Barack og Hillary Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. apríl 2015 07:00 Síðast þegar demókratar völdu forsetaefni var mörgu frjálslyndu flokksfólki vandi á höndum. Valið stóð milli tveggja öflugra frambjóðenda, sem hvor um sig myndi marka tímamót, næðu þeir kjöri. Þeldökkur karl atti kappi við konu. Fyrirrennararnir á forsetastóli voru allir hvítir karlar. Obama vann eftir hatramma baráttu og varð forseti. Clinton gerir nú aðra atlögu að forsetastólnum. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Obama þegar sígur á seinni hluta ferilsins. Almennt þótti hann of leiðitamur ríkjandi hagsmunaöflum og frekar daufur í stórum málum á fyrra kjörtímabilinu. Það sem af er því síðara hefur hann verið heldur líflegri. Hann fær stóran plús fyrir Kúbu. Erfitt er að spá um hvernig framtíðin mun meta feril hans. En skiptir uppruninn máli? Hefur sambúð kynþátta batnað á valdatíma forseta sem er afrískur að hálfu? Ítrekaðar útistöður lögreglu við þeldökka Bandaríkjamenn telja margir vísbendingu um afturför. Mikill meirihluti þeldökkra telur að á þá halli í réttarkerfinu almennt. Þeir fái þyngri dóma og verri meðferð í troðfullum fangelsum. Obama hafi engu breytt. Sama eigi við á fjölmörgum öðrum sviðum. Því er haldið fram að hálfafrískur forseti hafi orðið einhvers konar syndakvittun – fólk telji sig hafa gert upp við ljóta fortíð með því að treysta þeldökkum manni fyrir Hvíta húsinu. En það sé í raun lítil fórn. Embætti forseta skipti æ minna máli því stjórnmálavaldið sé ofurselt hagsmunaklíkum, sem öllu ráði í krafti peninga. Hvað sem því líður segja stuðningsmenn Obama að hann sé að taka til hendinni. Sáttargjörð vegna misréttis allt frá tímum þrælahaldsins sé í vinnslu – táknræn tilraun til að gera upp við söguna. Greinilega láti þeldökkir meira í sér heyra en áður. Það skýri athyglina, sem endurteknar misgjörðir lögreglu fá. Athyglin sýni framför, sem ekki sé sett í rétt samhengi í fréttum. Áður hafi lítið verið fjallað um slíkt. Verði Hillary Clinton fyrir valinu mun arfleifð Obama í kynþáttamálum skipta miklu máli. Takist andstæðingi hennar í forsetaslag að sannfæra kjósendur um að í sambúð kynþátta hafi ekkert þokast á tímum Obama, mun það yfirfært á hennar baráttu. Hvers vegna ætti konu þá að takast betur í jafnréttismálum? Clinton og Obama eru samherjar, sem róa á sömu atkvæðamið í eigin flokki. Báðum er talið til tekna að hún gerðist utanríkisráðherra í hans ríkisstjórn eftir að hafa beðið lægri hlut í erfiðum slag. Hún þótti sýna honum hollustu. Hann þótti sýna henni traust. Það verður því vandratað einstigi fyrir hana að stilla af fjarlægðina frá Obama. Meint mistök hans geta orðið fótakefli hennar. Meintir sigrar hans geta orðið ávinningur hennar. Það hallar á konur í Bandaríkjunum. Þær fá þriðjungi lægri laun en karlar. Þar er verk að vinna eins og í kynþáttamálum. Tvöföld ósk demókrata um sögulegar breytingar verður uppfyllt, ef hún verður eftirmaður hans. Rætist óskin mun sagan leiða í ljós hvort kyn eða hörundslitur Bandaríkjaforseta skipta miklu í hrópandi réttlætismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Síðast þegar demókratar völdu forsetaefni var mörgu frjálslyndu flokksfólki vandi á höndum. Valið stóð milli tveggja öflugra frambjóðenda, sem hvor um sig myndi marka tímamót, næðu þeir kjöri. Þeldökkur karl atti kappi við konu. Fyrirrennararnir á forsetastóli voru allir hvítir karlar. Obama vann eftir hatramma baráttu og varð forseti. Clinton gerir nú aðra atlögu að forsetastólnum. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Obama þegar sígur á seinni hluta ferilsins. Almennt þótti hann of leiðitamur ríkjandi hagsmunaöflum og frekar daufur í stórum málum á fyrra kjörtímabilinu. Það sem af er því síðara hefur hann verið heldur líflegri. Hann fær stóran plús fyrir Kúbu. Erfitt er að spá um hvernig framtíðin mun meta feril hans. En skiptir uppruninn máli? Hefur sambúð kynþátta batnað á valdatíma forseta sem er afrískur að hálfu? Ítrekaðar útistöður lögreglu við þeldökka Bandaríkjamenn telja margir vísbendingu um afturför. Mikill meirihluti þeldökkra telur að á þá halli í réttarkerfinu almennt. Þeir fái þyngri dóma og verri meðferð í troðfullum fangelsum. Obama hafi engu breytt. Sama eigi við á fjölmörgum öðrum sviðum. Því er haldið fram að hálfafrískur forseti hafi orðið einhvers konar syndakvittun – fólk telji sig hafa gert upp við ljóta fortíð með því að treysta þeldökkum manni fyrir Hvíta húsinu. En það sé í raun lítil fórn. Embætti forseta skipti æ minna máli því stjórnmálavaldið sé ofurselt hagsmunaklíkum, sem öllu ráði í krafti peninga. Hvað sem því líður segja stuðningsmenn Obama að hann sé að taka til hendinni. Sáttargjörð vegna misréttis allt frá tímum þrælahaldsins sé í vinnslu – táknræn tilraun til að gera upp við söguna. Greinilega láti þeldökkir meira í sér heyra en áður. Það skýri athyglina, sem endurteknar misgjörðir lögreglu fá. Athyglin sýni framför, sem ekki sé sett í rétt samhengi í fréttum. Áður hafi lítið verið fjallað um slíkt. Verði Hillary Clinton fyrir valinu mun arfleifð Obama í kynþáttamálum skipta miklu máli. Takist andstæðingi hennar í forsetaslag að sannfæra kjósendur um að í sambúð kynþátta hafi ekkert þokast á tímum Obama, mun það yfirfært á hennar baráttu. Hvers vegna ætti konu þá að takast betur í jafnréttismálum? Clinton og Obama eru samherjar, sem róa á sömu atkvæðamið í eigin flokki. Báðum er talið til tekna að hún gerðist utanríkisráðherra í hans ríkisstjórn eftir að hafa beðið lægri hlut í erfiðum slag. Hún þótti sýna honum hollustu. Hann þótti sýna henni traust. Það verður því vandratað einstigi fyrir hana að stilla af fjarlægðina frá Obama. Meint mistök hans geta orðið fótakefli hennar. Meintir sigrar hans geta orðið ávinningur hennar. Það hallar á konur í Bandaríkjunum. Þær fá þriðjungi lægri laun en karlar. Þar er verk að vinna eins og í kynþáttamálum. Tvöföld ósk demókrata um sögulegar breytingar verður uppfyllt, ef hún verður eftirmaður hans. Rætist óskin mun sagan leiða í ljós hvort kyn eða hörundslitur Bandaríkjaforseta skipta miklu í hrópandi réttlætismálum.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun