Fótbolti

Inter vann sjöunda 1-0 sigurinn í vetur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kondogbia í leiknum í dag.
Kondogbia í leiknum í dag. Vísir/getty
Inter frá Mílanó vann þriðja leikinn í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í dag er liðið sótti þrjú stig til Tórínó. Inter er með þriggja stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar en Fiorentina getur jafnað Inter að stigum með sigri gegn Sampdoria í kvöld.

Inter undir stjórn Roberto Mancini virðist ætla að blanda sér á fullu í toppbaráttuna í vetur eftir að hafa lent í 8. sæti á síðasta tímabili.

Franski landsliðsmaðurinn Geoffroy Kondogbia skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu leiksins en líkt og oft áður á þessu tímabili nægði Inter eitt mark í leiknum til þess að taka stigin þrjú.

Inter vermir því toppsætið í bili en liðið hefur unnið átta af fyrstu tólf leikjum liðsins á þessu tímabili og hafa sjö þeirra unnist með eins marks mun.

Inter hefur aðeins skorað 12 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur en aðeins sjö lið hafa skorað færri mörk í ítölsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×