Fótbolti

Roma vann borgarslaginn | Juventus aftur á sigurbraut

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dzeko fagnar hér marki sínu í dag.
Dzeko fagnar hér marki sínu í dag. Vísir/getty
Roma vann nágrannaslaginn gegn Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í dag 2-0 en með sigrinum skaust Roma upp fyrir Fiorentina í bili sem á leik til góða gegn Sampdoria í kvöld.

Það er alltaf mikil eftirvænting fyrir leikjum Roma og Lazio enda um erkifjendur að ræða og það er aldrei neitt gefið eftir í þessum leikjum.

Bosníski framherjinn Edin Dzeko kom Roma yfir á tíundu mínútu leiksins af vítapunktinum en Gervinho bætti við öðrum marki Roma á 62. mínútu og gulltryggði sigurinn.

Þetta var þriðja tap Lazio í röð en lærisveinar Stefano Pioli eru komnir niður í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Inter.

Í Empoli unnu ítölsku meistararnir í Juventus góðan 3-1 sigur á heimamönnum í Empoli en Juventus skaust upp í 7. sæti með sigrinum.

Empoli komst óvænt yfir á 19. mínútu en Juventus svaraði með tveimur mörkum frá Mario Mandzukic og Patrice Evra í fyrri hálfleik. Paulo Dybala gerði síðan út um leikinn á 84. mínútu með þriðja marki Juventus.

Napoli tekur á móti Udinese í leik sem hefst klukkan 17.00 en lokaleikur umferðarinnar fer síðan fram í kvöld þegar Sampdoria tekur á móti Fiorentina.

Úrslit dagsins:

Roma 2-0 Lazio

Empoli 1-3 Juventus

Frosinone 2-2 Genoa

Palermo 1-0 Chievo

Sassuolo 1-0 Carpi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×