Körfubolti

Borgaði 23 milljónir fyrir treyju Michael Jordan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan.
Michael Jordan. Vísir/Getty
Michael Jordan er enn að setja met þrátt fyrir að vera löngu búinn að setja körfuboltaskóna upp á hillu. Nú síðast féll metið yfir hæsta verð fyrir minjagrip tengdum honum.

Besti körfuboltamaðurinn í sögu NBA-deildarinnar hefur meiri tekjur í dag en þegar hann var að spila og áhugi á hlutum tengdum honum er enn mjög mikill.

Treyjan sem Michael Jordan spilaði í síðasta deildarleiknum með Chicago Bulls seldist þá á uppboði á 173.240 dollara eða tæplega 23 milljónir íslenskra króna. ESPN sagði frá þessu.

Treyjan setti nýtt met yfir hæsta söluverð fyrir safngrip tengdum Michael Jordan en gamla metið áttu skórnir sem hann notaði í flensuleiknum fræga. Þeir skór seldust á 105 þúsund dollara.

Michael Jordan spilaði þennan síðasta deildarleik með Chicago Bulls 18. apríl 1998 og hann var á móti New York Knicks. Jordan skoraði 44 stig í leiknum en hann spilaði í 40 mínútur í treyjunn.

Jordan hitti úr 11 af 24 skotum utan af velli og setti niður 22 af 24 vítaskotum sínum. Bulls-liðið vann leikinn 111-109.

Treyjan var ekki eini minjagripur frá ferli Michael Jordan sem seldist á þessu uppboði því skór sem hann notaði í lokaúrslitunum 1996 seldist á 34.160 dollara eða tæplega fimm milljónir íslenskra króna.

Michael Jordan varð sex sinnum NBA-meistari með Chicago Bulls og er af mörgum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma.

NBA

Tengdar fréttir

Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur

Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni.

LeBron James 52 - Michael Jordan 51

LeBron James komst í nótt yfir Michael Jordan í einum tölfræðiþætti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta þegar Cleveland Cavaliers vann 97-89 útisigur á Atlanta Hawks í fyrsta leik liðanna í úrslutum Austurdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×