Ný Icesave-ógn vomir yfir: Hundruð milljarða í húfi fyrir Ísland Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 19. maí 2015 07:00 Guðrún Þorleifsdóttir, formaður stjórnar TIF, segist frekar bjartsýn á niðurstöðuna. Alltaf sé þó óvissa þegar dómsmál er höfðað. Ljóst sé að Icesave sé hvergi lokið. EFTA-dómstóllinn mun taka afstöðu til þriggja spurninga varðandi það hvort sú tilhögun sem gripið var til varðandi samkomulag um Icesave standist EES-samninginn. Breski lögfræðingurinn Tim Ward hefur verið ráðinn til að fara með mál Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF), en hann var í lögmannateyminu sem sá um Icesave-málið á sínum tíma.Tim Ward er virtur breskur lögfræðingur. Hann var málflutningsmaður Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum og fyrir það valdi breska tímaritið The Lawyer hann málflutningsmann ársins árið 2013.Erfitt er að henda reiður á því hve háar fjárhæðir felast í ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga. TIF sendi frá sér tilkynningu í fyrra þar sem því var lýst yfir að kröfurnar næmu um 556 milljörðum króna. Þar af nam krafa Hollendinga 103,6 milljörðum króna. Þeir hafa nú fallið frá höfuðstólskröfu sinni, en krefjast enn vaxta og kostnaðar. Gunnar Viðar, lögmaður TIF, segir ljóst að krafan sé hærri. „Á þeim tíma voru vextir og kostnaður talin taka kröfuna upp í um 1.000 milljarða króna.“ Hæstiréttur Íslands staðfesti á dögunum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Bretum og Hollendingum yrði leyft að leggja þrjár spurningar fyrir EFTA-dómstólinn.Mikill meirihluti Alþingi samþykkti síðari Icesave-samninginn 16. febrúar árið 2011 með miklum meirihluta, en aðeins 16 þingmenn voru á móti honum. Munaði þar mestu um að Sjálfstæðisflokkurinn studdi stjórnina í málinu. Vísir/GVASpurningarnar lúta að því hvort það samræmist EES-samningnum að skuldbindingar innstæðutryggingarsjóðs takmarkist við eignirnar á þeim tíma sem innstæður verða ótiltæk innlán þótt eignirnar dugi ekki til lágmarkstryggingar, hvort heimilt sé að stofna nýja deild um innlánstryggingarsjóð eins og gert var hér á landi og hvort það hafi verið heimilt að takmarka útgreiðslu úr sjóðnum við það sem tiltækt er í honum og krefjast þess að fallið verði frá frekari kröfum. Guðrún Þorleifsdóttir, formaður stjórnar TIF, segir að alltaf sé þó óvissa þegar dómsmál er höfðað. Ljóst sé að Icesave sé hvergi lokið. „Nei, þetta er náttúrulega klárlega partur af Icesave-málinu.“ Hún segist þó tiltölulega bjartsýn á niðurstöðuna. „Það er þó alltaf ákveðin óvissa þegar búið er að höfða mál og gildandi réttur er kannski hvergi skráður hvað þessi atriði varðar nákvæmlega.“ Verði úrskurður EFTA-dómstólsins Bretum og Hollendingum í hag þurfa þeir að reka mál gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Alþingi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
EFTA-dómstóllinn mun taka afstöðu til þriggja spurninga varðandi það hvort sú tilhögun sem gripið var til varðandi samkomulag um Icesave standist EES-samninginn. Breski lögfræðingurinn Tim Ward hefur verið ráðinn til að fara með mál Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF), en hann var í lögmannateyminu sem sá um Icesave-málið á sínum tíma.Tim Ward er virtur breskur lögfræðingur. Hann var málflutningsmaður Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum og fyrir það valdi breska tímaritið The Lawyer hann málflutningsmann ársins árið 2013.Erfitt er að henda reiður á því hve háar fjárhæðir felast í ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga. TIF sendi frá sér tilkynningu í fyrra þar sem því var lýst yfir að kröfurnar næmu um 556 milljörðum króna. Þar af nam krafa Hollendinga 103,6 milljörðum króna. Þeir hafa nú fallið frá höfuðstólskröfu sinni, en krefjast enn vaxta og kostnaðar. Gunnar Viðar, lögmaður TIF, segir ljóst að krafan sé hærri. „Á þeim tíma voru vextir og kostnaður talin taka kröfuna upp í um 1.000 milljarða króna.“ Hæstiréttur Íslands staðfesti á dögunum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Bretum og Hollendingum yrði leyft að leggja þrjár spurningar fyrir EFTA-dómstólinn.Mikill meirihluti Alþingi samþykkti síðari Icesave-samninginn 16. febrúar árið 2011 með miklum meirihluta, en aðeins 16 þingmenn voru á móti honum. Munaði þar mestu um að Sjálfstæðisflokkurinn studdi stjórnina í málinu. Vísir/GVASpurningarnar lúta að því hvort það samræmist EES-samningnum að skuldbindingar innstæðutryggingarsjóðs takmarkist við eignirnar á þeim tíma sem innstæður verða ótiltæk innlán þótt eignirnar dugi ekki til lágmarkstryggingar, hvort heimilt sé að stofna nýja deild um innlánstryggingarsjóð eins og gert var hér á landi og hvort það hafi verið heimilt að takmarka útgreiðslu úr sjóðnum við það sem tiltækt er í honum og krefjast þess að fallið verði frá frekari kröfum. Guðrún Þorleifsdóttir, formaður stjórnar TIF, segir að alltaf sé þó óvissa þegar dómsmál er höfðað. Ljóst sé að Icesave sé hvergi lokið. „Nei, þetta er náttúrulega klárlega partur af Icesave-málinu.“ Hún segist þó tiltölulega bjartsýn á niðurstöðuna. „Það er þó alltaf ákveðin óvissa þegar búið er að höfða mál og gildandi réttur er kannski hvergi skráður hvað þessi atriði varðar nákvæmlega.“ Verði úrskurður EFTA-dómstólsins Bretum og Hollendingum í hag þurfa þeir að reka mál gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Alþingi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira