Ekki bara fyrir Dorrit Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. mars 2015 07:00 Síðastliðið haust mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að Alþingi feli innanríkisráðherra að setja á fót starfshóp sem undirbúi endurskoðun laga um lögheimili, nr. 21/1990, með það að markmiði að hjónum verði gert fært að eiga lögheimili hvort á sínum staðnum, hvort heldur er þegar bæði hafa bækistöð innan lands eða þegar annað hefur bækistöð erlendis. Einnig verði lagðar til breytingar á öðrum lögum sem þarf að breyta til að markmiðinu verði náð. Þingsályktunartillagan er nú til umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Hana má finna á þessari slóð og þar er einnig hægt að skoða innsendar umsagnir um málið.Lög um lögheimili hafa staðið óbreytt í um aldarfjórðung. Á þeim tíma hafa átt sér stað miklar breytingar á þjóðfélagsaðstæðum, enda hefur þjóðin síðan þá gerst aðili að EES-samningnum, netvæðst og upplifað bankahrun svo fátt eitt sé nefnt. Síðustu ár hefur nokkuð borið á því að hjón hafi lent í vandræðum vegna ákvæðis 7. gr. laganna þar sem segir að hjón eigi sama lögheimili. Vinnuveitendur sem ráða til sín starfsfólk hafa stundum krafist þess að það skrái lögheimili sitt í því sveitarfélagi þar sem starfsemi vinnuveitandans á sér stað. Það hefur einnig færst í vöxt að hjón eða sambýlisfólk vinni hvort í sínu sveitarfélaginu. Þessar kröfur hafa því gert það að verkum að maki starfsmanns hefur þurft að flytja lögheimili sitt til sama sveitarfélags þrátt fyrir að bækistöð hans sé í raun í öðru sveitarfélagi eða jafnvel slíta samvistum við starfsmanninn. Þessar kringumstæður letja mögulega sambýlisfólk til að ganga í hjónaband þar sem að því fylgi breyting á lögheimili.Tími til endurskoðunar Í kjölfar bankahrunsins þurftu margir að sækja sér vinnu utan landsteinanna. Oft heldur þá annað hjóna utan á meðan hitt býr hér heima áfram ásamt börnum. Í sumum löndum er þess krafist að þeir sem ætla sér að sinna atvinnu innan landamæra þeirra flytji lögheimili sitt þangað. Svo háttar t.d. til í Noregi en margir Íslendingar hafa sótt atvinnu þangað. Enga heimild er hins vegar að finna í lögum um lögheimili til að skrá lögheimili hjóna í mismunandi löndum. Slíkt hefur hins vegar verið heimilað í mörgum tilvikum á grundvelli venju, óskráðrar réttarheimildar. Kominn er tími til að taka lögin um lögheimili til endurskoðunar. Líklegt er að endurskoðunin hafi í för með sér að breyta þurfi ákvæðum annarra laga, t.d. ábúðarlaga, laga um tekjuskatt og laga á sviði almannatrygginga. Það að hjónum sé heimilt að eiga lögheimili hvort á sínum stað er hagsmunamál margra, bæði einstaklinga og sveitarfélaga ef svo ber undir. Heimildir hafa fengist um slíkt á milli landa. Forseti Íslands og eiginkona hans eru t.d. ekki með sama lögheimili. Ég vil að heimildin verði almenn og valfrjáls og eigi ekki aðeins við þegar hjón starfa í hvort í sínu landinu. Það er von mín að þingsályktunartillagan verði samþykkt á þessu þingi og að frumvarp um breytinguna komi fram sem fyrst. Flutningsmenn tillögunnar eru úr öllum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi. Pólitískur ágreiningur ætti því ekki að tefja afgreiðslu málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að Alþingi feli innanríkisráðherra að setja á fót starfshóp sem undirbúi endurskoðun laga um lögheimili, nr. 21/1990, með það að markmiði að hjónum verði gert fært að eiga lögheimili hvort á sínum staðnum, hvort heldur er þegar bæði hafa bækistöð innan lands eða þegar annað hefur bækistöð erlendis. Einnig verði lagðar til breytingar á öðrum lögum sem þarf að breyta til að markmiðinu verði náð. Þingsályktunartillagan er nú til umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Hana má finna á þessari slóð og þar er einnig hægt að skoða innsendar umsagnir um málið.Lög um lögheimili hafa staðið óbreytt í um aldarfjórðung. Á þeim tíma hafa átt sér stað miklar breytingar á þjóðfélagsaðstæðum, enda hefur þjóðin síðan þá gerst aðili að EES-samningnum, netvæðst og upplifað bankahrun svo fátt eitt sé nefnt. Síðustu ár hefur nokkuð borið á því að hjón hafi lent í vandræðum vegna ákvæðis 7. gr. laganna þar sem segir að hjón eigi sama lögheimili. Vinnuveitendur sem ráða til sín starfsfólk hafa stundum krafist þess að það skrái lögheimili sitt í því sveitarfélagi þar sem starfsemi vinnuveitandans á sér stað. Það hefur einnig færst í vöxt að hjón eða sambýlisfólk vinni hvort í sínu sveitarfélaginu. Þessar kröfur hafa því gert það að verkum að maki starfsmanns hefur þurft að flytja lögheimili sitt til sama sveitarfélags þrátt fyrir að bækistöð hans sé í raun í öðru sveitarfélagi eða jafnvel slíta samvistum við starfsmanninn. Þessar kringumstæður letja mögulega sambýlisfólk til að ganga í hjónaband þar sem að því fylgi breyting á lögheimili.Tími til endurskoðunar Í kjölfar bankahrunsins þurftu margir að sækja sér vinnu utan landsteinanna. Oft heldur þá annað hjóna utan á meðan hitt býr hér heima áfram ásamt börnum. Í sumum löndum er þess krafist að þeir sem ætla sér að sinna atvinnu innan landamæra þeirra flytji lögheimili sitt þangað. Svo háttar t.d. til í Noregi en margir Íslendingar hafa sótt atvinnu þangað. Enga heimild er hins vegar að finna í lögum um lögheimili til að skrá lögheimili hjóna í mismunandi löndum. Slíkt hefur hins vegar verið heimilað í mörgum tilvikum á grundvelli venju, óskráðrar réttarheimildar. Kominn er tími til að taka lögin um lögheimili til endurskoðunar. Líklegt er að endurskoðunin hafi í för með sér að breyta þurfi ákvæðum annarra laga, t.d. ábúðarlaga, laga um tekjuskatt og laga á sviði almannatrygginga. Það að hjónum sé heimilt að eiga lögheimili hvort á sínum stað er hagsmunamál margra, bæði einstaklinga og sveitarfélaga ef svo ber undir. Heimildir hafa fengist um slíkt á milli landa. Forseti Íslands og eiginkona hans eru t.d. ekki með sama lögheimili. Ég vil að heimildin verði almenn og valfrjáls og eigi ekki aðeins við þegar hjón starfa í hvort í sínu landinu. Það er von mín að þingsályktunartillagan verði samþykkt á þessu þingi og að frumvarp um breytinguna komi fram sem fyrst. Flutningsmenn tillögunnar eru úr öllum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi. Pólitískur ágreiningur ætti því ekki að tefja afgreiðslu málsins.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar