Leikstjórinn J. J. Abrams ber mikið á herðum sér þessa dagana og Steven Spielberg segir hann vera lafandi hræddan.
Disney keypti Lucasfilm og þar með Star Wars árið 2012 fyrir 4 milljarða dala, sem samsvarar um fimm hundruð milljörðum króna miðað við núverandi gengi.
Samkvæmt umfjöllun 60 Minutes var það Steven Spielberg sem stakk upp á að J. J. Abrams fengi það verkefni að stýra Star Wars skútunni fyrir Disney. Í samtali við fréttamann 60 Minutes segir Spielberg að Abrams sé undir miklu álagi og að hann sé lafandi hræddur.
The new @StarWars film has to make $1.5 billion+ to be considered a success on Wall Street. "J.J. is terrified," says Steven Spielberg
— 60 Minutes (@60Minutes) December 14, 2015
Myndin verður frumsýnd nú á fimmtudaginn og er eftirvæntingin mikil. Hér heima verður myndin sýnd allan sólarhringinn í einhverjum kvikmyndahúsum, eins og í Álfabakka, á Akureyri, Kringlunni og í Smárabíó.