Körfubolti

Styttist í endurkomu Kerr

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, er á góðum batavegi þó svo að hann segir enn ekki ljóst hvenær hann snúi sér aftur að þjálfun liðsins af fullum krafti.

Kerr gerði Golden State að meisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið í fyrra en þurfti að fara í tvær aðgerðir á baki í sumar.

Sjá einnig: Þjálfari NBA-meistaranna þarf að taka sér frí

Hann ætlaði sér að hefja aftur störf á undirbúningstímabilinu en það reyndist of snemmt. Síðan þá hefur hann verið að mestu til hliðar og einbeitt sér að því að ná fyrri styrk.

Í fjarveru hans hefur Luke Walton stýrt liðið Golden State og náð frábærum árangri. Golden State vann fyrstu 24 leiki sína á tímabilinu og virðist einfaldlega óstöðvandi í NBA-deildinni.

Sjá einnig: Kerr sendi Walton pillu eftir tapleikinn

Walton fór hins vegar veikur heim í gær og stýrði Kerr æfingu liðsins í fjarveru hans. Það veit á gott fyrir framhaldið og Kerr stefnir að því að ferðast með liðinu til Texas eftir jól en Golden State mætir þá Dallas og Houston.

„Ég er ekki með neina dagsetningu í huga,“ sagði Kerr um mögulega endurkomu sína. „Ég vil bara halda áfram, safna orku og láta mér líða betur. Ég vil vera viss um að þegar ég kem aftur verði það til frambúðar.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×