Dagurinn hans Doumbia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 08:00 Hjörvar býst við miklu af þeim Ólafi Karli Finsen hjá Stjörnunni og Kassim Doumbia hjá FH í leiknum í kvöld. Vísir/Daníel „Leikir þessara tveggja liða í fyrra fara í sögubækurnar. Atvik sem lítið var talað um í fyrri leiknum var mark Stjörnunnar sem var dæmt inni. Ég er ekki enn þá sannfærður um að sá bolti hafi verið inni. Svo er þessi lygilegi fótboltaleikur 4. október þegar úrslitin réðust,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, um leikinn í kvöld þegar Stjarnan og FH mætast að nýju. Stjarnan tók Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan nefið á FH-ingum á þeirra eigin heimavelli og sá leikur hafði mikil eftirmál. FH-ingar fóru ekki vel út úr því hvað varðar sektir, leikbönn og annað en núna er komið að hefndarstund. „Það eykur líka á dramatíkina og spennuna í kringum þennan leik að Doumbia er að fara að spila sinn fyrsta leik og það á eitthvað eftir að gerast í kringum Doumbia í þessum leik,“ segir Hjörvar en hann spáir því að Doumbia komi inn eftir fjögurra leikja bann. „Ef við skoðum leikjadagskrána þá er þetta fyrsta stóra prófið fyrir Stjörnuliðið,“ segir Hjörvar. Eftir tvo jafnteflisleiki í röð býst Hjörvar við því að Veigar Páll Gunnarsson komi inn í byrjunarliðið á kostnað Arnars Más Björgvinsson og að Halldór Orri Björnsson fari fyrir vikið framar á völlinn. „Halldór Orri þarf að spila ofar á vellinum að mínu mati. Mér finnst Pablo Punyed vera algjör lykilmaður í þessu liði og myndi alltaf vilja hafa hann í liðinu,“ segir Hjörvar. „Ég held að FH-liðið hafi fundið taktinn í síðasta leik og það sem sameinaði þá var einhver smáfrétt um Bjarna Þór Viðarsson. Það var mikill samhugur í FH-liðinu og FH-ingar hefðu alveg eins getað unnið Skagamenn 7-1 eins og 4-1,“ segir Hjörvar. „Það er bara tímaspursmál hvenær kviknar á leikmanni eins og Steven Lennon. Þeir bræður, Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir, mynda líka óheyrilega öflugt tvíeyki á miðsvæðinu. Ég held að Heimir hafi fundið liðið sitt í síðasta leik og að hann sé sáttur við það,“ segir Hjörvar. „Stjarnan hefur ekki tapað fótboltaleik á Íslandsmóti síðan 2013 og það er erfitt að spá þeim tapi. Maður heldur alltaf að þeir séu að fara að tapa en alltaf lengist biðin. Ef eitthvað lið er að fara að vinna þá þá eru það Hafnfirðingarnir,“ segir Hjörvar. „Það eru svo margir leikmenn í þessum báðum liðum sem geta gert út um leikinn. Í Stjörnunni eru það Ólafur Karl, Veigar Páll, Jeppe og Halldór Orri en hjá FH ertu með Atla Viðar Björnsson, Atla Guðnason og Steven Lennon,“ segir Hjörvar. „Þrátt fyrir alla snillingana þá er eitthvað sem segir mér að Doumbia verði í aðalhlutverki. Doumbia er búinn að bíða eftir þessum degi síðan 4. október. Hann á eftir að skora sigurmarkið eða fá rautt spjald því þetta verður aldrei einhver meðalleikur hjá honum. Hann verður annaðhvort stórkostlegur eða slakur og mun hafa afgerandi áhrif á útkomuna,“ segir Hjörvar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
„Leikir þessara tveggja liða í fyrra fara í sögubækurnar. Atvik sem lítið var talað um í fyrri leiknum var mark Stjörnunnar sem var dæmt inni. Ég er ekki enn þá sannfærður um að sá bolti hafi verið inni. Svo er þessi lygilegi fótboltaleikur 4. október þegar úrslitin réðust,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, um leikinn í kvöld þegar Stjarnan og FH mætast að nýju. Stjarnan tók Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan nefið á FH-ingum á þeirra eigin heimavelli og sá leikur hafði mikil eftirmál. FH-ingar fóru ekki vel út úr því hvað varðar sektir, leikbönn og annað en núna er komið að hefndarstund. „Það eykur líka á dramatíkina og spennuna í kringum þennan leik að Doumbia er að fara að spila sinn fyrsta leik og það á eitthvað eftir að gerast í kringum Doumbia í þessum leik,“ segir Hjörvar en hann spáir því að Doumbia komi inn eftir fjögurra leikja bann. „Ef við skoðum leikjadagskrána þá er þetta fyrsta stóra prófið fyrir Stjörnuliðið,“ segir Hjörvar. Eftir tvo jafnteflisleiki í röð býst Hjörvar við því að Veigar Páll Gunnarsson komi inn í byrjunarliðið á kostnað Arnars Más Björgvinsson og að Halldór Orri Björnsson fari fyrir vikið framar á völlinn. „Halldór Orri þarf að spila ofar á vellinum að mínu mati. Mér finnst Pablo Punyed vera algjör lykilmaður í þessu liði og myndi alltaf vilja hafa hann í liðinu,“ segir Hjörvar. „Ég held að FH-liðið hafi fundið taktinn í síðasta leik og það sem sameinaði þá var einhver smáfrétt um Bjarna Þór Viðarsson. Það var mikill samhugur í FH-liðinu og FH-ingar hefðu alveg eins getað unnið Skagamenn 7-1 eins og 4-1,“ segir Hjörvar. „Það er bara tímaspursmál hvenær kviknar á leikmanni eins og Steven Lennon. Þeir bræður, Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir, mynda líka óheyrilega öflugt tvíeyki á miðsvæðinu. Ég held að Heimir hafi fundið liðið sitt í síðasta leik og að hann sé sáttur við það,“ segir Hjörvar. „Stjarnan hefur ekki tapað fótboltaleik á Íslandsmóti síðan 2013 og það er erfitt að spá þeim tapi. Maður heldur alltaf að þeir séu að fara að tapa en alltaf lengist biðin. Ef eitthvað lið er að fara að vinna þá þá eru það Hafnfirðingarnir,“ segir Hjörvar. „Það eru svo margir leikmenn í þessum báðum liðum sem geta gert út um leikinn. Í Stjörnunni eru það Ólafur Karl, Veigar Páll, Jeppe og Halldór Orri en hjá FH ertu með Atla Viðar Björnsson, Atla Guðnason og Steven Lennon,“ segir Hjörvar. „Þrátt fyrir alla snillingana þá er eitthvað sem segir mér að Doumbia verði í aðalhlutverki. Doumbia er búinn að bíða eftir þessum degi síðan 4. október. Hann á eftir að skora sigurmarkið eða fá rautt spjald því þetta verður aldrei einhver meðalleikur hjá honum. Hann verður annaðhvort stórkostlegur eða slakur og mun hafa afgerandi áhrif á útkomuna,“ segir Hjörvar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira