Helena og Guðbjörg: Var svolítið spes Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafone-höllinni skrifar 4. nóvember 2015 21:15 Helena hafði betur gegn Guðbjörgu í kvöld. vísir/anton Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum