Stál í stál á Alþingi Kolbeinn Óttarson Proppé skrifar 21. maí 2015 07:00 Katrín Júlíusdóttir Að segja að óvissa ríki um þinglok er eins og að standa í miðju kríuvarpi með ótal sár á höfðinu og fullyrða að krían sé á engan hátt árásargjarn fugl þegar kemur að því að verja varpið sitt. Það segir sitt um ástandið að samkvæmt dagskrá áttu þingstörf í gær að hefjast klukkan 10 á umræðum um störf þingsins og í kjölfarið að koma sérstök umræða um húsnæðismál. Fyrsti dagskrárliðurinn hófst klukkan 15.08. Og talandi um áætlun, samkvæmt starfsáætlun á að fresta þingi eftir rúma viku, föstudaginn 29. maí. Það þarf töluverða glámskyggni til að sjá að ekki mun takast að afgreiða öll mál sem fyrir þinginu liggja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin hefur lagt fram 118 frumvörp á yfirstandandi þingi. Af þeim hafa 42 verið samþykkt sem lög, en 72 eru enn óafgreidd á ýmsum stigum.Sprengja í þingið Hafi menn haft vonir um að það tækist að ljúka þingstörfum í friði og spekt urðu þær að engu þegar breytingartilllaga atvinnuveganefndar varðandi Rammann leit dagsins ljós. Með tillögunni tókst að sameina stjórnarandstöðuna þannig að nú vinnur hún sem einn maður. „Við fáum eina umræðu til að ræða þessar miklu breytingar á Rammanum. Á sama tíma eru stjórnarflokkarnir að boða breytingar á málinu. Þetta eru vond vinnubrögð ofan á enn verri vinnubrögð,“ segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Jón Gunnarsson„Við munum mótmæla þessum vinnubrögðum og sameinuð berjumst við í stjórnarandstöðunni gegn þessum tillögum eins lengi og með þarf. Þó vonum við að menn sjái að sér og dragi þessar breytingatillögur til baka og haldi sig við upphaflega tillögu ráðherra og láti verkefnisstjórn rammaáætlunar um að sinna sínum lögbundna faglega ferli.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að málið snúist ekki um form heldur efni. „Það liggur alveg fyrir að það er grundvallarágreiningur um hvert skal stefna í nýtingu á orkuauðlindum okkar. Það er fólk hér á Alþingi sem hefur engan áhuga á að halda áfram virkjanaframkvæmdum, á meðan aðrir telja það nauðsynlegan þátt til að efla íslenskt samfélag og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk að það verði haldið áfram á þessum vettvangi. Til þess er horft öfundaraugum til okkar um allan heim, þeirra tækifæra sem fyrir okkur liggja.“ Og spurður um hvort það komi til greina að gefa eftir til að liðka fyrir þinglokum, svarar hann: „Það hefur nú þegar verið dreginn til baka umdeildasti virkjanakosturinn í þessu af okkar hálfu sem er Hagavatnsvirkjun. Það virðist ekki hafa nein áhrif á þeirra málflutning og virðist ekki skipta þau neinu máli. Þannig að ég veit ekkert hversu langt þarf að ganga til að semja við þau um þessi mál. En á þessari stundu, þá sýnist mér ekkert annað vera í spilunum hér annað en að við ljúkum málum með þessum hætti og meirihluti þingsins fái að taka sína ákvörðun, eins og gerðist hér á síðasta kjörtímabili þegar þau voru með algjörlega sambærilega tillögu inni í þinginu.“ Allt í lás Á meðan ekki semst um Rammann virðist því ljóst að allt er botnfrosið. Fjöldi stórra mála bíður, Bankasýslan, makríllinn, samgönguáætlun, ívilnanir til nýfjárfestinga, lyfjalög, meðferð sakamála og lögreglulög, almannatryggingar, fjárfestingasamningur við Thorsil um kísilverksmiðju, opinber fjármál, staðgöngumæðrun, tekjustofnar sveitarfélaga, Fiskistofa og svo mætti lengi telja, enda málin mörg. Alþingi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Að segja að óvissa ríki um þinglok er eins og að standa í miðju kríuvarpi með ótal sár á höfðinu og fullyrða að krían sé á engan hátt árásargjarn fugl þegar kemur að því að verja varpið sitt. Það segir sitt um ástandið að samkvæmt dagskrá áttu þingstörf í gær að hefjast klukkan 10 á umræðum um störf þingsins og í kjölfarið að koma sérstök umræða um húsnæðismál. Fyrsti dagskrárliðurinn hófst klukkan 15.08. Og talandi um áætlun, samkvæmt starfsáætlun á að fresta þingi eftir rúma viku, föstudaginn 29. maí. Það þarf töluverða glámskyggni til að sjá að ekki mun takast að afgreiða öll mál sem fyrir þinginu liggja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin hefur lagt fram 118 frumvörp á yfirstandandi þingi. Af þeim hafa 42 verið samþykkt sem lög, en 72 eru enn óafgreidd á ýmsum stigum.Sprengja í þingið Hafi menn haft vonir um að það tækist að ljúka þingstörfum í friði og spekt urðu þær að engu þegar breytingartilllaga atvinnuveganefndar varðandi Rammann leit dagsins ljós. Með tillögunni tókst að sameina stjórnarandstöðuna þannig að nú vinnur hún sem einn maður. „Við fáum eina umræðu til að ræða þessar miklu breytingar á Rammanum. Á sama tíma eru stjórnarflokkarnir að boða breytingar á málinu. Þetta eru vond vinnubrögð ofan á enn verri vinnubrögð,“ segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Jón Gunnarsson„Við munum mótmæla þessum vinnubrögðum og sameinuð berjumst við í stjórnarandstöðunni gegn þessum tillögum eins lengi og með þarf. Þó vonum við að menn sjái að sér og dragi þessar breytingatillögur til baka og haldi sig við upphaflega tillögu ráðherra og láti verkefnisstjórn rammaáætlunar um að sinna sínum lögbundna faglega ferli.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að málið snúist ekki um form heldur efni. „Það liggur alveg fyrir að það er grundvallarágreiningur um hvert skal stefna í nýtingu á orkuauðlindum okkar. Það er fólk hér á Alþingi sem hefur engan áhuga á að halda áfram virkjanaframkvæmdum, á meðan aðrir telja það nauðsynlegan þátt til að efla íslenskt samfélag og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk að það verði haldið áfram á þessum vettvangi. Til þess er horft öfundaraugum til okkar um allan heim, þeirra tækifæra sem fyrir okkur liggja.“ Og spurður um hvort það komi til greina að gefa eftir til að liðka fyrir þinglokum, svarar hann: „Það hefur nú þegar verið dreginn til baka umdeildasti virkjanakosturinn í þessu af okkar hálfu sem er Hagavatnsvirkjun. Það virðist ekki hafa nein áhrif á þeirra málflutning og virðist ekki skipta þau neinu máli. Þannig að ég veit ekkert hversu langt þarf að ganga til að semja við þau um þessi mál. En á þessari stundu, þá sýnist mér ekkert annað vera í spilunum hér annað en að við ljúkum málum með þessum hætti og meirihluti þingsins fái að taka sína ákvörðun, eins og gerðist hér á síðasta kjörtímabili þegar þau voru með algjörlega sambærilega tillögu inni í þinginu.“ Allt í lás Á meðan ekki semst um Rammann virðist því ljóst að allt er botnfrosið. Fjöldi stórra mála bíður, Bankasýslan, makríllinn, samgönguáætlun, ívilnanir til nýfjárfestinga, lyfjalög, meðferð sakamála og lögreglulög, almannatryggingar, fjárfestingasamningur við Thorsil um kísilverksmiðju, opinber fjármál, staðgöngumæðrun, tekjustofnar sveitarfélaga, Fiskistofa og svo mætti lengi telja, enda málin mörg.
Alþingi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira