„Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. október 2015 09:00 „Þegar það gengur vel er erfitt að vera fúli frændinn,“ segir Alfreð vísir/getty „Fjölskyldan kallar þetta alltaf lúxusfangelsi,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, þegar hann og blaðamaður setjast niður á barnum á Hótel Nordica þar sem landsliðið gistir þegar það er hér á landi. Á víð og dreif um anddyrið eru strákarnir okkar afslappaðir að spjalla við vini og vandamenn. Framundan, þegar viðtalið er tekið, eru tveir leikir gegn Lettlandi og Tyrklandi. Síðustu tveir leikirnir í sögulegri undankeppni þar sem Ísland er nú þegar búið að tryggja sér farseðilinn á Evrópumótið í fyrsta sinn. Það er þó ekkert þess vegna sem menn eru svona afslappaðir. „Það er mjög létt yfir þessu vanalega og þegar við erum hér á Íslandi getum við farið og hitt fjölskyldu og vini. Það fer ekkert illa um okkur hérna,“ segir Alfreð, en eins og hótellífið getur verið notalegt, verður þetta ekki þreytandi til lengdar þar sem hinn almenni fótboltamaður eyðir fleiri tugum nótta á ári hverju inn á hóteli? „Þegar maður er að spila þrjá leiki í viku eins og núna hjá Olympiacos er maður meira á hóteli heldur en heima hjá sér. Auðvitað er það mjög þreytandi til lengdar. Einveran er náttúrlega mikil og þó maður horfi mikið á sjónvarp til dæmis getur maður getur ekki klárað alla þætti í heiminum,“ segir hann og hlær við.„Það er mikilvægt að vera að gera eitthvað með fótboltanum sem örvar þig og heldur heilanum gangandi á meðan fótboltaferillinn stendur yfir.“vísir/gettyNámið góð leið Alfreð Finnbogason hefur, auk þess að vera skrambi góður í fótbolta, alltaf verið mikill námsmaður. Til að nýta allan þann frítíma sem gefst í atvinnumennskunni og halda sér gangandi á daginn hefur hann haldið áfram að læra þó hann sé atvinnumaður í fótbolta og fái ágætlega borgað fyrir sín störf. „Það er mikilvægt að vera að gera eitthvað með fótboltanum sem örvar þig og heldur heilanum gangandi á meðan fótboltaferillinn stendur yfir, ekki vera bara í PlayStation að drepa tímann,“ segir Alfreð, sem er að læra svokallað „Sports Management“. „Þetta er nám sem Grétar Rafn Steinsson mælti með að ég færi í. Maður er byrjaður að hugsa næstu skref eftir ferilinn. Þetta er allt í fjarnámi og vel uppsett með boltanum. Ég var búinn með tvö ár í sálfræði en var kominn með ógeð á því. Hún er svolítið þung en þetta nám er mjög spennandi og getur vonandi nýst manni eftir ferilinn.“Sjá einnig:Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Með áratug í atvinnumennsku að vopni, fjölda landsleikja fyrir Ísland og gráðu í „Sports Management“ landaði Grétar Rafn starfi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town í ensku C-deildinni. Alfreð segir það ekki algengt að menn stundi mikið nám samhliða boltanum. „Það er mjög misjafnt. Það hafa kannski verið 2-3 í hverju liði sem ég hef verið hjá sem eru í einhverju námi, en það var aðallega þegar ég var í Svíþjóð og Hollandi. Þar voru menn meðvitaðir um að þeir lifa ekki að eilífu á laununum þar. Þá voru menn byrjaðir að hugsa til framtíðar og taka þjálfaragráður eða annað. Maður hittir svo margar mismunandi týpur í fótboltanum. Sumir hugsa um framtíðina en aðrir vita ekki hvað gerist eftir klukkutíma,“ segir Alfreð. Hann er í fyrri hópnum, vel meðvitaður um framtíðina og enn meðvitaðri um hvað gerist á næsta klukkutíma. „Ég fór aðeins öðruvísi leið. Skóli hefur alltaf verið auðveldur fyrir mig. Ég kláraði Versló áður en ég fór út og hélt síðan áfram. Maður hefur lesið viðtöl við atvinnumenn sem hafa komið heim og sagst hafa óskað þess að þeir hefðu lært hitt og þetta. Því byrjaði ég nokkuð snemma í Belgíu að læra sálfræði en sá að það var ekki alveg fyrir mig. Þetta nám sem ég er í núna er tengt fótboltanum og svo seinna meir tekur maður kannski þjálfaragráðurnar. Vonandi verður maður í þeirri stöðu eftir fótboltaferilinn að það sé allt klárt. Maður getur aðeins notið lífsins en tekist svo á við það sem kemur upp á,“ segir Alfreð. En er þá fótboltinn framtíðin? Ætlar hann að skipta takkaskónum út fyrir lakkskóna og grasinu út fyrir skrifborð en halda samt áfram í boltanum þegar leikmannsferlinum lýkur? „Það er erfitt að spá mikið í framtíðina. Stundum langar mann ekki að sjá meira af þessum fótboltaheimi en af hverju ætti maður að yfirgefa eitthvað sem maður hefur gert daglega frá því maður var fjögurra ára. Af hverju ætti maður að breyta til núna? Sumum finnst kannski fínt að skera á tengslin við fótboltann. Það eru til dæmis strákar í landsliðinu sem hafa engan áhuga á fótbolta þrátt fyrir að spila hann. Ég aftur á móti lifi fyrir fótboltann,“ segir hann.„„Það er bara erfitt að brjóta sér leið inn í lið sem er að spila svona frábærlega.“vísir/epaFinnst hann vera hluti af hópnum Alfreð var í byrjunarliðinu í leiknum gegn Lettlandi hér heima á laugardaginn fyrir viku. Það var fyrsti leikur hans í byrjunarliðinu í þessari undankeppni, en hann var svo strax aftur settur á bekkinn fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Hann hefur rétt svo náð 90 mínútum í heildina í allri undankeppninni og er eðlilega ósáttur við það. „Ég er í mjög viðkvæmri stöðu. Það hefur gengið vel hjá mér hjá félagsliðum meira og minna síðan Lars tók við, en hjá landsliðinu hefur mig vantað að fá tækifærið í nokkrum leikjum í röð. Ég var svolítið óheppinn í síðustu undankeppni því ég var meiddur í leiknum gegn Sviss úti og Albaníu heima og þá fór að ganga vel. Svo þegar fer að ganga vel er rosalega erfitt að breyta einhverju. Þegar það gengur vel er erfitt að vera fúli frændinn,“ segir Alfreð sem missti svo af fyrstu leikjunum í nýafstaðinni undankeppni vegna meiðsla.Sjá einnig:Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá „Það er bara erfitt að brjóta sér leið inn í lið sem er að spila svona frábærlega. Auðvitað finnst mér að ég ætti að fá fleiri mínútur, en það er alltaf mismunandi hvað mönnum finnst um það. Maður hefur farið allan skalann í þessu: Allt frá því að vilja hætta í landsliðinu og svo upp í að brosa og taka þátt í allri gleðinni.“ „Á endanum þarf ég að sætta mig við þetta hlutverk því við erum að gera eitthvað einstakt. Ég veit að á endanum mun ég fá tækifærið og þá ætla ég að nýta það. Þá verða þessir tímar líka þess virði. Það hefur sýnt sig hjá mér áður að þolinmæði getur verið dyggð,“ segir Alfreð. Hann hefur haldið ró sinni út á við allar götur frá því Lars tók við þrátt fyrir að fá lítið sem ekkert að spila. Hann hefur verið fagmennskan uppmáluð í öllum viðtölum en sjálfur er hann ósáttur við stöðuna og skyldi engan undra. En stóra spurningin er: Finnst Alfreð hann vera hluti af þessu öllu þegar hann spilar rétt rúman einn leik af tíu? „Klárlega,“ svarar hann um hæl. „Þetta er auðvitað viðkvæm spurning. Þegar litið er yfir liðsmyndir af liðum sem unnu eitthvað eða náðu árangri eru alltaf einhverjir leikmenn bara í jakkafötum eða í æfingagallanum. Það er rosalega einstaklingsbundið hvernig menn tækla þetta. Mér finnst ég vera hluti af þessu liði að því leyti að þetta eru vinir mínir,“ segir Alfreð, en hann hefur spilað með gullkynslóð landsliðsins í gegnum öll yngri landsliðin. „Þetta er fjölskylda. Ég er búinn að vera í landsliðinu í 5-6 ár þó að á vellinum hafi ég ekki getað boðið upp á margt og það veit ég. Mér líður ekki eins og ég eigi engan þátt í þessu, en auðvitað myndi ég vilja að minn þáttur væri stærri. En þar sem við erum allir vinir og margir okkar eru búnir að vera saman í landsliðinu svona lengi finnst mér ég vera hluti af þessu. Það er líka ástæðan fyrir því að maður heldur áfram að mæta. Það er gaman að koma hérna og vera í kringum landsliðið. Þetta er nú einu sinni landsliðið og það var alltaf draumurinn að spila fyrir það,“ segir hann.„Þegar kallið kemur hefur aldrei komið til greina að hafna boðinu.“vísir/gettyErfitt að bíta í súra eplið Það er auðvelt að ímynda sér að Alfreð hafi oft verið pirraður í landsliðsferðum. Stundum kom hann á miklu flugi inn í landsliðshópinn eftir að skora hvert markið á fætur öðru í Hollandi þar sem hann var markakóngur en fékk svo ekki mínútu með landsliðinu. Hann var svo seldur fyrir milljarð króna til stórliðs á Spáni en vegna meiðsla fær tvítugur Selfyssingur tækifærið í byrjunarliðinu við upphaf undankeppninnar, slær í gegn og sleppir ekki taki á byrjunarliðssætinu. „Þegar ég hef þurft að bíta í súra eplið í 10. eða 12. skiptið hef ég stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu. Er þetta gott fyrir mig til lengri tíma litið? Endamyndin sem ég er með í hausnum á mér er það sem heldur mér alltaf gangandi,“ segir Alfreð, en hefur það komið til greina í alvörunni hjá honum að afþakka boð í landsliðið?Sjá einnig:Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir „Þegar kallið kemur hefur aldrei komið til greina að hafna boðinu. Oftast er það þegar ég kem heim úr landsliðsferðum sem ég velti því fyrir mér því þá hefur niðurtúrinn oft verið mikill. Hjá Heerenveen var ég til dæmis að skora nánast í hverjum einasta leik, var markahæstur í Hollandi og allt svakalega jákvætt í kringum mann, en svo með landsliðinu voru strákar að spila sem voru kannski ekki í liðinu hjá sínum félagsliðum eða annað slíkt. Ég ætla ekkert að gera lítið úr öðrum leikmönnum sem hafa spilað í staðinn fyrir mig á þessum tíma, en mér fannst ég klárlega oftar eiga erindi í að spila.“ „Maður var oft spurður í Hollandi: Hvað er í gangi þarna? Ég skoðaði oft tölfræðina hjá Hollandi og þar sást að mér gekk illa í fyrstu 2-3 leikjunum eftir landsliðsferðirnar. Ég fór í svaka stuði en kom til baka og þurfti að rífa mig upp eftir kannski miklar væntingar. Það voru kannski mistök hjá mér sjálfum að stilla væntingarnar ekki öðruvísi,“ segir Alfreð.„Maður verður að vera súper jákvæður og sjá bara það góða í öllu.“vísir/gettyNeikvæðni og efi eru dauðinn Eftir tvö frábær ár hjá Heerenveen í Hollandi þar sem Alfreð sló hvert félagsmetið á fætur öðru og varð markakóngur í deild sem alið hefur af sér nokkra af mestu markaskorurum sögunnar lá leiðin til Real Sociedad á Spáni síðasta sumar. Þar gekk ekki jafn vel. Alfreð byrjaði aðeins sex leiki í deildinni en kom 19 sinnum inn á sem varamaður. Maðurinn sem skoraði nánast þegar honum datt í hug í Hollandi setti aðeins tvö á Spáni. Síðasta tímabil tók því eðlilega mikið á Alfreð og ekki hjálpaði til að mæta alltaf í landsliðið nánast viss um að þar fengi hann ekki mínútu heldur. „Ég lenti í þessari stöðu áður hjá Lokeren í Belgíu þegar ég fór fyrst út í atvinnumennsku og það kenndi mér mikið. Þar upplifði ég á tveimur mánuðum að skora fjögur mörk í fyrstu fimm leikjunum mínum af vinstri kantinum og vera nýja stjarnan í liðinu og fara svo í það að komast ekki í hóp hjá liðinu. Þarna fékk ég strax, í byrjun atvinnumennskunnar, að kynnast því hversu stutt getur verið á milli hláturs og gráts í fótboltanum. Þetta kenndi mér að fara ekki of hátt þegar gengur vel og ekki of lágt þegar gengur illa,“ segir Alfreð, en hvernig tæklar hann þetta?Sjá einnig:Alfreð: Meistaradeildin kitlar mjög mikið „Neikvæðni og efi í þessum aðstæðum eru bara dauðinn fyrir fótboltamanninn. Ef það gengur illa og ef þú ert neikvæður við sjálfan þig og ert með neikvætt fólk í kringum þig þá er það bara eins og olía á eldinn. Maður verður að vera súper jákvæður og sjá bara það góða í öllu.“ Alfreð, sem er 26 ára í dag, er með skynsamari og klárari íþróttamönnum sem blaðamaður hefur kynnst í sínu starfi. Dæmi um það er hvernig hann var farinn að hugsa aðeins 21 árs gamall á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. „Ég fór snemma í það í Belgíu að setja saman teymi í kringum mig. Ég er með sjúkraþjálfara, næringarráðgjafa, styrktarþjálfara og sálfræðing sem ég leita alltaf til. Þetta voru ákveðin ráð sem ég fékk hjá fólki sem þekkti þetta. Fleiri leikmenn mættu skoða þetta því það er gott að geta leitað til íþróttasálfræðings. Hann getur hjálpað manni með litlu hlutina sem skipta miklu máli,“ segir Alfreð.„Þessi tvö ár hjá Heerenveen gerðu mig að nafni í Evrópuboltanum“vísir/gettyGeðveik tilfinning Þrátt fyrir að inni á vellinum hafi fátt gengið hjá Alfreð þegar hann spilaði með Baskaliðinu Real Sociedad naut hann verunnar mikið á Spáni. Framherjinn er mikill tungumálamaður og var byrjaður að tala spænsku á blaðamannafundum eftir þrjár vikur þar í landi. Hann kunni ítölsku fyrir og notaði grunninn úr henni til að hjálpa sér við spænskuna. „Þetta var örugglega skemmtilegasta árið mitt í atvinnumennsku ef fótboltinn er tekinn frá. Upplifunin að búa á Spáni var skemmtileg og leikmannahópurinn var einstakur. Það sem hefur alltaf einkennt lið Sociedad er mikil samstaða enda mikið af Böskum í liðinu. Ég vann mér inn ákveðna virðingu hjá þeim með því hversu mikið ég lagði á mig á að komast inn í allt, læra spænsku og æfa mikið. Eins mikið og ég reyndi small þetta bara ekki saman inni á vellinum,“ segir Alfreð. Þó að síðustu misseri hafi verið dökk hjá Alfreð átti hann tvö ár með Heerenveen í Hollandi þar sem hann upplifði að vera kóngurinn. Þá er ekki of sterkt til orða tekið því þegar þú spilar í landi jafn helteknu af fótbolta og Hollandi og skorar meira en allir þá ertu á toppi tilverunnar.Sjá einnig:Ef Fulham hefði viljað fá Alfreð hefði það borgað uppsett verð „Þetta var í raun ótrúlegt. Ég kom inn í þetta og það small allt. Fótboltinn sem liðið spilaði hentaði mér og þó liðinu gengi ekki vel framan af skoraði ég alltaf. Þessi tvö ár hjá Heerenveen gerðu mig að nafni í Evrópuboltanum og það er bara geðveik tilfinning að vita að þú ert að spila alla leiki og ert mikilvægasti maðurinn í liðinu. En svo vilja menn alltaf meira. Eins og þegar ég var í Hollandi var alltaf verið að orða mig við önnur lið,“ segir Alfreð. Hann var svo sannarlega orðaður við önnur lið. Vikulega síðasta hálfa árið hans eða svo í Hollandi slógu stærstu miðlar Bretlands til að mynda upp flennistórri mynd af Alfreð og sögðu hann í sigti stórra félaga þar í landi og víðar. Ekki er þó alltaf allt satt sem skrifað er í Bretlandi hvort sem þið trúið því eður ei. „Þetta var svolítið mikið þegar ég var í Hollandi. Ég tók það nú ekki saman en ætli ég hafi ekki verið orðaður við svona 30-40 lið,“ segir hann og hlær. „Ég veit fyrir víst að það voru stór lið að fylgjast mjög náið með mér enda gekk vel og ég var að skora mörk. Það voru ákveðin lið sem höfðu samband við mig persónulega. Þau voru sum mjög áhugasöm. Það er eitthvað sem gefur manni mjög mikið því maður fór úr því að eiga ekki að vera nógu hraður til að spila í atvinnumennsku þegar ég var hér heima í að vera orðaður við stórlið í Evrópu. Margt af þessu var algjört bull en meira var til í sumu.“„Það var orðið langt síðan ég hafði upplifað svona gleðistund í fótboltanum og ég kunni líka betur að meta hana fyrir vikið“vísir/epaFer ekki á taugum strax Alfreð sá sæng sína upp reidda hjá Sociedad í sumar enda nokkuð ljóst að David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, var að leita að öðruvísi manni til að leiða framlínuna sína. Olympiacos kom upp á borðið. Gríska stórveldið heillaði Alfreð sem gerði eins árs lánssamning. Þar upplifði hann draum á dögunum þegar hann varð aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að skora í Meistaradeildinni. Hann gerði það líka á stærsta sviðinu; á útivelli gegn Arsenal og auðvitað var það sigurmark. „Þetta var mjög mikil gleðistund. Það var orðið langt síðan ég hafði upplifað svona gleðistund í fótboltanum og ég kunni líka betur að meta hana fyrir vikið. Það var margt rosalega sérstakt við þetta kvöld. Þetta var sigurmarkið, við unnum Arsenal á Englandi og ég varð annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. Þetta kvöld var ástæða þess að ég fór til Olympiacos. Þetta var mjög gott kvöld fyrir mig og ég mun aldrei gleyma því,“ segir Alfreð.Sjá einnig:Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal Eiður Smári Guðjohnsen var eini Íslendingurinn sem hafði skorað í Meistaradeildinni. Það er í raun hálf ótrúlegt að Alfreð sé annar til að skora því markavélin Kolbeinn Sigþórsson fékk ellefu tækifæri til þess þegar hann spilaði með Ajax. Kolbeinn er orðinn næstmarkahæstur í sögu landsliðsins en þrátt fyrir ellefu sinnum fleiri tilraunir en Alfreð tókst honum ekki að skora í Meistaradeildinni. „Við erum í smá hópspjalli strákarnir í landsliðinu þar sem þetta var rætt. Það héldu allir að hann hefði skorað í Meistaradeildinni, en þegar við fórum að rifja það upp var ekki svo. Við erum nokkuð opnir í húmornum þannig að ég á nokkur góð skot inni á hann. Kolli fékk náttúrlega víti sem hann klúðraði. Tækifærin gerast ekki betri en það,“ segir Alfreð og brosir. Þetta mark og þessi stund segir þó ekki alla söguna um það sem er að gerast hjá Alfreð í Grikklandi því hann er aftur lentur í því að sitja á bekknum. Hann taldi það ekki líklegt þegar hann var búinn að vinna sér sæti á undirbúningstímabilinu en svo var annar framherji keyptur þegar hann var í landsliðsferð með Íslandi.Sjá einnig:Alfreð: Stuðningsmenn með blys að elta okkur á vespum „Fyrir það fyrsta hafði ég ekki miklar áhyggjur af þessu því mér gekk vel með Olympiacos á undirbúningstímabilinu. Þegar ég kem er Argentínumaður á undan mér en ég vinn mig inn í liðið. Ég byrja síðasta æfingaleikinn fyrir mót og byrja fyrsta leik í deild. Síðan kem ég til móts við landsliðið í september og sé svo þessa frétt að þeir eru búnir að kaupa annan framherja,“ segir Alfreð. „Þetta kom samt ekkert á óvart því ég vissi að það yrði samkeppni. Ég var ekkert að stressa mig á þessu, en svo kem ég til baka og þá er eins og alltaf hafi breyst. Á fyrstu æfingu, þegar var verið að fara yfir taktík, var hann í byrjunarliðinu. Ég sætti mig við það því það var stórleikur gegn Bayern München í vikunni eftir það og hélt að þeir væru kannski að hvíla mig. En svo komu þrír leikir í röð þar sem ég fékk ekki mínútu. Þá var kominn upp smá pirringur í mér því þetta er mjög mikilvægt ár fyrir mig og landsliðið því það er mikilvægt að ég sé að spila. Það er greinilega verið að prófa mann eitthvað sérstaklega mikið núna en ég fer ekkert á taugum strax,“ segir Alfreð.Mjúka röddin mikilvæg Alfreð er í sambúð með fimleikadrottningunni Fríðu Rún Einarsdóttur. Einkalífið er eitthvað sem Alfreð hefur passað vel upp á og kemur það því kannski einhverjum á óvart að vita að hann er búinn að vera í sambandi í hálft þriðja ár. „Þetta er hluti af umfjöllun kringum mig sem ég vil hafa fyrir mig. Ég er ekkert að pósta einhverjum myndum út um allt eða eitthvað þannig. Þetta er eitthvað sem ég vil bara hafa út af fyrir mig,“ segir Alfreð. Skap fótboltamannsins getur sveiflast með því hvernig gengur inn á vellinum og Alfreð hefur svo sannarlega farið upp og niður undanfarin misseri. Því segir hann það mjög gott að vera í sambandi með afreksíþróttamanni sem veit hvernig líf íþróttamannsins virkar. Fríða er tvöfaldur Evrópumeistari í hópfimleikum og hefur sjálf upplifað tímana tvenna í íþróttunum. „Hún hefur verið íþróttamaður á háu stigi og veit hvaða fórnir þarf að færa og hvernig líferni þarf að lifa. Hún veit líka hvernig það er að upplifa skemmtilega og leiðinlega tíma í þessu. Hún hefur upplifað bæði með mér. Það er mjög auðvelt að taka þátt í skemmtilegu tímunum en maður lærir tíu sinnum meira af erfiðu tímunum og mótlæti yfirhöfuð,“ segir Alfreð og bætir við: „Það er alltaf gott að vera ekki einn í þessu heldur vera með svona klett með sér. Maður þarf kannski ekki að segja mikið þegar eitthvað leiðinlegt er í gangi. Þegar maður er pirraður fer það ekki framhjá neinum. Þá er gott að hafa stuðning og mjúka rödd með mér,“ segir hann.„Ég þurfti bara smá tíma til að komast inn í umhverfið, nýjan leikstíl og nýja deild sem er mjög eðlilegt.“vísir/gettyÚtilokar ekki Spán Alfreð fór fyrst út í atvinnumennsku veturinn 2010 þegar Lokeren í Belgíu kallaði. Hann hafði þá verið kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins eftir að vera sá efnilegasti árið á undan og var Íslandsmeistari með Breiðabliki. Hann hefur á fimm árum úti spilað með fimm liðum en finnst það endilega ekkert svo neikvætt. „Svo lengi sem ég fer alltaf upp stigann í Evrópu er ég mjög ánægður. Þetta hefur verið öðruvísi hjá mér en hjá mörgum öðrum. Ég hefði ekki verið ánægður með að spila í tíu ár hjá Helsingborg eða Heerenveen. Ég hef metnað til að spila í eins góðri deild og ég get og þá er það eina í stöðunni að láta á það reyna. Kannski er það bara líf framherjans að færa sig svona mikið um set. Ef maður er að skora er maður seldur,“ segir Alfreð. Hann hefur reynt sig í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni og nú Grikklandi. Stærsta stökkið var til Spánar þar sem hlutirnir gengu ekki upp, en hljóp hann á vegg þar? „Nei, mér finnst ég geta spilað á Spáni. Ég þurfti bara smá tíma til að komast inn í umhverfið, nýjan leikstíl og nýja deild sem er mjög eðlilegt. En á þessu stigi fótboltans er tíminn oft lítill ef þú ert keyptur fyrir háar fjárhæðir. Ég er handviss um að ég geti spilað þarna og ég sýndi það undir lok tímabilsins. Þá fékk ég að byrja tvo leiki og skoraði en svo var ég kominn aftur á bekkinn. Það sem mig vantaði var að fá fleiri leiki. Ég er alveg hreinskilinn með það, að tímabilið hjá mér var ekki nógu gott persónulega en ég fékk heldur ekki tækifæri til að sanna að ég væri nógu góður til að spila í spænsku deildinni. Ég útiloka ekkert að fara þangað aftur,“ segir Alfreð. Hann segist líta á dvölina núna hjá Olympiacos sem hliðarskref en stór ástæða þess að hann fór þangað var að spila í Meistaradeildinni. Hann vill lítið horfa of langt fram veginn en hvar vill hann vera eftir nokkur ár í boltanum? „Það er mjög erfitt að segja. Maður vill ekkert loka neinum dyrum. Ég er náttúrlega samningsbundinn Real Sociedad enn þá. Auðvitað vil ég núna fá meiri stöðugleika í ferilinn og vera einhvers staðar í 2-3 ár. En þetta líf sem fótboltamaðurinn lifir er hverfult. Það hefur aðeins einu sinni gerst að ég hafi vitað það um sumarið að ég yrði á sama staðnum. Ég vona að ég verði bara einhvers staðar ánægður hjá einhverju liði sem er ánægt með að hafa mig. Og auðvitað búinn að vinna EM,“ segir hann brosandi.„Stundum langar mig bara að spila fótbolta.“vísir/gettyMikilvægast að líða vel Það er farið að síga á seinni hluta kvöldsins og á næsta borði eru tveir erlendir, rígfullorðnir menn komnir vel í glas og byrjaðir að smella kossum hvor á annan. Klukkan orðin níu á hótelbarnum þar sem allir dagar eru laugardagar. Fótboltaheimurinn er erfiður og lífið innan hans fer upp og niður eins og alls staðar annars staðar þó öfgarnar geti oft verið miklar. En oft er samúðin lítil með fótboltamönnum. Þeir eru jú eftir allt saman bara að sparka fótbolta á milli sín og fá borgað fyrir það. „Það réttlætir eiginlega alltaf allt ef þér líður illa. Þá getur alltaf einhver sagt að þú sért að fá vel borgað fyrir að gera það sem þér finnst skemmtilegt,“ segir Alfreð nokkuð augljóslega ekki hrifinn af þessari röksemdafærslu. „Það er ýmislegt sem fólk segir eins og: „Vertu bara þolinmóður.“ Það er eitthvað sem er ótrúlega auðvelt að segja en rosalega erfitt að framkvæma. Það eru margar setningar sem maður heyrir frá fólki sem skilur ekkert hvernig þetta er. En auðvitað er þetta oftast fólk sem þykir vænt um mann og vill að manni líði vel. Það mikilvægasta er að líða vel og spila fótbolta,“ segir Alfreð Finnbogason og bætir við að lokum: „Stundum langar mig bara að spila fótbolta. Burtu með alla peningana og burtu með alla pressuna. Niðurstaðan er alltaf að maður vill bara spila fótbolta og njóta þess,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
„Fjölskyldan kallar þetta alltaf lúxusfangelsi,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, þegar hann og blaðamaður setjast niður á barnum á Hótel Nordica þar sem landsliðið gistir þegar það er hér á landi. Á víð og dreif um anddyrið eru strákarnir okkar afslappaðir að spjalla við vini og vandamenn. Framundan, þegar viðtalið er tekið, eru tveir leikir gegn Lettlandi og Tyrklandi. Síðustu tveir leikirnir í sögulegri undankeppni þar sem Ísland er nú þegar búið að tryggja sér farseðilinn á Evrópumótið í fyrsta sinn. Það er þó ekkert þess vegna sem menn eru svona afslappaðir. „Það er mjög létt yfir þessu vanalega og þegar við erum hér á Íslandi getum við farið og hitt fjölskyldu og vini. Það fer ekkert illa um okkur hérna,“ segir Alfreð, en eins og hótellífið getur verið notalegt, verður þetta ekki þreytandi til lengdar þar sem hinn almenni fótboltamaður eyðir fleiri tugum nótta á ári hverju inn á hóteli? „Þegar maður er að spila þrjá leiki í viku eins og núna hjá Olympiacos er maður meira á hóteli heldur en heima hjá sér. Auðvitað er það mjög þreytandi til lengdar. Einveran er náttúrlega mikil og þó maður horfi mikið á sjónvarp til dæmis getur maður getur ekki klárað alla þætti í heiminum,“ segir hann og hlær við.„Það er mikilvægt að vera að gera eitthvað með fótboltanum sem örvar þig og heldur heilanum gangandi á meðan fótboltaferillinn stendur yfir.“vísir/gettyNámið góð leið Alfreð Finnbogason hefur, auk þess að vera skrambi góður í fótbolta, alltaf verið mikill námsmaður. Til að nýta allan þann frítíma sem gefst í atvinnumennskunni og halda sér gangandi á daginn hefur hann haldið áfram að læra þó hann sé atvinnumaður í fótbolta og fái ágætlega borgað fyrir sín störf. „Það er mikilvægt að vera að gera eitthvað með fótboltanum sem örvar þig og heldur heilanum gangandi á meðan fótboltaferillinn stendur yfir, ekki vera bara í PlayStation að drepa tímann,“ segir Alfreð, sem er að læra svokallað „Sports Management“. „Þetta er nám sem Grétar Rafn Steinsson mælti með að ég færi í. Maður er byrjaður að hugsa næstu skref eftir ferilinn. Þetta er allt í fjarnámi og vel uppsett með boltanum. Ég var búinn með tvö ár í sálfræði en var kominn með ógeð á því. Hún er svolítið þung en þetta nám er mjög spennandi og getur vonandi nýst manni eftir ferilinn.“Sjá einnig:Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Með áratug í atvinnumennsku að vopni, fjölda landsleikja fyrir Ísland og gráðu í „Sports Management“ landaði Grétar Rafn starfi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town í ensku C-deildinni. Alfreð segir það ekki algengt að menn stundi mikið nám samhliða boltanum. „Það er mjög misjafnt. Það hafa kannski verið 2-3 í hverju liði sem ég hef verið hjá sem eru í einhverju námi, en það var aðallega þegar ég var í Svíþjóð og Hollandi. Þar voru menn meðvitaðir um að þeir lifa ekki að eilífu á laununum þar. Þá voru menn byrjaðir að hugsa til framtíðar og taka þjálfaragráður eða annað. Maður hittir svo margar mismunandi týpur í fótboltanum. Sumir hugsa um framtíðina en aðrir vita ekki hvað gerist eftir klukkutíma,“ segir Alfreð. Hann er í fyrri hópnum, vel meðvitaður um framtíðina og enn meðvitaðri um hvað gerist á næsta klukkutíma. „Ég fór aðeins öðruvísi leið. Skóli hefur alltaf verið auðveldur fyrir mig. Ég kláraði Versló áður en ég fór út og hélt síðan áfram. Maður hefur lesið viðtöl við atvinnumenn sem hafa komið heim og sagst hafa óskað þess að þeir hefðu lært hitt og þetta. Því byrjaði ég nokkuð snemma í Belgíu að læra sálfræði en sá að það var ekki alveg fyrir mig. Þetta nám sem ég er í núna er tengt fótboltanum og svo seinna meir tekur maður kannski þjálfaragráðurnar. Vonandi verður maður í þeirri stöðu eftir fótboltaferilinn að það sé allt klárt. Maður getur aðeins notið lífsins en tekist svo á við það sem kemur upp á,“ segir Alfreð. En er þá fótboltinn framtíðin? Ætlar hann að skipta takkaskónum út fyrir lakkskóna og grasinu út fyrir skrifborð en halda samt áfram í boltanum þegar leikmannsferlinum lýkur? „Það er erfitt að spá mikið í framtíðina. Stundum langar mann ekki að sjá meira af þessum fótboltaheimi en af hverju ætti maður að yfirgefa eitthvað sem maður hefur gert daglega frá því maður var fjögurra ára. Af hverju ætti maður að breyta til núna? Sumum finnst kannski fínt að skera á tengslin við fótboltann. Það eru til dæmis strákar í landsliðinu sem hafa engan áhuga á fótbolta þrátt fyrir að spila hann. Ég aftur á móti lifi fyrir fótboltann,“ segir hann.„„Það er bara erfitt að brjóta sér leið inn í lið sem er að spila svona frábærlega.“vísir/epaFinnst hann vera hluti af hópnum Alfreð var í byrjunarliðinu í leiknum gegn Lettlandi hér heima á laugardaginn fyrir viku. Það var fyrsti leikur hans í byrjunarliðinu í þessari undankeppni, en hann var svo strax aftur settur á bekkinn fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Hann hefur rétt svo náð 90 mínútum í heildina í allri undankeppninni og er eðlilega ósáttur við það. „Ég er í mjög viðkvæmri stöðu. Það hefur gengið vel hjá mér hjá félagsliðum meira og minna síðan Lars tók við, en hjá landsliðinu hefur mig vantað að fá tækifærið í nokkrum leikjum í röð. Ég var svolítið óheppinn í síðustu undankeppni því ég var meiddur í leiknum gegn Sviss úti og Albaníu heima og þá fór að ganga vel. Svo þegar fer að ganga vel er rosalega erfitt að breyta einhverju. Þegar það gengur vel er erfitt að vera fúli frændinn,“ segir Alfreð sem missti svo af fyrstu leikjunum í nýafstaðinni undankeppni vegna meiðsla.Sjá einnig:Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá „Það er bara erfitt að brjóta sér leið inn í lið sem er að spila svona frábærlega. Auðvitað finnst mér að ég ætti að fá fleiri mínútur, en það er alltaf mismunandi hvað mönnum finnst um það. Maður hefur farið allan skalann í þessu: Allt frá því að vilja hætta í landsliðinu og svo upp í að brosa og taka þátt í allri gleðinni.“ „Á endanum þarf ég að sætta mig við þetta hlutverk því við erum að gera eitthvað einstakt. Ég veit að á endanum mun ég fá tækifærið og þá ætla ég að nýta það. Þá verða þessir tímar líka þess virði. Það hefur sýnt sig hjá mér áður að þolinmæði getur verið dyggð,“ segir Alfreð. Hann hefur haldið ró sinni út á við allar götur frá því Lars tók við þrátt fyrir að fá lítið sem ekkert að spila. Hann hefur verið fagmennskan uppmáluð í öllum viðtölum en sjálfur er hann ósáttur við stöðuna og skyldi engan undra. En stóra spurningin er: Finnst Alfreð hann vera hluti af þessu öllu þegar hann spilar rétt rúman einn leik af tíu? „Klárlega,“ svarar hann um hæl. „Þetta er auðvitað viðkvæm spurning. Þegar litið er yfir liðsmyndir af liðum sem unnu eitthvað eða náðu árangri eru alltaf einhverjir leikmenn bara í jakkafötum eða í æfingagallanum. Það er rosalega einstaklingsbundið hvernig menn tækla þetta. Mér finnst ég vera hluti af þessu liði að því leyti að þetta eru vinir mínir,“ segir Alfreð, en hann hefur spilað með gullkynslóð landsliðsins í gegnum öll yngri landsliðin. „Þetta er fjölskylda. Ég er búinn að vera í landsliðinu í 5-6 ár þó að á vellinum hafi ég ekki getað boðið upp á margt og það veit ég. Mér líður ekki eins og ég eigi engan þátt í þessu, en auðvitað myndi ég vilja að minn þáttur væri stærri. En þar sem við erum allir vinir og margir okkar eru búnir að vera saman í landsliðinu svona lengi finnst mér ég vera hluti af þessu. Það er líka ástæðan fyrir því að maður heldur áfram að mæta. Það er gaman að koma hérna og vera í kringum landsliðið. Þetta er nú einu sinni landsliðið og það var alltaf draumurinn að spila fyrir það,“ segir hann.„Þegar kallið kemur hefur aldrei komið til greina að hafna boðinu.“vísir/gettyErfitt að bíta í súra eplið Það er auðvelt að ímynda sér að Alfreð hafi oft verið pirraður í landsliðsferðum. Stundum kom hann á miklu flugi inn í landsliðshópinn eftir að skora hvert markið á fætur öðru í Hollandi þar sem hann var markakóngur en fékk svo ekki mínútu með landsliðinu. Hann var svo seldur fyrir milljarð króna til stórliðs á Spáni en vegna meiðsla fær tvítugur Selfyssingur tækifærið í byrjunarliðinu við upphaf undankeppninnar, slær í gegn og sleppir ekki taki á byrjunarliðssætinu. „Þegar ég hef þurft að bíta í súra eplið í 10. eða 12. skiptið hef ég stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu. Er þetta gott fyrir mig til lengri tíma litið? Endamyndin sem ég er með í hausnum á mér er það sem heldur mér alltaf gangandi,“ segir Alfreð, en hefur það komið til greina í alvörunni hjá honum að afþakka boð í landsliðið?Sjá einnig:Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir „Þegar kallið kemur hefur aldrei komið til greina að hafna boðinu. Oftast er það þegar ég kem heim úr landsliðsferðum sem ég velti því fyrir mér því þá hefur niðurtúrinn oft verið mikill. Hjá Heerenveen var ég til dæmis að skora nánast í hverjum einasta leik, var markahæstur í Hollandi og allt svakalega jákvætt í kringum mann, en svo með landsliðinu voru strákar að spila sem voru kannski ekki í liðinu hjá sínum félagsliðum eða annað slíkt. Ég ætla ekkert að gera lítið úr öðrum leikmönnum sem hafa spilað í staðinn fyrir mig á þessum tíma, en mér fannst ég klárlega oftar eiga erindi í að spila.“ „Maður var oft spurður í Hollandi: Hvað er í gangi þarna? Ég skoðaði oft tölfræðina hjá Hollandi og þar sást að mér gekk illa í fyrstu 2-3 leikjunum eftir landsliðsferðirnar. Ég fór í svaka stuði en kom til baka og þurfti að rífa mig upp eftir kannski miklar væntingar. Það voru kannski mistök hjá mér sjálfum að stilla væntingarnar ekki öðruvísi,“ segir Alfreð.„Maður verður að vera súper jákvæður og sjá bara það góða í öllu.“vísir/gettyNeikvæðni og efi eru dauðinn Eftir tvö frábær ár hjá Heerenveen í Hollandi þar sem Alfreð sló hvert félagsmetið á fætur öðru og varð markakóngur í deild sem alið hefur af sér nokkra af mestu markaskorurum sögunnar lá leiðin til Real Sociedad á Spáni síðasta sumar. Þar gekk ekki jafn vel. Alfreð byrjaði aðeins sex leiki í deildinni en kom 19 sinnum inn á sem varamaður. Maðurinn sem skoraði nánast þegar honum datt í hug í Hollandi setti aðeins tvö á Spáni. Síðasta tímabil tók því eðlilega mikið á Alfreð og ekki hjálpaði til að mæta alltaf í landsliðið nánast viss um að þar fengi hann ekki mínútu heldur. „Ég lenti í þessari stöðu áður hjá Lokeren í Belgíu þegar ég fór fyrst út í atvinnumennsku og það kenndi mér mikið. Þar upplifði ég á tveimur mánuðum að skora fjögur mörk í fyrstu fimm leikjunum mínum af vinstri kantinum og vera nýja stjarnan í liðinu og fara svo í það að komast ekki í hóp hjá liðinu. Þarna fékk ég strax, í byrjun atvinnumennskunnar, að kynnast því hversu stutt getur verið á milli hláturs og gráts í fótboltanum. Þetta kenndi mér að fara ekki of hátt þegar gengur vel og ekki of lágt þegar gengur illa,“ segir Alfreð, en hvernig tæklar hann þetta?Sjá einnig:Alfreð: Meistaradeildin kitlar mjög mikið „Neikvæðni og efi í þessum aðstæðum eru bara dauðinn fyrir fótboltamanninn. Ef það gengur illa og ef þú ert neikvæður við sjálfan þig og ert með neikvætt fólk í kringum þig þá er það bara eins og olía á eldinn. Maður verður að vera súper jákvæður og sjá bara það góða í öllu.“ Alfreð, sem er 26 ára í dag, er með skynsamari og klárari íþróttamönnum sem blaðamaður hefur kynnst í sínu starfi. Dæmi um það er hvernig hann var farinn að hugsa aðeins 21 árs gamall á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. „Ég fór snemma í það í Belgíu að setja saman teymi í kringum mig. Ég er með sjúkraþjálfara, næringarráðgjafa, styrktarþjálfara og sálfræðing sem ég leita alltaf til. Þetta voru ákveðin ráð sem ég fékk hjá fólki sem þekkti þetta. Fleiri leikmenn mættu skoða þetta því það er gott að geta leitað til íþróttasálfræðings. Hann getur hjálpað manni með litlu hlutina sem skipta miklu máli,“ segir Alfreð.„Þessi tvö ár hjá Heerenveen gerðu mig að nafni í Evrópuboltanum“vísir/gettyGeðveik tilfinning Þrátt fyrir að inni á vellinum hafi fátt gengið hjá Alfreð þegar hann spilaði með Baskaliðinu Real Sociedad naut hann verunnar mikið á Spáni. Framherjinn er mikill tungumálamaður og var byrjaður að tala spænsku á blaðamannafundum eftir þrjár vikur þar í landi. Hann kunni ítölsku fyrir og notaði grunninn úr henni til að hjálpa sér við spænskuna. „Þetta var örugglega skemmtilegasta árið mitt í atvinnumennsku ef fótboltinn er tekinn frá. Upplifunin að búa á Spáni var skemmtileg og leikmannahópurinn var einstakur. Það sem hefur alltaf einkennt lið Sociedad er mikil samstaða enda mikið af Böskum í liðinu. Ég vann mér inn ákveðna virðingu hjá þeim með því hversu mikið ég lagði á mig á að komast inn í allt, læra spænsku og æfa mikið. Eins mikið og ég reyndi small þetta bara ekki saman inni á vellinum,“ segir Alfreð. Þó að síðustu misseri hafi verið dökk hjá Alfreð átti hann tvö ár með Heerenveen í Hollandi þar sem hann upplifði að vera kóngurinn. Þá er ekki of sterkt til orða tekið því þegar þú spilar í landi jafn helteknu af fótbolta og Hollandi og skorar meira en allir þá ertu á toppi tilverunnar.Sjá einnig:Ef Fulham hefði viljað fá Alfreð hefði það borgað uppsett verð „Þetta var í raun ótrúlegt. Ég kom inn í þetta og það small allt. Fótboltinn sem liðið spilaði hentaði mér og þó liðinu gengi ekki vel framan af skoraði ég alltaf. Þessi tvö ár hjá Heerenveen gerðu mig að nafni í Evrópuboltanum og það er bara geðveik tilfinning að vita að þú ert að spila alla leiki og ert mikilvægasti maðurinn í liðinu. En svo vilja menn alltaf meira. Eins og þegar ég var í Hollandi var alltaf verið að orða mig við önnur lið,“ segir Alfreð. Hann var svo sannarlega orðaður við önnur lið. Vikulega síðasta hálfa árið hans eða svo í Hollandi slógu stærstu miðlar Bretlands til að mynda upp flennistórri mynd af Alfreð og sögðu hann í sigti stórra félaga þar í landi og víðar. Ekki er þó alltaf allt satt sem skrifað er í Bretlandi hvort sem þið trúið því eður ei. „Þetta var svolítið mikið þegar ég var í Hollandi. Ég tók það nú ekki saman en ætli ég hafi ekki verið orðaður við svona 30-40 lið,“ segir hann og hlær. „Ég veit fyrir víst að það voru stór lið að fylgjast mjög náið með mér enda gekk vel og ég var að skora mörk. Það voru ákveðin lið sem höfðu samband við mig persónulega. Þau voru sum mjög áhugasöm. Það er eitthvað sem gefur manni mjög mikið því maður fór úr því að eiga ekki að vera nógu hraður til að spila í atvinnumennsku þegar ég var hér heima í að vera orðaður við stórlið í Evrópu. Margt af þessu var algjört bull en meira var til í sumu.“„Það var orðið langt síðan ég hafði upplifað svona gleðistund í fótboltanum og ég kunni líka betur að meta hana fyrir vikið“vísir/epaFer ekki á taugum strax Alfreð sá sæng sína upp reidda hjá Sociedad í sumar enda nokkuð ljóst að David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, var að leita að öðruvísi manni til að leiða framlínuna sína. Olympiacos kom upp á borðið. Gríska stórveldið heillaði Alfreð sem gerði eins árs lánssamning. Þar upplifði hann draum á dögunum þegar hann varð aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að skora í Meistaradeildinni. Hann gerði það líka á stærsta sviðinu; á útivelli gegn Arsenal og auðvitað var það sigurmark. „Þetta var mjög mikil gleðistund. Það var orðið langt síðan ég hafði upplifað svona gleðistund í fótboltanum og ég kunni líka betur að meta hana fyrir vikið. Það var margt rosalega sérstakt við þetta kvöld. Þetta var sigurmarkið, við unnum Arsenal á Englandi og ég varð annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. Þetta kvöld var ástæða þess að ég fór til Olympiacos. Þetta var mjög gott kvöld fyrir mig og ég mun aldrei gleyma því,“ segir Alfreð.Sjá einnig:Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal Eiður Smári Guðjohnsen var eini Íslendingurinn sem hafði skorað í Meistaradeildinni. Það er í raun hálf ótrúlegt að Alfreð sé annar til að skora því markavélin Kolbeinn Sigþórsson fékk ellefu tækifæri til þess þegar hann spilaði með Ajax. Kolbeinn er orðinn næstmarkahæstur í sögu landsliðsins en þrátt fyrir ellefu sinnum fleiri tilraunir en Alfreð tókst honum ekki að skora í Meistaradeildinni. „Við erum í smá hópspjalli strákarnir í landsliðinu þar sem þetta var rætt. Það héldu allir að hann hefði skorað í Meistaradeildinni, en þegar við fórum að rifja það upp var ekki svo. Við erum nokkuð opnir í húmornum þannig að ég á nokkur góð skot inni á hann. Kolli fékk náttúrlega víti sem hann klúðraði. Tækifærin gerast ekki betri en það,“ segir Alfreð og brosir. Þetta mark og þessi stund segir þó ekki alla söguna um það sem er að gerast hjá Alfreð í Grikklandi því hann er aftur lentur í því að sitja á bekknum. Hann taldi það ekki líklegt þegar hann var búinn að vinna sér sæti á undirbúningstímabilinu en svo var annar framherji keyptur þegar hann var í landsliðsferð með Íslandi.Sjá einnig:Alfreð: Stuðningsmenn með blys að elta okkur á vespum „Fyrir það fyrsta hafði ég ekki miklar áhyggjur af þessu því mér gekk vel með Olympiacos á undirbúningstímabilinu. Þegar ég kem er Argentínumaður á undan mér en ég vinn mig inn í liðið. Ég byrja síðasta æfingaleikinn fyrir mót og byrja fyrsta leik í deild. Síðan kem ég til móts við landsliðið í september og sé svo þessa frétt að þeir eru búnir að kaupa annan framherja,“ segir Alfreð. „Þetta kom samt ekkert á óvart því ég vissi að það yrði samkeppni. Ég var ekkert að stressa mig á þessu, en svo kem ég til baka og þá er eins og alltaf hafi breyst. Á fyrstu æfingu, þegar var verið að fara yfir taktík, var hann í byrjunarliðinu. Ég sætti mig við það því það var stórleikur gegn Bayern München í vikunni eftir það og hélt að þeir væru kannski að hvíla mig. En svo komu þrír leikir í röð þar sem ég fékk ekki mínútu. Þá var kominn upp smá pirringur í mér því þetta er mjög mikilvægt ár fyrir mig og landsliðið því það er mikilvægt að ég sé að spila. Það er greinilega verið að prófa mann eitthvað sérstaklega mikið núna en ég fer ekkert á taugum strax,“ segir Alfreð.Mjúka röddin mikilvæg Alfreð er í sambúð með fimleikadrottningunni Fríðu Rún Einarsdóttur. Einkalífið er eitthvað sem Alfreð hefur passað vel upp á og kemur það því kannski einhverjum á óvart að vita að hann er búinn að vera í sambandi í hálft þriðja ár. „Þetta er hluti af umfjöllun kringum mig sem ég vil hafa fyrir mig. Ég er ekkert að pósta einhverjum myndum út um allt eða eitthvað þannig. Þetta er eitthvað sem ég vil bara hafa út af fyrir mig,“ segir Alfreð. Skap fótboltamannsins getur sveiflast með því hvernig gengur inn á vellinum og Alfreð hefur svo sannarlega farið upp og niður undanfarin misseri. Því segir hann það mjög gott að vera í sambandi með afreksíþróttamanni sem veit hvernig líf íþróttamannsins virkar. Fríða er tvöfaldur Evrópumeistari í hópfimleikum og hefur sjálf upplifað tímana tvenna í íþróttunum. „Hún hefur verið íþróttamaður á háu stigi og veit hvaða fórnir þarf að færa og hvernig líferni þarf að lifa. Hún veit líka hvernig það er að upplifa skemmtilega og leiðinlega tíma í þessu. Hún hefur upplifað bæði með mér. Það er mjög auðvelt að taka þátt í skemmtilegu tímunum en maður lærir tíu sinnum meira af erfiðu tímunum og mótlæti yfirhöfuð,“ segir Alfreð og bætir við: „Það er alltaf gott að vera ekki einn í þessu heldur vera með svona klett með sér. Maður þarf kannski ekki að segja mikið þegar eitthvað leiðinlegt er í gangi. Þegar maður er pirraður fer það ekki framhjá neinum. Þá er gott að hafa stuðning og mjúka rödd með mér,“ segir hann.„Ég þurfti bara smá tíma til að komast inn í umhverfið, nýjan leikstíl og nýja deild sem er mjög eðlilegt.“vísir/gettyÚtilokar ekki Spán Alfreð fór fyrst út í atvinnumennsku veturinn 2010 þegar Lokeren í Belgíu kallaði. Hann hafði þá verið kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins eftir að vera sá efnilegasti árið á undan og var Íslandsmeistari með Breiðabliki. Hann hefur á fimm árum úti spilað með fimm liðum en finnst það endilega ekkert svo neikvætt. „Svo lengi sem ég fer alltaf upp stigann í Evrópu er ég mjög ánægður. Þetta hefur verið öðruvísi hjá mér en hjá mörgum öðrum. Ég hefði ekki verið ánægður með að spila í tíu ár hjá Helsingborg eða Heerenveen. Ég hef metnað til að spila í eins góðri deild og ég get og þá er það eina í stöðunni að láta á það reyna. Kannski er það bara líf framherjans að færa sig svona mikið um set. Ef maður er að skora er maður seldur,“ segir Alfreð. Hann hefur reynt sig í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni og nú Grikklandi. Stærsta stökkið var til Spánar þar sem hlutirnir gengu ekki upp, en hljóp hann á vegg þar? „Nei, mér finnst ég geta spilað á Spáni. Ég þurfti bara smá tíma til að komast inn í umhverfið, nýjan leikstíl og nýja deild sem er mjög eðlilegt. En á þessu stigi fótboltans er tíminn oft lítill ef þú ert keyptur fyrir háar fjárhæðir. Ég er handviss um að ég geti spilað þarna og ég sýndi það undir lok tímabilsins. Þá fékk ég að byrja tvo leiki og skoraði en svo var ég kominn aftur á bekkinn. Það sem mig vantaði var að fá fleiri leiki. Ég er alveg hreinskilinn með það, að tímabilið hjá mér var ekki nógu gott persónulega en ég fékk heldur ekki tækifæri til að sanna að ég væri nógu góður til að spila í spænsku deildinni. Ég útiloka ekkert að fara þangað aftur,“ segir Alfreð. Hann segist líta á dvölina núna hjá Olympiacos sem hliðarskref en stór ástæða þess að hann fór þangað var að spila í Meistaradeildinni. Hann vill lítið horfa of langt fram veginn en hvar vill hann vera eftir nokkur ár í boltanum? „Það er mjög erfitt að segja. Maður vill ekkert loka neinum dyrum. Ég er náttúrlega samningsbundinn Real Sociedad enn þá. Auðvitað vil ég núna fá meiri stöðugleika í ferilinn og vera einhvers staðar í 2-3 ár. En þetta líf sem fótboltamaðurinn lifir er hverfult. Það hefur aðeins einu sinni gerst að ég hafi vitað það um sumarið að ég yrði á sama staðnum. Ég vona að ég verði bara einhvers staðar ánægður hjá einhverju liði sem er ánægt með að hafa mig. Og auðvitað búinn að vinna EM,“ segir hann brosandi.„Stundum langar mig bara að spila fótbolta.“vísir/gettyMikilvægast að líða vel Það er farið að síga á seinni hluta kvöldsins og á næsta borði eru tveir erlendir, rígfullorðnir menn komnir vel í glas og byrjaðir að smella kossum hvor á annan. Klukkan orðin níu á hótelbarnum þar sem allir dagar eru laugardagar. Fótboltaheimurinn er erfiður og lífið innan hans fer upp og niður eins og alls staðar annars staðar þó öfgarnar geti oft verið miklar. En oft er samúðin lítil með fótboltamönnum. Þeir eru jú eftir allt saman bara að sparka fótbolta á milli sín og fá borgað fyrir það. „Það réttlætir eiginlega alltaf allt ef þér líður illa. Þá getur alltaf einhver sagt að þú sért að fá vel borgað fyrir að gera það sem þér finnst skemmtilegt,“ segir Alfreð nokkuð augljóslega ekki hrifinn af þessari röksemdafærslu. „Það er ýmislegt sem fólk segir eins og: „Vertu bara þolinmóður.“ Það er eitthvað sem er ótrúlega auðvelt að segja en rosalega erfitt að framkvæma. Það eru margar setningar sem maður heyrir frá fólki sem skilur ekkert hvernig þetta er. En auðvitað er þetta oftast fólk sem þykir vænt um mann og vill að manni líði vel. Það mikilvægasta er að líða vel og spila fótbolta,“ segir Alfreð Finnbogason og bætir við að lokum: „Stundum langar mig bara að spila fótbolta. Burtu með alla peningana og burtu með alla pressuna. Niðurstaðan er alltaf að maður vill bara spila fótbolta og njóta þess,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira