Að ala á ótta! Sema Erla Serdar skrifar 21. janúar 2015 07:00 Síðustu mánuði hefur mikið verið talað um „pólitíska jarðskjálfta“ í Evrópu. Í því samhengi er átt við niðurstöður kosninga til þings og sveitarstjórna, auk kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru í maí 2014, en þær sýna svo um munar að fylgi evrópskra kjósenda er að færast frá meginstraums- og miðjusæknum stjórnmálaflokkum og yfir á jaðarflokka. Flestir eiga þeir stjórnmálaflokkar og aðrir formlegir eða óformlegir hópar sem nú tröllríða hinum pólitíska vettvangi í Evrópu það sameiginlegt að ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð og andúð á því fjölmenningarsamfélagi sem hefur tekið yfir í flestum ríkjum Evrópu. Í kjölfarið hefur umræðan um innflytjendamál stigmagnast víða í Evrópu og tekið á sig „nýjar“ myndir. Þannig safnast nú þúsundir manna saman á götum Evrópu til þess að sýna andúð sína á því sem þeir kalla „íslamsvæðingu Vesturlanda“ sem er tekið upp úr stefnuskrá öfga-hægriflokka sem ala á þjóðernisrembingi og andúð á innflytjendum, oft á tíðum sérstaklega múslima. Til þess að slíkir hópar fengju hljómgrunn þurfti ekki hryðjuverkaárás í Frakklandi. Uppgangur þessara afla var hafinn löngu áður. Sá óhugnanlegi atburður varð hins vegar til þess að umræðan varð enn ósvífnari og enn ógeðfelldari og stjórnmálamenn fóru að nýta sér hana í pólitískum tilgangi, auk þess sem hún fór að teygja anga sína til ríkja sem hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af fjölmenningu, ákveðnum trúarhópum, eða árásum eins og þeirri sem átti sér stað í París. Ísland er dæmi um slíkt ríki. Vissulega hafa innflytjendamál ávallt verið til umræðu á Íslandi. Hún fór hins vegar að taka á sig nýja mynd þegar múslimar fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að byggja mosku. Í kringum síðustu sveitarstjórnarkosningar varð hún svo enn óhuggulegri. Það er hins vegar ekkert í samanburði við þá umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga og ljóst er að uppgangur öfgaafla er raunveruleiki á Íslandi rétt eins og víðar í Evrópu.Fjölmenningarsamfélag Fólk er nú í miklum mæli farið að óttast innflytjendur og áhrif þeirra á íslenskt samfélag. Fólk er í meiri mæli farið að horfa til möguleikans á hryðjuverkaárás á Íslandi og nú er búið að stofna samtök á Íslandi sem ætla að berjast gegn „íslamsvæðingu Evrópu,“ án þess að nokkur ástæða sé til. Að ala á ótta er elsta trixið í bókinni. Það er mikilvægt að bíta ekki á agnið. Íslenskt samfélag er og verður fjölmenningarsamfélag. Slíkt samfélag á að byggjast á umburðarlyndi, kærleika, réttlæti, trúfrelsi og á að vera laust við alla mismunun. Íslensku samfélagi stafar ekki ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða öðrum trúarbrögðum en við höfum hingað til kynnst. Íslensku samfélagi stafar ógn af öflum sem telja sig yfir aðra hafin vegna þjóðernis, kynþáttar, litarafts, trúarbragða, menningar eða annarra slíkra þátta. Umræðan um innflytjendamál má ekki stjórnast af slíkum hugmyndum. Það mun einungis leiða til sundrungar í samfélaginu. Umræðan um innflytjendamál verður að vera uppbyggileg, yfirveguð og sanngjörn auk þess sem hún þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Það er þannig sem við sigrumst á öfgunum. Það er þannig sem við aðlögumst öll nýju fjölmenningarsamfélagi. Ekki með ótta eða hatri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur mikið verið talað um „pólitíska jarðskjálfta“ í Evrópu. Í því samhengi er átt við niðurstöður kosninga til þings og sveitarstjórna, auk kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru í maí 2014, en þær sýna svo um munar að fylgi evrópskra kjósenda er að færast frá meginstraums- og miðjusæknum stjórnmálaflokkum og yfir á jaðarflokka. Flestir eiga þeir stjórnmálaflokkar og aðrir formlegir eða óformlegir hópar sem nú tröllríða hinum pólitíska vettvangi í Evrópu það sameiginlegt að ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð og andúð á því fjölmenningarsamfélagi sem hefur tekið yfir í flestum ríkjum Evrópu. Í kjölfarið hefur umræðan um innflytjendamál stigmagnast víða í Evrópu og tekið á sig „nýjar“ myndir. Þannig safnast nú þúsundir manna saman á götum Evrópu til þess að sýna andúð sína á því sem þeir kalla „íslamsvæðingu Vesturlanda“ sem er tekið upp úr stefnuskrá öfga-hægriflokka sem ala á þjóðernisrembingi og andúð á innflytjendum, oft á tíðum sérstaklega múslima. Til þess að slíkir hópar fengju hljómgrunn þurfti ekki hryðjuverkaárás í Frakklandi. Uppgangur þessara afla var hafinn löngu áður. Sá óhugnanlegi atburður varð hins vegar til þess að umræðan varð enn ósvífnari og enn ógeðfelldari og stjórnmálamenn fóru að nýta sér hana í pólitískum tilgangi, auk þess sem hún fór að teygja anga sína til ríkja sem hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af fjölmenningu, ákveðnum trúarhópum, eða árásum eins og þeirri sem átti sér stað í París. Ísland er dæmi um slíkt ríki. Vissulega hafa innflytjendamál ávallt verið til umræðu á Íslandi. Hún fór hins vegar að taka á sig nýja mynd þegar múslimar fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að byggja mosku. Í kringum síðustu sveitarstjórnarkosningar varð hún svo enn óhuggulegri. Það er hins vegar ekkert í samanburði við þá umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga og ljóst er að uppgangur öfgaafla er raunveruleiki á Íslandi rétt eins og víðar í Evrópu.Fjölmenningarsamfélag Fólk er nú í miklum mæli farið að óttast innflytjendur og áhrif þeirra á íslenskt samfélag. Fólk er í meiri mæli farið að horfa til möguleikans á hryðjuverkaárás á Íslandi og nú er búið að stofna samtök á Íslandi sem ætla að berjast gegn „íslamsvæðingu Evrópu,“ án þess að nokkur ástæða sé til. Að ala á ótta er elsta trixið í bókinni. Það er mikilvægt að bíta ekki á agnið. Íslenskt samfélag er og verður fjölmenningarsamfélag. Slíkt samfélag á að byggjast á umburðarlyndi, kærleika, réttlæti, trúfrelsi og á að vera laust við alla mismunun. Íslensku samfélagi stafar ekki ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða öðrum trúarbrögðum en við höfum hingað til kynnst. Íslensku samfélagi stafar ógn af öflum sem telja sig yfir aðra hafin vegna þjóðernis, kynþáttar, litarafts, trúarbragða, menningar eða annarra slíkra þátta. Umræðan um innflytjendamál má ekki stjórnast af slíkum hugmyndum. Það mun einungis leiða til sundrungar í samfélaginu. Umræðan um innflytjendamál verður að vera uppbyggileg, yfirveguð og sanngjörn auk þess sem hún þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Það er þannig sem við sigrumst á öfgunum. Það er þannig sem við aðlögumst öll nýju fjölmenningarsamfélagi. Ekki með ótta eða hatri.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun