Blessun fylgir bandi hverju Jakob Frímann Magnússon skrifar 19. janúar 2015 09:15 Eurosonic-hátíðin er nýafstaðin, en það er stærsta tónlistarhátíð og ráðstefna sinnar tegundar í Evrópu, haldin í borginni Groenigen í norðurhluta Hollands. 20 íslenskar hljómsveitir og listamenn áttu þar afar sterka innkomu með atfylgi mennta- og menningarmálaráðherrans Illuga Gunnarssonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherrans Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, borgarstjórans Dags B. Eggertssonar, Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTÓNs, og fjölda annarra. Á annað hundrað Íslendinga dvöldu í borginni meðan á hátíðinni stóð enda Ísland þar í öndvegi að þessu sinni. Það verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á ört fjölgandi landvinningum smáþjóðar sem státar árlega af 1.400-1.500 tónleikum íslenskra hryntónlistarmanna utan landsteina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tók ásamt borgarstjóra þátt í fjölmennum umræðupanel um þátt Airwaves og tónlistarinnar í arðbærri ferðaþjónustu. Mennta- og menningarmálaráðherra flutti aðalræðu vel heppnaðrar Íslandsvöku sem hundruð gesta sóttu og skartaði meðal annars Árstíðum og Júlíusi Meyvant, auk nýrrar stuttmyndar um þann „falda“ íslenska þjóðararf sem inniber nær 70.000 íslensk lög og tónverk. Á miðjum fjölmennum umræðufundi um íslensku tónævintýrin bárust svo gleðileg tíðindi af Óskarstilnefningu Jóhanns Jóhannssonar sem hlaut mikið lófatak fundargesta. Fréttin reyndist frískandi tillegg þeim frjóa og blómstrandi akri sem íslensk tónlistarflóra speglar um þessar mundir og svo mjög er horft til af grannþjóðum. Bæði ríki og borg lögðu skipuleggjandanum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, lið við fjármögnun Eurosonic-verkefnisins. Auk myndarlegs stuðnings við verkefnið undirritaði borgarstjóri svo nýverið samninga um áframhaldandi stuðning við Reykjavík Loftbrú og Músíktilraunir, sem er afar þakkarvert. Þá á Icelandair heiður skilinn fyrir aðkomu sína að öllum fyrrnefndum verkefnum. Það embættisverk sem ríkisstjórnin gerði að síðasta verki sínu 2014 var sérstök tímamótaafgreiðsla 12 milljóna króna fjárveitingar til Eurosonic-verkefnisins – beint af ríkisstjórnarborðinu. Í því embættisverki felst mikil og táknræn viðurkenning á tilvist og mikilvægi þessarar starfsemi. Það skal þakkað af heilhug sem og efndir allra þeirra fyrirheita sem stéttinni hafa verið gefin á undanförnum misserum af fyrrnefndum ráðherrum og þá ekki síður forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. Víst ber að þakka en jafnframt að fagna, og njóta þess góða meðbyrs sem íslenskri tónlist hefur hlotnast á undanförnum árum. Megi sú blessun lengi vara og verða samfélaginu öllu til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Eurosonic-hátíðin er nýafstaðin, en það er stærsta tónlistarhátíð og ráðstefna sinnar tegundar í Evrópu, haldin í borginni Groenigen í norðurhluta Hollands. 20 íslenskar hljómsveitir og listamenn áttu þar afar sterka innkomu með atfylgi mennta- og menningarmálaráðherrans Illuga Gunnarssonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherrans Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, borgarstjórans Dags B. Eggertssonar, Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTÓNs, og fjölda annarra. Á annað hundrað Íslendinga dvöldu í borginni meðan á hátíðinni stóð enda Ísland þar í öndvegi að þessu sinni. Það verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á ört fjölgandi landvinningum smáþjóðar sem státar árlega af 1.400-1.500 tónleikum íslenskra hryntónlistarmanna utan landsteina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tók ásamt borgarstjóra þátt í fjölmennum umræðupanel um þátt Airwaves og tónlistarinnar í arðbærri ferðaþjónustu. Mennta- og menningarmálaráðherra flutti aðalræðu vel heppnaðrar Íslandsvöku sem hundruð gesta sóttu og skartaði meðal annars Árstíðum og Júlíusi Meyvant, auk nýrrar stuttmyndar um þann „falda“ íslenska þjóðararf sem inniber nær 70.000 íslensk lög og tónverk. Á miðjum fjölmennum umræðufundi um íslensku tónævintýrin bárust svo gleðileg tíðindi af Óskarstilnefningu Jóhanns Jóhannssonar sem hlaut mikið lófatak fundargesta. Fréttin reyndist frískandi tillegg þeim frjóa og blómstrandi akri sem íslensk tónlistarflóra speglar um þessar mundir og svo mjög er horft til af grannþjóðum. Bæði ríki og borg lögðu skipuleggjandanum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, lið við fjármögnun Eurosonic-verkefnisins. Auk myndarlegs stuðnings við verkefnið undirritaði borgarstjóri svo nýverið samninga um áframhaldandi stuðning við Reykjavík Loftbrú og Músíktilraunir, sem er afar þakkarvert. Þá á Icelandair heiður skilinn fyrir aðkomu sína að öllum fyrrnefndum verkefnum. Það embættisverk sem ríkisstjórnin gerði að síðasta verki sínu 2014 var sérstök tímamótaafgreiðsla 12 milljóna króna fjárveitingar til Eurosonic-verkefnisins – beint af ríkisstjórnarborðinu. Í því embættisverki felst mikil og táknræn viðurkenning á tilvist og mikilvægi þessarar starfsemi. Það skal þakkað af heilhug sem og efndir allra þeirra fyrirheita sem stéttinni hafa verið gefin á undanförnum misserum af fyrrnefndum ráðherrum og þá ekki síður forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. Víst ber að þakka en jafnframt að fagna, og njóta þess góða meðbyrs sem íslenskri tónlist hefur hlotnast á undanförnum árum. Megi sú blessun lengi vara og verða samfélaginu öllu til góða.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar