Slátrurum og bændum haldið í gíslingu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2015 07:00 Jón Björnsson segir skort á nautakjöti leggja rekstur hamborgarastaða í rúst. Fréttablaðið/GVA Jón Björnsson Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, og Jón Björnsson, forstjóri Festar, segja mikinn skort á nautakjöti í verslunum fyrirtækjanna. Hið sama kemur fram í fréttatilkynningu sem Hagar sendu frá sér á fimmtudag. Samkaup rekur verslanir Samkaupa Úrvals, Samkaupa Strax, Nettó og Kaskó, Festi rekur verslanir Krónunnar, Kjarvals og Nóatúns og Hagar reka verslanir Bónuss og Hagkaups. Ómar segir ástandið í verslunum almennt ágætt. Nóg sé til af lambi, svíni og frosnum kjúklingi en skortur sé á nautakjöti. „Okkur hefur gengið vel að halda uppi framboði. Við höfum nýtt okkur aðrar lausnir, til dæmis með því að bjóða upp á meiri kalkún,“ segir Ómar. Hljóðið er þyngra í Jóni Björnssyni. „Ég held það sé komið gott af nautakjötsskorti. Það er til nóg af kjúklingi, svíni og lambi en engir hamborgarar og þar er opinber stofnun að halda fyrirtækjum í gíslingu, ekki okkar fyrirtæki heldur kjötvinnslum og nautgripabændum. Það er svakalegt að opinber stofnun haldi þeim í gíslingu,“ segir Jón og vísar til verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Jón segir verslanir Festar ekki geta leyst út hinar ýmsu vörur af hafnarbakkanum vegna verkfallsins og að nú séu einhverjar þeirra farnar að skemmast. „Þá erum við komin í matarsóun sem er af völdum hins opinbera,“ segir Jón sem spyr hvort það sé virkilega nauðsyn að fá vottun íslenskra dýralækna til viðbótar við vottun dýralæknis frá upprunalandi vörunnar. „Verslunin er í mun betra ástandi en sumir veitingastaðir. Ef þú ert að reka hamborgarastað færðu enga hamborgara, þá er bara verið að leggja bisnessinn þinn í rúst,“ segir hann. Jón segist ánægður með nýja kjarasamninga. Hann sé sáttur við að samningar séu til lengri tíma því þá er auðveldara að taka ákvarðanir um fjárfestingar. Ómar er einnig sáttur við lengd samninga. „Það er ljóst að það verður mikil áskorun að takast á við þann kostnað sem fylgir hærri launum en á móti kemur að þetta eru samningar til langs tíma, það gefur fyrirtækjum séns á að vinna úr stöðunni á löngum tíma,“ segir Ómar um samningana. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Jón Björnsson Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, og Jón Björnsson, forstjóri Festar, segja mikinn skort á nautakjöti í verslunum fyrirtækjanna. Hið sama kemur fram í fréttatilkynningu sem Hagar sendu frá sér á fimmtudag. Samkaup rekur verslanir Samkaupa Úrvals, Samkaupa Strax, Nettó og Kaskó, Festi rekur verslanir Krónunnar, Kjarvals og Nóatúns og Hagar reka verslanir Bónuss og Hagkaups. Ómar segir ástandið í verslunum almennt ágætt. Nóg sé til af lambi, svíni og frosnum kjúklingi en skortur sé á nautakjöti. „Okkur hefur gengið vel að halda uppi framboði. Við höfum nýtt okkur aðrar lausnir, til dæmis með því að bjóða upp á meiri kalkún,“ segir Ómar. Hljóðið er þyngra í Jóni Björnssyni. „Ég held það sé komið gott af nautakjötsskorti. Það er til nóg af kjúklingi, svíni og lambi en engir hamborgarar og þar er opinber stofnun að halda fyrirtækjum í gíslingu, ekki okkar fyrirtæki heldur kjötvinnslum og nautgripabændum. Það er svakalegt að opinber stofnun haldi þeim í gíslingu,“ segir Jón og vísar til verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Jón segir verslanir Festar ekki geta leyst út hinar ýmsu vörur af hafnarbakkanum vegna verkfallsins og að nú séu einhverjar þeirra farnar að skemmast. „Þá erum við komin í matarsóun sem er af völdum hins opinbera,“ segir Jón sem spyr hvort það sé virkilega nauðsyn að fá vottun íslenskra dýralækna til viðbótar við vottun dýralæknis frá upprunalandi vörunnar. „Verslunin er í mun betra ástandi en sumir veitingastaðir. Ef þú ert að reka hamborgarastað færðu enga hamborgara, þá er bara verið að leggja bisnessinn þinn í rúst,“ segir hann. Jón segist ánægður með nýja kjarasamninga. Hann sé sáttur við að samningar séu til lengri tíma því þá er auðveldara að taka ákvarðanir um fjárfestingar. Ómar er einnig sáttur við lengd samninga. „Það er ljóst að það verður mikil áskorun að takast á við þann kostnað sem fylgir hærri launum en á móti kemur að þetta eru samningar til langs tíma, það gefur fyrirtækjum séns á að vinna úr stöðunni á löngum tíma,“ segir Ómar um samningana.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira