Agaleysi í ríkisfjármálum 6. janúar 2015 07:00 Stjórnarliðar ýmsir tala gjarnan um nauðsyn þess að halda aga í ríkisfjármálum fyrir efnahag og kjör fólksins í landinu. Stjórnarandstæðingar taka margir undir þetta. Einn mælikvarði á aga í ríkisfjármálum er hversu vel tekst til við að halda fjárlög og að frávik frá fjárlögum í fjáraukalögum sé sem minnst. Á síðasta kjörtímabili tókst að minnka það frávik verulega. Meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun mjög vel. Því miður virðist sem þessi árangur muni tapast á þessu kjörtímabili og allt fari í sama horf og fyrir hrun. Vísbendingar um það eru fyrst og fremst skortur á samráði við stjórnendur og starfsmenn ríkisstofnana og framkoma forystumanna stjórnarliða við forstöðumenn. Það má m.a. lesa út úr upphrópunum og sleggjudómum forystumanna fjárlaganefndar í fjölmiðlum. Slíkt skapar andrúmsloft sem ekki er líklegt til árangurs. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin gangi fram með góðu fordæmi og sýni sjálf aðhald um leið og aðhalds er krafist í öðrum ríkisrekstri. Fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna getur ekki talist gott fordæmi í þessu tilliti. Agi í ríkisfjármálum byggir á samvinnu fjárveitingarvaldsins, framkvæmdavaldsins og ríkisstofnana. Þar þurfa að fara saman skýr markmið um gæði þjónustu og fjármögnun hennar. Áætlun um nauðsynlega uppbyggingu eða þróun mála til lengri tíma er lykilatriði. Skortur á vandaðri stefnumótun sitjandi ráðherra er einkennandi og virðist sem lítil skilningur sé fyrir slíkri vinnu í núverandi ríkisstjórn en það leiðir okkur að annarri vísbendingu um að fjárlög 2015 muni ekki standast.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Í fyrsta lagi er í fjárlögunum aðeins gert ráð fyrir broti af því fjármagni sem þörf er á til að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum og á innviðum friðlýstra svæða. Aðeins er gert ráð fyrir 145 milljónum króna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á árinu 2015 þó hver maður sjái að það mun ekki nægja nema til örfárra af þeim aðkallandi verkefnum sem bíða víða um land. Vegna fjölgunar ferðamanna er átroðningur mikill á vinsælum stöðum og sums staðar er nauðsynlegt að bregðast skjótt við til að tryggja öryggi ferðamanna. Einnig ætti að leggja áherslu á að auka aðdráttarafl fleiri staða til að dreifa álagi. Skortur á stefnumótun og framtíðarsýn í þessari ört vaxandi atvinnugrein er himinhrópandi en á meðan bíða óafgreiddar umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða upp á um tvo milljarða króna. Líklegt er að í næstu fjáraukalögum verði beiðni um aukið fjármagn vegna þessa nema að ráðherra ferðamála hugsi sér að láta málefni greinarinnar reka áfram á reiðanum en þá mun illa fara.Greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu Í öðru lagi virðist sem svo að gagnrýni okkar í stjórnarandstöðunni á aukna greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðiskerfinu hafi borið árangur, því á heimasíðu Sjúkratrygginga var skrifað 30. desember: „Einnig er vakin athygli á að skv. upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu verða ekki gerðar neinar breytingar á reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við heilbrigðisþjónustu fyrr en eftir áramót.“ Að vísu er þetta skrifað á næst síðasta degi ársins en reglugerð um aukna gjaldtöku átti samkvæmt forsendum fjárlaga að taka gildi 1. janúar 2015 og sjúklingar áttu að bera allan kostnað vegna samninga við sérgreinalækna. Þeirri aðgerð hefur sýnilega verið frestað og ef hækkunin mun ekki eiga sér stað er um rúman milljarð í frávik frá fjárlögum að ræða. Stjórnarandstaðan lagði hins vegar til að gert yrði ráð fyrir kostnaði við samningana í fjárlögum upp á 1,1 milljarð króna en stjórnarliðar greiddu atkvæði á móti þeirri tillögu og vildu velta kostnaðinum yfir á sjúklinga.Ný Vestmannaeyjaferja Í þriðja lagi er ekki gert ráð fyrir fjármagni til byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju í fjárlögunum. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar segir þó: „Þá er vakin athygli á því að áform um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju eru óbreytt. Unnið verður að fjármögnunarleiðum samhliða undirbúningi útboðs sem fyrirhugað er á fyrri hluta komandi árs.“ Áformin sem eiga að vera óbreytt samkvæmt þessu, eru um útboð í febrúar 2015 en ekki er gert ráð fyrir útgjöldunum í fjárlögum. Talið er að bygging nýrrar Vestmannaeyjaferju kosti nær fjórum milljörðum króna. Bygging hennar er afar mikilvæg fyrir þróun atvinnulífs og mannlífs í Vestmannaeyjum. Skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi öruggra samgangna milli lands og Eyja kemur á óvart því ef raunverulega ætti að tryggja fjármagn á árinu 2015 stæði fjárhæðin í nýsamþykktum fjárlögum. Verið getur að beiðnin komi í fjáraukalögum sem staðfestir þá það agaleysi sem ríkir í ríkisfjármálunum.Helguvík Í fjórða lagi segist iðnaðar- og viðskiptaráðherra ætla að leggja fram á vorþingi frumvarp um ívilnandi sérlög vegna iðnaðarsvæðisins við Helguvík á Suðurnesjum en greiddi samt atkvæði gegn því að í fjárlögum yrði gert ráð fyrir framlagi til framkvæmda á því svæði.Blekkingar Hér hafa verið nefnd örfá dæmi en því miður er af fleiru að taka. Í fjárlögum er gert ráð fyrir afgangi upp á 3,6 milljarða króna. Sá afgangur verður fljótur að fuðra upp þegar bregðast þarf við vegna slæmrar áætlunargerðar ráðherranna. Öllum má vera ljóst að agi í ríkisfjármálum næst ekki með þessu ráðslagi ríkisstjórnarinnar þar sem skortur er á vönduðum vinnubrögðum og langtímahugsun við undirbúning ákvarðana um opinber fjármál. Nauðsynleg útgjöld eru ekki sýnd í fjárlögum svo þau virðist hallalaus rétt á meðan þau eru samþykkt. Það er blekkingarleikur og fullyrðingar stjórnarliða um aga í ríkisfjármálum verða marklausar þar sem orðunum fylgja ekki athafnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Stjórnarliðar ýmsir tala gjarnan um nauðsyn þess að halda aga í ríkisfjármálum fyrir efnahag og kjör fólksins í landinu. Stjórnarandstæðingar taka margir undir þetta. Einn mælikvarði á aga í ríkisfjármálum er hversu vel tekst til við að halda fjárlög og að frávik frá fjárlögum í fjáraukalögum sé sem minnst. Á síðasta kjörtímabili tókst að minnka það frávik verulega. Meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun mjög vel. Því miður virðist sem þessi árangur muni tapast á þessu kjörtímabili og allt fari í sama horf og fyrir hrun. Vísbendingar um það eru fyrst og fremst skortur á samráði við stjórnendur og starfsmenn ríkisstofnana og framkoma forystumanna stjórnarliða við forstöðumenn. Það má m.a. lesa út úr upphrópunum og sleggjudómum forystumanna fjárlaganefndar í fjölmiðlum. Slíkt skapar andrúmsloft sem ekki er líklegt til árangurs. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin gangi fram með góðu fordæmi og sýni sjálf aðhald um leið og aðhalds er krafist í öðrum ríkisrekstri. Fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna getur ekki talist gott fordæmi í þessu tilliti. Agi í ríkisfjármálum byggir á samvinnu fjárveitingarvaldsins, framkvæmdavaldsins og ríkisstofnana. Þar þurfa að fara saman skýr markmið um gæði þjónustu og fjármögnun hennar. Áætlun um nauðsynlega uppbyggingu eða þróun mála til lengri tíma er lykilatriði. Skortur á vandaðri stefnumótun sitjandi ráðherra er einkennandi og virðist sem lítil skilningur sé fyrir slíkri vinnu í núverandi ríkisstjórn en það leiðir okkur að annarri vísbendingu um að fjárlög 2015 muni ekki standast.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Í fyrsta lagi er í fjárlögunum aðeins gert ráð fyrir broti af því fjármagni sem þörf er á til að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum og á innviðum friðlýstra svæða. Aðeins er gert ráð fyrir 145 milljónum króna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á árinu 2015 þó hver maður sjái að það mun ekki nægja nema til örfárra af þeim aðkallandi verkefnum sem bíða víða um land. Vegna fjölgunar ferðamanna er átroðningur mikill á vinsælum stöðum og sums staðar er nauðsynlegt að bregðast skjótt við til að tryggja öryggi ferðamanna. Einnig ætti að leggja áherslu á að auka aðdráttarafl fleiri staða til að dreifa álagi. Skortur á stefnumótun og framtíðarsýn í þessari ört vaxandi atvinnugrein er himinhrópandi en á meðan bíða óafgreiddar umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða upp á um tvo milljarða króna. Líklegt er að í næstu fjáraukalögum verði beiðni um aukið fjármagn vegna þessa nema að ráðherra ferðamála hugsi sér að láta málefni greinarinnar reka áfram á reiðanum en þá mun illa fara.Greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu Í öðru lagi virðist sem svo að gagnrýni okkar í stjórnarandstöðunni á aukna greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðiskerfinu hafi borið árangur, því á heimasíðu Sjúkratrygginga var skrifað 30. desember: „Einnig er vakin athygli á að skv. upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu verða ekki gerðar neinar breytingar á reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við heilbrigðisþjónustu fyrr en eftir áramót.“ Að vísu er þetta skrifað á næst síðasta degi ársins en reglugerð um aukna gjaldtöku átti samkvæmt forsendum fjárlaga að taka gildi 1. janúar 2015 og sjúklingar áttu að bera allan kostnað vegna samninga við sérgreinalækna. Þeirri aðgerð hefur sýnilega verið frestað og ef hækkunin mun ekki eiga sér stað er um rúman milljarð í frávik frá fjárlögum að ræða. Stjórnarandstaðan lagði hins vegar til að gert yrði ráð fyrir kostnaði við samningana í fjárlögum upp á 1,1 milljarð króna en stjórnarliðar greiddu atkvæði á móti þeirri tillögu og vildu velta kostnaðinum yfir á sjúklinga.Ný Vestmannaeyjaferja Í þriðja lagi er ekki gert ráð fyrir fjármagni til byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju í fjárlögunum. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar segir þó: „Þá er vakin athygli á því að áform um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju eru óbreytt. Unnið verður að fjármögnunarleiðum samhliða undirbúningi útboðs sem fyrirhugað er á fyrri hluta komandi árs.“ Áformin sem eiga að vera óbreytt samkvæmt þessu, eru um útboð í febrúar 2015 en ekki er gert ráð fyrir útgjöldunum í fjárlögum. Talið er að bygging nýrrar Vestmannaeyjaferju kosti nær fjórum milljörðum króna. Bygging hennar er afar mikilvæg fyrir þróun atvinnulífs og mannlífs í Vestmannaeyjum. Skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi öruggra samgangna milli lands og Eyja kemur á óvart því ef raunverulega ætti að tryggja fjármagn á árinu 2015 stæði fjárhæðin í nýsamþykktum fjárlögum. Verið getur að beiðnin komi í fjáraukalögum sem staðfestir þá það agaleysi sem ríkir í ríkisfjármálunum.Helguvík Í fjórða lagi segist iðnaðar- og viðskiptaráðherra ætla að leggja fram á vorþingi frumvarp um ívilnandi sérlög vegna iðnaðarsvæðisins við Helguvík á Suðurnesjum en greiddi samt atkvæði gegn því að í fjárlögum yrði gert ráð fyrir framlagi til framkvæmda á því svæði.Blekkingar Hér hafa verið nefnd örfá dæmi en því miður er af fleiru að taka. Í fjárlögum er gert ráð fyrir afgangi upp á 3,6 milljarða króna. Sá afgangur verður fljótur að fuðra upp þegar bregðast þarf við vegna slæmrar áætlunargerðar ráðherranna. Öllum má vera ljóst að agi í ríkisfjármálum næst ekki með þessu ráðslagi ríkisstjórnarinnar þar sem skortur er á vönduðum vinnubrögðum og langtímahugsun við undirbúning ákvarðana um opinber fjármál. Nauðsynleg útgjöld eru ekki sýnd í fjárlögum svo þau virðist hallalaus rétt á meðan þau eru samþykkt. Það er blekkingarleikur og fullyrðingar stjórnarliða um aga í ríkisfjármálum verða marklausar þar sem orðunum fylgja ekki athafnir.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun