Engar viðræður í gangi um þinglok Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. maí 2015 07:00 Oddvitar ríkisstjórnarinnar hafa ekki borið sig eftir samningum um þinglok. vísir/valli Stjórnarmeirihlutinn hefur ekkert rætt við stjórnarandstöðuna um hvernig starfi þingsins verður háttað, en samkvæmt starfsásætlun á að fresta þingi á föstudag í næstu viku, 29. maí. Heimildarmenn Fréttablaðsins lýsa stemningunni á Alþingi sem skrítinni. Enginn viti í raun hvernig starfinu verður háttað, hvenær þinginu verði frestað eða hvað verði á dagskrá. Það vekur athygli að stjórnarmeirihlutanum virðist ekki liggja á að semja um þinglok. Margir þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, hafa bent á að ekki séu mörg stór mál sem bíði afgreiðslu. Það þurfi því ekki að vera slæm staða fyrir stjórnina að þingið sé upptekið við að ræða rammann. Stór frumvörp sem beðið hefur verið eftir hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar má nefna síðari húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, en ekki síst frumvarp um stöðugleikaskatt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur boðað að verði lagt fram fyrir þinglok. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið 21. apríl að það yrði handleggur að ljúka þingstörfum fyrir sumarið, en var þó bjartsýnn. „Já, við höfum svo oft staðið frammi fyrir því að það séu allt að 100 mál óafgreidd þegar það er jafnvel vika, tíu dagar eftir af þingstörfum. Já, já, ég held að við munum ljúka öllum okkar mikilvægustu málum.“ Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund.Fundað til 19. júní? Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund. Vilji stjórnin halda þingi áfram dugar einfaldur meirihluti. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn hefur ekkert rætt við stjórnarandstöðuna um hvernig starfi þingsins verður háttað, en samkvæmt starfsásætlun á að fresta þingi á föstudag í næstu viku, 29. maí. Heimildarmenn Fréttablaðsins lýsa stemningunni á Alþingi sem skrítinni. Enginn viti í raun hvernig starfinu verður háttað, hvenær þinginu verði frestað eða hvað verði á dagskrá. Það vekur athygli að stjórnarmeirihlutanum virðist ekki liggja á að semja um þinglok. Margir þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, hafa bent á að ekki séu mörg stór mál sem bíði afgreiðslu. Það þurfi því ekki að vera slæm staða fyrir stjórnina að þingið sé upptekið við að ræða rammann. Stór frumvörp sem beðið hefur verið eftir hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar má nefna síðari húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, en ekki síst frumvarp um stöðugleikaskatt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur boðað að verði lagt fram fyrir þinglok. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið 21. apríl að það yrði handleggur að ljúka þingstörfum fyrir sumarið, en var þó bjartsýnn. „Já, við höfum svo oft staðið frammi fyrir því að það séu allt að 100 mál óafgreidd þegar það er jafnvel vika, tíu dagar eftir af þingstörfum. Já, já, ég held að við munum ljúka öllum okkar mikilvægustu málum.“ Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund.Fundað til 19. júní? Ákveðið hefur verið að Alþingi komi saman 19. júní til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Einn möguleiki sem heimildarmenn blaðsins hafa nefnt er að þingi verði ekki frestað fyrir þann fund. Vilji stjórnin halda þingi áfram dugar einfaldur meirihluti.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira