Bandaríkin ekki í stríði við múslima Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. desember 2015 06:00 Obama Bandaríkjaforseti flutti ávarpið frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu til að leggja sérstaka áherslu á mikilvægið. Fréttablaðið/EPA Barack Obama ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöldið í tilefni af fjöldamorðunum í Kaliforníu í síðustu viku, þegar ung hjón myrtu fjórtán manns á vinnustað eiginmannsins. „Það er greinilegt að þau tvö hafa gengið niður þá braut að láta róttæknina heltaka sig,“ sagði forsetinn. „Þannig að þetta voru hryðjuverk sem áttu að kosta saklaust fólk lífið.“ Megininntak ávarpsins var þó að vara Bandaríkjamenn við því að láta þetta voðaverk verða til þess að kljúfa þjóðina í fylkingar. Bandaríkin standi ekki í neinu stríði við múslima. „Það þýðir samt ekki að afneita eigi þeirri staðreynd að öfgahugmyndir hafa breiðst út í sumum samfélögum múslima. Þetta er raunverulegt vandamál sem múslimar verða að takast á við, undanbragðalaust.“ Ávarpið flutti Obama frá skrifstofu sinni Hvíta húsinu, en þetta er í þriðja sinn frá því hann tók við embætti fyrir sjö árum sem hann ávarpar þjóð sína þaðan. Og vildi með því greinilega leggja sérstaka áherslu á mikilvægi boðskaparins. Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins voru hins vegar engan veginn hrifnir af boðskapnum. „Er þetta allt og sumt? Við þurfum nýjan forseta. Fljótt!“ sagði Donald Trump, auðkýfingurinn sem samkvæmt skoðanakönnunum mælist enn með mesta fylgið. Obama kallaði þó á ýmsar aðgerðir og fór yfir baráttu Bandaríkjanna gegn hryðjuverkamönnum, sem staðið hafi yfir allt frá því Al Kaída myrti nærri þrjú þúsund manns þann 11. september árið 2011. „Ógnin frá hryðjuverkamönnum er raunveruleg, en við munum sigrast á henni,“ sagði hann. Árangurinn muni hins vegar ekki ráðast af því að menn tali harkalega eða láti óttann ná tökum á sér. Það sé nákvæmlega það sem hópar á borð við Íslamska ríkið vonist til. „Það er á okkar ábyrgð að hafna tillögum um að bandarískir múslimar sæti öðruvísi meðferð en aðrir. Því ef við fetum þá braut, þá munum við tapa.“ Hann hvatti síðan Bandaríkjaþing til þess að samþykkja hertar reglur um skotvopn, rétt eins og hann hefur iðulega gert þegar fjöldamorð eru framin í Bandaríkjunum. Hann sagði þingið einnig þurfa að setja lög um að kanna betur bakgrunn fólks sem kemur til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar, þannig að í ljós komi hvort það hefur ferðast til átakasvæða. Loks eigi þingið að samþykkja heimild til Bandaríkjahers til þess að beita herafli gegn Íslamska ríkinu. „Í meira en ár hef ég gefið her okkar skipanir um að gera þúsundir loftárása gegn Íslamska ríkinu. Ég tel að það sé kominn tími til þess að þingið gangi til atkvæða.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Barack Obama ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöldið í tilefni af fjöldamorðunum í Kaliforníu í síðustu viku, þegar ung hjón myrtu fjórtán manns á vinnustað eiginmannsins. „Það er greinilegt að þau tvö hafa gengið niður þá braut að láta róttæknina heltaka sig,“ sagði forsetinn. „Þannig að þetta voru hryðjuverk sem áttu að kosta saklaust fólk lífið.“ Megininntak ávarpsins var þó að vara Bandaríkjamenn við því að láta þetta voðaverk verða til þess að kljúfa þjóðina í fylkingar. Bandaríkin standi ekki í neinu stríði við múslima. „Það þýðir samt ekki að afneita eigi þeirri staðreynd að öfgahugmyndir hafa breiðst út í sumum samfélögum múslima. Þetta er raunverulegt vandamál sem múslimar verða að takast á við, undanbragðalaust.“ Ávarpið flutti Obama frá skrifstofu sinni Hvíta húsinu, en þetta er í þriðja sinn frá því hann tók við embætti fyrir sjö árum sem hann ávarpar þjóð sína þaðan. Og vildi með því greinilega leggja sérstaka áherslu á mikilvægi boðskaparins. Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins voru hins vegar engan veginn hrifnir af boðskapnum. „Er þetta allt og sumt? Við þurfum nýjan forseta. Fljótt!“ sagði Donald Trump, auðkýfingurinn sem samkvæmt skoðanakönnunum mælist enn með mesta fylgið. Obama kallaði þó á ýmsar aðgerðir og fór yfir baráttu Bandaríkjanna gegn hryðjuverkamönnum, sem staðið hafi yfir allt frá því Al Kaída myrti nærri þrjú þúsund manns þann 11. september árið 2011. „Ógnin frá hryðjuverkamönnum er raunveruleg, en við munum sigrast á henni,“ sagði hann. Árangurinn muni hins vegar ekki ráðast af því að menn tali harkalega eða láti óttann ná tökum á sér. Það sé nákvæmlega það sem hópar á borð við Íslamska ríkið vonist til. „Það er á okkar ábyrgð að hafna tillögum um að bandarískir múslimar sæti öðruvísi meðferð en aðrir. Því ef við fetum þá braut, þá munum við tapa.“ Hann hvatti síðan Bandaríkjaþing til þess að samþykkja hertar reglur um skotvopn, rétt eins og hann hefur iðulega gert þegar fjöldamorð eru framin í Bandaríkjunum. Hann sagði þingið einnig þurfa að setja lög um að kanna betur bakgrunn fólks sem kemur til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar, þannig að í ljós komi hvort það hefur ferðast til átakasvæða. Loks eigi þingið að samþykkja heimild til Bandaríkjahers til þess að beita herafli gegn Íslamska ríkinu. „Í meira en ár hef ég gefið her okkar skipanir um að gera þúsundir loftárása gegn Íslamska ríkinu. Ég tel að það sé kominn tími til þess að þingið gangi til atkvæða.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira