Hundrað marka maðurinn hvergi nærri hættur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2015 06:30 Hundrað marka maður. Atli Viðar Björnsson stal sviðsljósinu í 4. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta þegar hann skoraði sitt annað mark á tímabilnu og þar með sitt hundraðasta mark í efstu deild í 4-1 sigri á ÍA á Kaplakrika á miðvikudagskvöldið. Fréttablaðið/Ernir Atli Viðar Björnsson náði merkum áfanga í fyrradag þegar hann kom FH 1-0 yfir gegn ÍA í Kaplakrika með skalla eftir fyrirgjöf Jóns Ragnars Jónssonar. Þetta var mark númer 100 hjá Atla Viðari í efstu deild á Íslandi en hann er sá fjórði sem nær þessum áfanga á eftir Tryggva Guðmundssyni, Inga Birni Albertssyni og Guðmundi Steinssyni. „Nei, ég hef ekki hugsað mikið um þetta en þetta kom upp í hugann annað slagið,“ sagði Atli þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. „Fólkið í kringum mig minnti mig samt reglulega á að þetta væri handan við hornið. Það var gaman að ná þessu fljótt og nú er bara að halda áfram og finna sér eitthvað nýtt til að horfa til.“ Fyrir tímabilið var Atli kominn með 98 mörk og því voru allar líkur á að metið félli í sumar. Hann skoraði mark númer 99 í 2-0 sigrinum á Keflavík 10. maí og rauf svo 100 marka múrinn í gær eins og áður sagði.Ferilinn gæti endað á morgun Atli segist ekki vera með nein markmið um hversu hátt hann ætlar að komast á markalistanum en hann þarf aðeins tvö mörk til að komast upp fyrir Guðmund Steinsson. Lengra er í Tryggva og Inga Björn sem skoruðu 131 og 126 mörk á sínum tíma. „Ég hef enga skoðun á því. Ég hef alltaf sagt það og hugsað þannig að ferillinn gæti verið búinn á morgun. Ég er ekki að setja mér markmið langt fram í tímann en meðan ég er við góða heilsu og hef gaman af því að spila get ég vonandi gert gagn fyrir FH og skorað nokkur mörk,“ sagði Atli sem hefur skorað öll 100 mörkin í búningi FH. Framherjinn gekk í raðir Fimleikafélagsins frá Dalvík fyrir tímabilið 2001 sem var hans fyrsta í efstu deild. Þá gerði hann þrjú mörk í fyrstu tíu deildarleikjunum áður en hann sleit krossbönd í leik gegn ÍBV í lok júlí og missti af restinni af tímabilinu. Atli sleit krossbönd öðru sinni 2006 og árið eftir var hann lánaður til 1. deildarliðs Fjölnis þar sem hann skoraði 14 mörk í 17 deildarleikjum. Hann sneri aftur til FH eftir tímabilið og það var fyrst þá sem markastíflan brast fyrir alvöru. Atli segir að Heimir Guðjónsson hafi breytt miklu þar um.Atli á ferðinni gegn Keflavík í sumar.vísir/ernirFékk traustið hjá Heimi „Þegar Heimir tók við eftir tímabilið 2007 ákvað hann að ég fengi tækifæri sem fremsti maður. Árin á undan var ég búinn að spila á hægri kantinum og skoraði eðlilega ekki eins mikið. Þá var Allan Borgvardt, sem er einn besti framherji sem hefur spilað í deildinni síðustu árin, líka í FH og það var kannski ekki alltaf pláss í framlínunni.“ Sumarið 2008 skoraði Atli, þá 28 ára, í fyrsta sinn meira en tíu mörk í efstu deild. Hann byggði ofan á þann árangur en á síðustu sjö tímabilum hefur hann fimm sinnum skorað yfir tíu mörk í deildinni. Frá 2008 hefur Dalvíkingurinn skorað 77 mörk í 132 deildarleikjum, eða 0,58 mörk að meðaltali í leik sem er frábær árangur. En hugsar hann einhvern tímann um hvað hann gæti verið kominn með mörg mörk ef hann hefði sloppið betur við meiðsli snemma á ferlinum? „Nei, aldrei nokkurn tímann. Ég velti mér ekkert upp úr því og er alveg heiðarlegur með það,“ sagði Atli ákveðinn. Framherjinn varð 35 ára fyrr á árinu og það er því farið að síga á seinni hlutann á ferlinum. En hvað telur Atli að hann eigi mörg ár eftir í boltanum? „Ég hef ekki hugmynd um það. En meðan heilsan er góð og mér finnst ég vera að skila einhverju til liðsins held ég áfram,“ sagði 100 marka maðurinn Atli Viðar Björnsson að lokum.Fimm uppáhaldsmörk Atla Viðars FH 2-0 KR. Kaplakriki, 27. maí 2001 „Fyrsta markið sem kemur upp í hugann. Mitt fyrsta mark í efstu deild.“FH 3-2 Keflavík. Kaplakriki, 21. september 2008 „Sigurmark á lokamínútunni í stórleik í næstsíðustu umferð. Sérstaklega eftirminnilegt. Við tryggðum okkur svo titilinn í lokaumferðinni.“Valur 0-5 FH. Vodafone-völlurinn, 2. júlí 2009 „Skemmtilegt mark í skemmtilegum leik. Tók hann með mér á kassann og vippaði honum í fjærhornið.“FH 4-0 Stjarnan. Kaplakriki, 28. september 2013 „Seinna markið í þessum leik í lokaumferð deildarinnar sem tryggði mér minn fyrsta og eina gullskó.“FH 4-1 ÍA. Kaplakriki, 20. maí 2015 „Hundraðasta markið í efstu deild.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 4-1 | Enn hefur FH hreðjartak á ÍA FH lagði ÍA 4-1 á heimavelli sínum í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. FH var 2-0 yfir í hálfleik. 20. maí 2015 12:24 Hundrað marka maðurinn Atli Viðar | Sjáðu markasyrpuna Atli Viðar Björnsson náði merkilegum áfanga í gær þegar hann skoraði sitt 100. mark í efstu deild. 21. maí 2015 13:00 Uppbótartíminn: Atli Viðar í 100 marka klúbbinn | Myndbönd Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 21. maí 2015 00:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Atli Viðar Björnsson náði merkum áfanga í fyrradag þegar hann kom FH 1-0 yfir gegn ÍA í Kaplakrika með skalla eftir fyrirgjöf Jóns Ragnars Jónssonar. Þetta var mark númer 100 hjá Atla Viðari í efstu deild á Íslandi en hann er sá fjórði sem nær þessum áfanga á eftir Tryggva Guðmundssyni, Inga Birni Albertssyni og Guðmundi Steinssyni. „Nei, ég hef ekki hugsað mikið um þetta en þetta kom upp í hugann annað slagið,“ sagði Atli þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. „Fólkið í kringum mig minnti mig samt reglulega á að þetta væri handan við hornið. Það var gaman að ná þessu fljótt og nú er bara að halda áfram og finna sér eitthvað nýtt til að horfa til.“ Fyrir tímabilið var Atli kominn með 98 mörk og því voru allar líkur á að metið félli í sumar. Hann skoraði mark númer 99 í 2-0 sigrinum á Keflavík 10. maí og rauf svo 100 marka múrinn í gær eins og áður sagði.Ferilinn gæti endað á morgun Atli segist ekki vera með nein markmið um hversu hátt hann ætlar að komast á markalistanum en hann þarf aðeins tvö mörk til að komast upp fyrir Guðmund Steinsson. Lengra er í Tryggva og Inga Björn sem skoruðu 131 og 126 mörk á sínum tíma. „Ég hef enga skoðun á því. Ég hef alltaf sagt það og hugsað þannig að ferillinn gæti verið búinn á morgun. Ég er ekki að setja mér markmið langt fram í tímann en meðan ég er við góða heilsu og hef gaman af því að spila get ég vonandi gert gagn fyrir FH og skorað nokkur mörk,“ sagði Atli sem hefur skorað öll 100 mörkin í búningi FH. Framherjinn gekk í raðir Fimleikafélagsins frá Dalvík fyrir tímabilið 2001 sem var hans fyrsta í efstu deild. Þá gerði hann þrjú mörk í fyrstu tíu deildarleikjunum áður en hann sleit krossbönd í leik gegn ÍBV í lok júlí og missti af restinni af tímabilinu. Atli sleit krossbönd öðru sinni 2006 og árið eftir var hann lánaður til 1. deildarliðs Fjölnis þar sem hann skoraði 14 mörk í 17 deildarleikjum. Hann sneri aftur til FH eftir tímabilið og það var fyrst þá sem markastíflan brast fyrir alvöru. Atli segir að Heimir Guðjónsson hafi breytt miklu þar um.Atli á ferðinni gegn Keflavík í sumar.vísir/ernirFékk traustið hjá Heimi „Þegar Heimir tók við eftir tímabilið 2007 ákvað hann að ég fengi tækifæri sem fremsti maður. Árin á undan var ég búinn að spila á hægri kantinum og skoraði eðlilega ekki eins mikið. Þá var Allan Borgvardt, sem er einn besti framherji sem hefur spilað í deildinni síðustu árin, líka í FH og það var kannski ekki alltaf pláss í framlínunni.“ Sumarið 2008 skoraði Atli, þá 28 ára, í fyrsta sinn meira en tíu mörk í efstu deild. Hann byggði ofan á þann árangur en á síðustu sjö tímabilum hefur hann fimm sinnum skorað yfir tíu mörk í deildinni. Frá 2008 hefur Dalvíkingurinn skorað 77 mörk í 132 deildarleikjum, eða 0,58 mörk að meðaltali í leik sem er frábær árangur. En hugsar hann einhvern tímann um hvað hann gæti verið kominn með mörg mörk ef hann hefði sloppið betur við meiðsli snemma á ferlinum? „Nei, aldrei nokkurn tímann. Ég velti mér ekkert upp úr því og er alveg heiðarlegur með það,“ sagði Atli ákveðinn. Framherjinn varð 35 ára fyrr á árinu og það er því farið að síga á seinni hlutann á ferlinum. En hvað telur Atli að hann eigi mörg ár eftir í boltanum? „Ég hef ekki hugmynd um það. En meðan heilsan er góð og mér finnst ég vera að skila einhverju til liðsins held ég áfram,“ sagði 100 marka maðurinn Atli Viðar Björnsson að lokum.Fimm uppáhaldsmörk Atla Viðars FH 2-0 KR. Kaplakriki, 27. maí 2001 „Fyrsta markið sem kemur upp í hugann. Mitt fyrsta mark í efstu deild.“FH 3-2 Keflavík. Kaplakriki, 21. september 2008 „Sigurmark á lokamínútunni í stórleik í næstsíðustu umferð. Sérstaklega eftirminnilegt. Við tryggðum okkur svo titilinn í lokaumferðinni.“Valur 0-5 FH. Vodafone-völlurinn, 2. júlí 2009 „Skemmtilegt mark í skemmtilegum leik. Tók hann með mér á kassann og vippaði honum í fjærhornið.“FH 4-0 Stjarnan. Kaplakriki, 28. september 2013 „Seinna markið í þessum leik í lokaumferð deildarinnar sem tryggði mér minn fyrsta og eina gullskó.“FH 4-1 ÍA. Kaplakriki, 20. maí 2015 „Hundraðasta markið í efstu deild.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 4-1 | Enn hefur FH hreðjartak á ÍA FH lagði ÍA 4-1 á heimavelli sínum í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. FH var 2-0 yfir í hálfleik. 20. maí 2015 12:24 Hundrað marka maðurinn Atli Viðar | Sjáðu markasyrpuna Atli Viðar Björnsson náði merkilegum áfanga í gær þegar hann skoraði sitt 100. mark í efstu deild. 21. maí 2015 13:00 Uppbótartíminn: Atli Viðar í 100 marka klúbbinn | Myndbönd Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 21. maí 2015 00:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 4-1 | Enn hefur FH hreðjartak á ÍA FH lagði ÍA 4-1 á heimavelli sínum í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. FH var 2-0 yfir í hálfleik. 20. maí 2015 12:24
Hundrað marka maðurinn Atli Viðar | Sjáðu markasyrpuna Atli Viðar Björnsson náði merkilegum áfanga í gær þegar hann skoraði sitt 100. mark í efstu deild. 21. maí 2015 13:00
Uppbótartíminn: Atli Viðar í 100 marka klúbbinn | Myndbönd Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 21. maí 2015 00:01