Fótbolti

Sjötti sigur Juventus í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Juventus eru á góðu skriði þessa dagana.
Leikmenn Juventus eru á góðu skriði þessa dagana. vísir/getty
Juventus vann sinn sjötta leik í röð þegar liðið tók á móti Fiorentina á Juventus Stadium í 16. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lokatölur 2-1, Juventus í vil.

Fiorentina, sem hefur spilað vel á tímabilinu, byrjaði betur og komst yfir strax á 3. mínútu þegar Josip Ilicic skoraði úr vítaspyrnu.

Þremur mínútum síðar var staðan orðin jöfn eftir að Juan Cuadrado skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Patrice Evra.

Fiorentina var mun meira með boltann í leiknum en það voru heimamenn sem áttu fleiri og hættulegri færi.

Króatíski framherjinn Mario Mandzukic kom Juventus í 2-1 á 80. mínútu og Paulo Dybala gulltryggði svo sigurinn þegar hann skoraði þriðja markið í uppbótartíma. Argentínumaðurinn hefur átt skínandi gott tímabil en þetta var áttunda mark hans í ítölsku deildinni í vetur.

Með sigrinum komst Juventus upp fyrir Roma í 4. sæti deildarinnar. Ítölsku meistararnir eru nú komnir með 30 stig, sex stigum minna en topplið Inter.

Fiorentina er hins vegar í 2. sæti deildarinnar með 32 stig en þetta var fyrsta tap liðsins síðan 25. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×