Blessun fylgir bandi hverju Jakob Frímann Magnússon skrifar 19. janúar 2015 09:15 Eurosonic-hátíðin er nýafstaðin, en það er stærsta tónlistarhátíð og ráðstefna sinnar tegundar í Evrópu, haldin í borginni Groenigen í norðurhluta Hollands. 20 íslenskar hljómsveitir og listamenn áttu þar afar sterka innkomu með atfylgi mennta- og menningarmálaráðherrans Illuga Gunnarssonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherrans Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, borgarstjórans Dags B. Eggertssonar, Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTÓNs, og fjölda annarra. Á annað hundrað Íslendinga dvöldu í borginni meðan á hátíðinni stóð enda Ísland þar í öndvegi að þessu sinni. Það verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á ört fjölgandi landvinningum smáþjóðar sem státar árlega af 1.400-1.500 tónleikum íslenskra hryntónlistarmanna utan landsteina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tók ásamt borgarstjóra þátt í fjölmennum umræðupanel um þátt Airwaves og tónlistarinnar í arðbærri ferðaþjónustu. Mennta- og menningarmálaráðherra flutti aðalræðu vel heppnaðrar Íslandsvöku sem hundruð gesta sóttu og skartaði meðal annars Árstíðum og Júlíusi Meyvant, auk nýrrar stuttmyndar um þann „falda“ íslenska þjóðararf sem inniber nær 70.000 íslensk lög og tónverk. Á miðjum fjölmennum umræðufundi um íslensku tónævintýrin bárust svo gleðileg tíðindi af Óskarstilnefningu Jóhanns Jóhannssonar sem hlaut mikið lófatak fundargesta. Fréttin reyndist frískandi tillegg þeim frjóa og blómstrandi akri sem íslensk tónlistarflóra speglar um þessar mundir og svo mjög er horft til af grannþjóðum. Bæði ríki og borg lögðu skipuleggjandanum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, lið við fjármögnun Eurosonic-verkefnisins. Auk myndarlegs stuðnings við verkefnið undirritaði borgarstjóri svo nýverið samninga um áframhaldandi stuðning við Reykjavík Loftbrú og Músíktilraunir, sem er afar þakkarvert. Þá á Icelandair heiður skilinn fyrir aðkomu sína að öllum fyrrnefndum verkefnum. Það embættisverk sem ríkisstjórnin gerði að síðasta verki sínu 2014 var sérstök tímamótaafgreiðsla 12 milljóna króna fjárveitingar til Eurosonic-verkefnisins – beint af ríkisstjórnarborðinu. Í því embættisverki felst mikil og táknræn viðurkenning á tilvist og mikilvægi þessarar starfsemi. Það skal þakkað af heilhug sem og efndir allra þeirra fyrirheita sem stéttinni hafa verið gefin á undanförnum misserum af fyrrnefndum ráðherrum og þá ekki síður forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. Víst ber að þakka en jafnframt að fagna, og njóta þess góða meðbyrs sem íslenskri tónlist hefur hlotnast á undanförnum árum. Megi sú blessun lengi vara og verða samfélaginu öllu til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eurosonic-hátíðin er nýafstaðin, en það er stærsta tónlistarhátíð og ráðstefna sinnar tegundar í Evrópu, haldin í borginni Groenigen í norðurhluta Hollands. 20 íslenskar hljómsveitir og listamenn áttu þar afar sterka innkomu með atfylgi mennta- og menningarmálaráðherrans Illuga Gunnarssonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherrans Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, borgarstjórans Dags B. Eggertssonar, Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTÓNs, og fjölda annarra. Á annað hundrað Íslendinga dvöldu í borginni meðan á hátíðinni stóð enda Ísland þar í öndvegi að þessu sinni. Það verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á ört fjölgandi landvinningum smáþjóðar sem státar árlega af 1.400-1.500 tónleikum íslenskra hryntónlistarmanna utan landsteina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tók ásamt borgarstjóra þátt í fjölmennum umræðupanel um þátt Airwaves og tónlistarinnar í arðbærri ferðaþjónustu. Mennta- og menningarmálaráðherra flutti aðalræðu vel heppnaðrar Íslandsvöku sem hundruð gesta sóttu og skartaði meðal annars Árstíðum og Júlíusi Meyvant, auk nýrrar stuttmyndar um þann „falda“ íslenska þjóðararf sem inniber nær 70.000 íslensk lög og tónverk. Á miðjum fjölmennum umræðufundi um íslensku tónævintýrin bárust svo gleðileg tíðindi af Óskarstilnefningu Jóhanns Jóhannssonar sem hlaut mikið lófatak fundargesta. Fréttin reyndist frískandi tillegg þeim frjóa og blómstrandi akri sem íslensk tónlistarflóra speglar um þessar mundir og svo mjög er horft til af grannþjóðum. Bæði ríki og borg lögðu skipuleggjandanum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, lið við fjármögnun Eurosonic-verkefnisins. Auk myndarlegs stuðnings við verkefnið undirritaði borgarstjóri svo nýverið samninga um áframhaldandi stuðning við Reykjavík Loftbrú og Músíktilraunir, sem er afar þakkarvert. Þá á Icelandair heiður skilinn fyrir aðkomu sína að öllum fyrrnefndum verkefnum. Það embættisverk sem ríkisstjórnin gerði að síðasta verki sínu 2014 var sérstök tímamótaafgreiðsla 12 milljóna króna fjárveitingar til Eurosonic-verkefnisins – beint af ríkisstjórnarborðinu. Í því embættisverki felst mikil og táknræn viðurkenning á tilvist og mikilvægi þessarar starfsemi. Það skal þakkað af heilhug sem og efndir allra þeirra fyrirheita sem stéttinni hafa verið gefin á undanförnum misserum af fyrrnefndum ráðherrum og þá ekki síður forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. Víst ber að þakka en jafnframt að fagna, og njóta þess góða meðbyrs sem íslenskri tónlist hefur hlotnast á undanförnum árum. Megi sú blessun lengi vara og verða samfélaginu öllu til góða.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar