Snapchat segist ekki mega vista og nota allar myndir frá notendum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2015 14:00 Snapchat er eitt vinsælasta smáforrit í heiminum í dag. Vísir/Snapchat Snapchat segist ekki vista myndir og myndbönd sem notendur senda á milli sín og að umdeildir uppfærðir notendaskilmálar sem kynntir voru í síðustu viku feli ekki í sér miklar breytingar frá því sem áður hefur verið.Í yfirlýsingu sem fyrirtækið birti á bloggsíðu sinni segir eftirfarandi: „Snöppin og skilaboðin sem send eru á milli notenda eru alveg jafn mikið einkamál notenda og þau voru áður en að við uppfærðum notendaskilmálana.“ Jafnframt segir að Snapchat hafi ekki og muni ekki safna saman snöppum eða skilaboðum sem send séu á milli notenda. Þeim sé raunar eytt um leið og skilaboðin sjáist og því geti fyrirtækið ekki safnað þeim saman eða deilt þeim með auglýsendum.Snapchat má þó nota efni frá notendum í Live StoriesFyrirtækið segir þó að vissulega segi notendaskilmálarnir að Snapchat megi nota myndbönd sem notendur búa til með hjá Snapchat og vísar fyrirtækið þar til hinna svokölluðu Live Stories þar sem notendur geta sent Snapchat myndskeið sem fyrirtækið safnar saman og birtir líkt og Íslendingar fengu að kynnast fyrir skömmu. Snapchat bendir einnig á í yfirlýsingunni að notendur geti alltaf stillt hvaða skilaboð Snapchat megi nota á þennan hátt og því sé auðvelt fyrir notendur að tryggja að samskipti sín á milli séu þeirra eigið einkamál. Nýjir notendaskilmálar sem Snapchat kynnti í síðustu viku ollu talsverðri reiði á meðal notenda smáforritsins enda mátti á þeim skilja að Snapchat myndi fá leyfi til að eiga myndirnar frá notendum og að einnig mætti nota þessar myndir hverskyns auglýsingaefni fyrir Snapchat. Sjá má hinu umdeildu skilmála í tístinu hér fyrir neðan.Read the new @Snapchat privacy/legal policies before deciding whether to click yes. Scary stuff in there, kids. pic.twitter.com/RvXMk1JPdn— Kal Penn (@kalpenn) October 29, 2015 Tengdar fréttir Íslensk náttúra og kindur áberandi á Snapchat - Myndir Íslendingar gátu látið ljós sitt skína á Snapchat í dag 16. september 2015 22:59 Kennarar tali við nemendur í gegnum Snapchat Kennari og sérfræðingur í skólaþróun segir mikilvægt að íslenskir kennarar noti samfélagsmiðla á borð við twitter og snapchat í meira mæli til að ná til nemenda og brjóta upp námið. Nemendur eru misopnir fyrir því að nota samfélagsmiðla sem kennslutæki. 6. október 2015 20:00 Snapchat vistar allar myndir og notar þær að vild Nýir notendaskilmálar þessa vinsæla smáforrits áskilja Snapchat leyfi til að nota allar þær myndir sem teknar eru með því á hvern þann hátt sem fyrirtækinu sýnist. 31. október 2015 22:48 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Snapchat segist ekki vista myndir og myndbönd sem notendur senda á milli sín og að umdeildir uppfærðir notendaskilmálar sem kynntir voru í síðustu viku feli ekki í sér miklar breytingar frá því sem áður hefur verið.Í yfirlýsingu sem fyrirtækið birti á bloggsíðu sinni segir eftirfarandi: „Snöppin og skilaboðin sem send eru á milli notenda eru alveg jafn mikið einkamál notenda og þau voru áður en að við uppfærðum notendaskilmálana.“ Jafnframt segir að Snapchat hafi ekki og muni ekki safna saman snöppum eða skilaboðum sem send séu á milli notenda. Þeim sé raunar eytt um leið og skilaboðin sjáist og því geti fyrirtækið ekki safnað þeim saman eða deilt þeim með auglýsendum.Snapchat má þó nota efni frá notendum í Live StoriesFyrirtækið segir þó að vissulega segi notendaskilmálarnir að Snapchat megi nota myndbönd sem notendur búa til með hjá Snapchat og vísar fyrirtækið þar til hinna svokölluðu Live Stories þar sem notendur geta sent Snapchat myndskeið sem fyrirtækið safnar saman og birtir líkt og Íslendingar fengu að kynnast fyrir skömmu. Snapchat bendir einnig á í yfirlýsingunni að notendur geti alltaf stillt hvaða skilaboð Snapchat megi nota á þennan hátt og því sé auðvelt fyrir notendur að tryggja að samskipti sín á milli séu þeirra eigið einkamál. Nýjir notendaskilmálar sem Snapchat kynnti í síðustu viku ollu talsverðri reiði á meðal notenda smáforritsins enda mátti á þeim skilja að Snapchat myndi fá leyfi til að eiga myndirnar frá notendum og að einnig mætti nota þessar myndir hverskyns auglýsingaefni fyrir Snapchat. Sjá má hinu umdeildu skilmála í tístinu hér fyrir neðan.Read the new @Snapchat privacy/legal policies before deciding whether to click yes. Scary stuff in there, kids. pic.twitter.com/RvXMk1JPdn— Kal Penn (@kalpenn) October 29, 2015
Tengdar fréttir Íslensk náttúra og kindur áberandi á Snapchat - Myndir Íslendingar gátu látið ljós sitt skína á Snapchat í dag 16. september 2015 22:59 Kennarar tali við nemendur í gegnum Snapchat Kennari og sérfræðingur í skólaþróun segir mikilvægt að íslenskir kennarar noti samfélagsmiðla á borð við twitter og snapchat í meira mæli til að ná til nemenda og brjóta upp námið. Nemendur eru misopnir fyrir því að nota samfélagsmiðla sem kennslutæki. 6. október 2015 20:00 Snapchat vistar allar myndir og notar þær að vild Nýir notendaskilmálar þessa vinsæla smáforrits áskilja Snapchat leyfi til að nota allar þær myndir sem teknar eru með því á hvern þann hátt sem fyrirtækinu sýnist. 31. október 2015 22:48 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Íslensk náttúra og kindur áberandi á Snapchat - Myndir Íslendingar gátu látið ljós sitt skína á Snapchat í dag 16. september 2015 22:59
Kennarar tali við nemendur í gegnum Snapchat Kennari og sérfræðingur í skólaþróun segir mikilvægt að íslenskir kennarar noti samfélagsmiðla á borð við twitter og snapchat í meira mæli til að ná til nemenda og brjóta upp námið. Nemendur eru misopnir fyrir því að nota samfélagsmiðla sem kennslutæki. 6. október 2015 20:00
Snapchat vistar allar myndir og notar þær að vild Nýir notendaskilmálar þessa vinsæla smáforrits áskilja Snapchat leyfi til að nota allar þær myndir sem teknar eru með því á hvern þann hátt sem fyrirtækinu sýnist. 31. október 2015 22:48