Fótbolti

Sextán ára og búinn að spila sex leiki en kostar 24 milljarða

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gianlugi Donnarumma er 16 ára aðalmarkvörður AC Milan.
Gianlugi Donnarumma er 16 ára aðalmarkvörður AC Milan. vísir/getty

Þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall og vera aðeins búinn að spila sex leiki fyrir AC Milan er markvörðurinn Gianluigi Donnarumma 170 milljóna evra virði eða 24 milljarða króna.

Þetta segir ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola sem sér um mál táningsins, en Raiola er einnig umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba.

Donnarumma hefur heillað fótboltaheiminn með frammistöðu sinni hjá AC Milan á þessari leiktíð og er honum spáð bjartri framtíð.

Honum hefur verið líkt við Gianluigi Buffon, landsliðsmarkvörð Ítalíu til margra ára, og fleiri góða. Raiola segir hann þó vera listaverk.

„Ég líki honum frekar við verk eftir Amadeo Modigliani. Hann er 170 milljóna evra virði,“ segir Raiola í viðtali við Mediaset Premium.

„Hann á glæsta framtíð fyrir höndum sér. Hann er ótrúlegur strákur og allir elska hann. Donnarumma er nú þegar orðinn lítill sigurvegari en hann getur orðið frábær,“ segir Mino Raiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×