.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá athöfninni auk mynda hér fyrir ofan og neðan.



Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
NBA

Tengdar fréttir

NBA: Curry byrjaði nýtt tímabil á 40 stiga leik | Myndbönd

Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×