Að koma sér í úlfakreppu kolbeinn óttarsson proppé skrifar 1. apríl 2015 07:00 Starf þingmannsins einkennist af törnum. Á löngum tímabilum er lítið að gera og fáir í þingsal, en síðan hrúgast málin inn og langir þingfundir taka við. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur ítrekað hvatt ráðherra til að koma tímanlega fram með frumvörp. fréttablaðið/valli Gjörbylting á húsnæðiskerfinu með sérstökum styrkjum til bygginga, heildarendurskoðun á bótum og þeim ásetningi að styrkja húsnæðissamvinnufélög í sessi. Nýr tekjustofn ríkissjóðs sem er veiðigjald á fisktegund sem ekki hefur verið við lýði áður. Fyrirkomulag veiðigjalda almennt til lengri tíma þar sem sérstaklega er tekið á setningu aflahlutdeildar. Þetta eru mál sem gætu haldið þingi í hvaða ríki sem er í heiminum uppteknu um langa hríð. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ætlar Alþingi Íslendinga 20 daga til að ræða þessi mál, mál sem eru þau stærstu sem hún leggur fram á yfirstandandi þingi. Í gær rann út framlagningarfrestur á þingi, sem þýðir að leita þarf afbrigða til að leggja fram ný mál héðan í frá. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja afbrigði, en ríkisstjórnin hefur stuðning 38 þingmanna af 63. Ólíklegt er annað en að stjórnin komi að málum ef hún leitar eftir því, en fyrst og fremst er það umhugsunarvert hvers vegna mál koma jafn seint inn og raun ber vitni. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna benda margir á að skýringanna á því hve seint mál koma fram sé að leita í ágreiningi á milli flokkanna. Ekki þarf að leita langt til að sjá slíku stað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um náttúrupassa sem naut ekki stuðnings innan stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hætti við að leggja fram kvótafrumvarp og nefndi andstöðu sem helstu ástæðuna. Þar tiltók hann stjórnarflokkana sérstaklega. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ástæðu þess hve seint húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur eru fram komin sé fyrst og síðast að finna í andstöðu innan stjórnarflokkanna sjálfa. Eins og sjá má hér til hliðar hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagt mikið upp úr því að starfsáætlun þingsins haldi. Til þess þurfi ráðherrar að huga tímanlega að þeim þingmálum sem berast þinginu. Eygló lýsti því yfir við Fréttablaðið í síðustu viku að ef með þyrfti yrði haldið sumarþing. Það er þvert á starfsáætlun þingsins. Nú tekur við átakatími á þingi, þar sem stjórnin er allt í einu komin í þá stöðu að þurfa að treysta á stjórnarandstöðuna um hvernig málum háttar fyrir þingfrestun, þrátt fyrir ríflegan meirihluta sinn. Þótt slík staða sé alþekkt í störfum þingsins, verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin hafi komið sér í úlfakreppu af sjálfsdáðum. Alþingi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Gjörbylting á húsnæðiskerfinu með sérstökum styrkjum til bygginga, heildarendurskoðun á bótum og þeim ásetningi að styrkja húsnæðissamvinnufélög í sessi. Nýr tekjustofn ríkissjóðs sem er veiðigjald á fisktegund sem ekki hefur verið við lýði áður. Fyrirkomulag veiðigjalda almennt til lengri tíma þar sem sérstaklega er tekið á setningu aflahlutdeildar. Þetta eru mál sem gætu haldið þingi í hvaða ríki sem er í heiminum uppteknu um langa hríð. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ætlar Alþingi Íslendinga 20 daga til að ræða þessi mál, mál sem eru þau stærstu sem hún leggur fram á yfirstandandi þingi. Í gær rann út framlagningarfrestur á þingi, sem þýðir að leita þarf afbrigða til að leggja fram ný mál héðan í frá. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja afbrigði, en ríkisstjórnin hefur stuðning 38 þingmanna af 63. Ólíklegt er annað en að stjórnin komi að málum ef hún leitar eftir því, en fyrst og fremst er það umhugsunarvert hvers vegna mál koma jafn seint inn og raun ber vitni. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna benda margir á að skýringanna á því hve seint mál koma fram sé að leita í ágreiningi á milli flokkanna. Ekki þarf að leita langt til að sjá slíku stað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um náttúrupassa sem naut ekki stuðnings innan stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hætti við að leggja fram kvótafrumvarp og nefndi andstöðu sem helstu ástæðuna. Þar tiltók hann stjórnarflokkana sérstaklega. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ástæðu þess hve seint húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur eru fram komin sé fyrst og síðast að finna í andstöðu innan stjórnarflokkanna sjálfa. Eins og sjá má hér til hliðar hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagt mikið upp úr því að starfsáætlun þingsins haldi. Til þess þurfi ráðherrar að huga tímanlega að þeim þingmálum sem berast þinginu. Eygló lýsti því yfir við Fréttablaðið í síðustu viku að ef með þyrfti yrði haldið sumarþing. Það er þvert á starfsáætlun þingsins. Nú tekur við átakatími á þingi, þar sem stjórnin er allt í einu komin í þá stöðu að þurfa að treysta á stjórnarandstöðuna um hvernig málum háttar fyrir þingfrestun, þrátt fyrir ríflegan meirihluta sinn. Þótt slík staða sé alþekkt í störfum þingsins, verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin hafi komið sér í úlfakreppu af sjálfsdáðum.
Alþingi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira