Fótbolti

Klinsmann: Ísland ein af mest spennandi fótboltaþjóðum í Evrópu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klinsmann átti erfitt ár með Bandaríkin í fyrra.
Jürgen Klinsmann átti erfitt ár með Bandaríkin í fyrra. vísir/getty
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta mæta Bandaríkjunum í vináttuleik í Los Angeles 31. janúar.

Bandaríski hópurinn mun verða skipaður leikmönnum sem spila að mest megnis með liðum úr MLS-deildinni þar sem ekki er um opinberan leikdag að ræða. Í janúar í fyrra voru 21 af 28 leikmönnum í bandaríska liðinu í MLS-deildinni.

Jürgen Klinsmann, fyrrverandi þýski landsliðsmaðurinn, er þjálfari bandaríska liðsins og hann er spenntur fyrir því að mæta Íslandi.

„Ísland er ein af mest spennandi fótboltaþjóðum Evrópu,“ segir Klinsmann í samtali við SI.

„Ísland var mjög tilkomumikið í undankeppni EM og það hefur fengið mikið hrós fyrir unglingastarfið sitt. Leikmenn Íslands dreifa sér á stærstu deildir Evrópu,“ segir Jürgen Klinsmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×