Hatrið má ekki sigra Þórunn Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 12:03 Hjarta okkar slær með París í dag. Sársauki Parísarbúa er sársauki okkar allra. Í borg ástarinnar hefur hatrið verið að verki og tekið alltof mörg líf. Kvöldið áður upplifðu íbúar Beirút annan eins hrylling og alla daga lifa Sýrlendingar, Palestínumenn og fólk á öðrum átakasvæðum við það sem við sáum í beinni útsendingu frá París í gær. Hvert ættu íbúar Parísar að leita ef ástandið þar væri viðvarandi? Tækjum við á móti þeim með ást og alúð eða færum við að efast um að þeir væru að segja satt um ástandið í heimaborg þeirra? Ég held ekki. Því miður var hatrið það afl sem hafði yfirhöndina í gær. Ekki bara í París, heldur um allan heim. Í svona viðkvæmum aðstæðum þurfum við að vanda okkur. Ef við ætlum að mæta hatrinu með illsku, fordómum og virðingarleysi fyrir hvert öðru, þá vinnur hatrið. Svo einfalt er það. Þess í stað skulum við upphefja það sem getur unnið gegn hatrinu. Kærleika, mannúð og virðingu hvert fyrir öðru.Á flótta undan hatri.Milljónir manna streyma nú frá stríðshrjáðum svæðum til Evrópu. Fólk sem leitar að öruggu skjóli vegna stríðs og ofbeldis. Á flótta undan hatrinu sem hefur rústað tilveru þeirra, í þeirri trú að hér sé næg ást og mannúð til að tryggja öryggi okkar allra. Því trúi ég líka. Kvalarar þessa fólks eru kvalarar Parísarbúa. Atburðir gærkvöldsins ættu að skerpa á samstöðunni. Útrýma talinu um „okkur og þau". Við erum öll í þessu saman. Við á móti hatrinu.Óttinn og hatriðÉg reyni að líta framhjá því sem fram fer í kommentakerfum landsins hverju sinni, enda sjaldan uppörvandi eða fróðlegt að lesa það sem þar stendur. En í gær var engin leið að líta undan. Fólk sótti kommentakerfin og dreifði þeim um internetið gjörvallt og ótti minn við hatrið varð sterkari en áður. Hatrið er nefnilega óbærilegt og ógnvekjandi. Aflið sem myrti 127 manns í París í gærkvöldi. Sama afl og myrti 44 einstaklinga í Líbanon kvöldið áður. Sama afl og sendi þúsundir manns af stað í lífshættulega bátsferð yfir til Evrópu. Höfum það hugfast. Trúarbrögð fremja ekki glæpi. Íslam, kristni eða ásatrú sprengja ekki fólk í loft upp. Hatur gerir það. Aðstæður sem þessar kalla eðlilega fram ótta. Við verðum hrædd þegar við heyrum af París, af Beirút og af Sýrlandi. Ótti kallar oft fram órökrétt viðbrögð en ótti réttlætir ekki hatur. Hatrið í kommentakerfum gærkvöldsins og varð svo yfirgengilegt að ábyrgir fjölmiðlar lokuðu fyrir athugasemdir. Í dag er nýr dagur og við þurfum að ákveða hvernig við ætlum að sigrast á hatrinu. Hatrið er rót vandans. Það er það sem ógnar öryggi og tilvist okkar allra.Kjósum kærleikannHatrið má aldrei fá okkur til að efast um mátt kærleika og samstöðu. Sjálf hef ég aldrei verið meðvitaðari um mikilvægi þess að elska heitar, vona innilegar og trúa því að ástin geti sigrað hatrið, friðurinn sigri stríðið og að ljósið verði á endanum myrkrinu yfirsterkara. Kærleikurinn er máttugastur tilfinninga og hann gerir lífið innihaldsríkara og verðmætara á meðan hatrið er afl tilgangsleysis og eyðileggingar. Þótt öllum líði kannski ekki eins þá vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að virkja þau öfl sem vinna gegn hatrinu. Ég geri ekki kröfu um að fólk elski neitt sérstaklega heitt, bara að það hætti að hata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hryðjuverk í París Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hjarta okkar slær með París í dag. Sársauki Parísarbúa er sársauki okkar allra. Í borg ástarinnar hefur hatrið verið að verki og tekið alltof mörg líf. Kvöldið áður upplifðu íbúar Beirút annan eins hrylling og alla daga lifa Sýrlendingar, Palestínumenn og fólk á öðrum átakasvæðum við það sem við sáum í beinni útsendingu frá París í gær. Hvert ættu íbúar Parísar að leita ef ástandið þar væri viðvarandi? Tækjum við á móti þeim með ást og alúð eða færum við að efast um að þeir væru að segja satt um ástandið í heimaborg þeirra? Ég held ekki. Því miður var hatrið það afl sem hafði yfirhöndina í gær. Ekki bara í París, heldur um allan heim. Í svona viðkvæmum aðstæðum þurfum við að vanda okkur. Ef við ætlum að mæta hatrinu með illsku, fordómum og virðingarleysi fyrir hvert öðru, þá vinnur hatrið. Svo einfalt er það. Þess í stað skulum við upphefja það sem getur unnið gegn hatrinu. Kærleika, mannúð og virðingu hvert fyrir öðru.Á flótta undan hatri.Milljónir manna streyma nú frá stríðshrjáðum svæðum til Evrópu. Fólk sem leitar að öruggu skjóli vegna stríðs og ofbeldis. Á flótta undan hatrinu sem hefur rústað tilveru þeirra, í þeirri trú að hér sé næg ást og mannúð til að tryggja öryggi okkar allra. Því trúi ég líka. Kvalarar þessa fólks eru kvalarar Parísarbúa. Atburðir gærkvöldsins ættu að skerpa á samstöðunni. Útrýma talinu um „okkur og þau". Við erum öll í þessu saman. Við á móti hatrinu.Óttinn og hatriðÉg reyni að líta framhjá því sem fram fer í kommentakerfum landsins hverju sinni, enda sjaldan uppörvandi eða fróðlegt að lesa það sem þar stendur. En í gær var engin leið að líta undan. Fólk sótti kommentakerfin og dreifði þeim um internetið gjörvallt og ótti minn við hatrið varð sterkari en áður. Hatrið er nefnilega óbærilegt og ógnvekjandi. Aflið sem myrti 127 manns í París í gærkvöldi. Sama afl og myrti 44 einstaklinga í Líbanon kvöldið áður. Sama afl og sendi þúsundir manns af stað í lífshættulega bátsferð yfir til Evrópu. Höfum það hugfast. Trúarbrögð fremja ekki glæpi. Íslam, kristni eða ásatrú sprengja ekki fólk í loft upp. Hatur gerir það. Aðstæður sem þessar kalla eðlilega fram ótta. Við verðum hrædd þegar við heyrum af París, af Beirút og af Sýrlandi. Ótti kallar oft fram órökrétt viðbrögð en ótti réttlætir ekki hatur. Hatrið í kommentakerfum gærkvöldsins og varð svo yfirgengilegt að ábyrgir fjölmiðlar lokuðu fyrir athugasemdir. Í dag er nýr dagur og við þurfum að ákveða hvernig við ætlum að sigrast á hatrinu. Hatrið er rót vandans. Það er það sem ógnar öryggi og tilvist okkar allra.Kjósum kærleikannHatrið má aldrei fá okkur til að efast um mátt kærleika og samstöðu. Sjálf hef ég aldrei verið meðvitaðari um mikilvægi þess að elska heitar, vona innilegar og trúa því að ástin geti sigrað hatrið, friðurinn sigri stríðið og að ljósið verði á endanum myrkrinu yfirsterkara. Kærleikurinn er máttugastur tilfinninga og hann gerir lífið innihaldsríkara og verðmætara á meðan hatrið er afl tilgangsleysis og eyðileggingar. Þótt öllum líði kannski ekki eins þá vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að virkja þau öfl sem vinna gegn hatrinu. Ég geri ekki kröfu um að fólk elski neitt sérstaklega heitt, bara að það hætti að hata.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun