Lýðræði í spennitreyju Stefán Jón Hafstein skrifar 11. júní 2015 07:00 Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust. Þetta er eitur í beinum þeirra sem halda að „fulltrúalýðræði“ og „þingræði“ hafi verið endastöðin á langri þróun til valdeflingar almennings. Kemur þá til skjalanna bænaskrá til forseta Íslands sem meira en 50 þúsund manns hafa undirritað þar sem farið er fram á að hann stöðvi áform um svokallað makrílfrumvarp, komi til þess, og leyfi þjóðinni að hafa síðasta orðið. Náðarsamlegast. Við þurfum bænaskrá af því að við erum með úrelta stjórnarskrá. Stjórnarskráin lýsir hugmyndafræði 19. aldar sem var yfirfærð í bráðabirgðaskjal við lýðveldisstofnun 1944 og átti alltaf að endurskoða við fyrsta tækifæri. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að almenningur geti risið upp gegn „fulltrúalýðræðinu“ nema á fjögurra ára fresti. En hún gerir ráð fyrir „öryggisventli“ sem var alveg prýðileg lausn – fyrir 60 árum. Sá ventill er forseti Íslands sem á að bera skynbragð á það hvenær myndast hefur svo breið „gjá milli þings og þjóðar” að vísa verði málum beint til fólksins. Þess vegna hafa 50 þúsund manns látið sig hafa það að skrifa undir bænaskjal í 19. aldar stíl vegna þess að önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Engar reglur kveða á um það hvernig forseti fer með þessar bænir. Ef hann bænheyrir þá yfirleitt.Valdið til fólksins Ég skrifaði um það í ritgerð fyrir réttum tíu árum að svarið við auðræðistilhneigingum þeirra tíma væri lýðræðisvæðing. Ég sagði að fáránlegt væri að valdið til að skjóta málum til þjóðarinnar væri á hendi eins manns á Bessastöðum, þegar nær væri að fólkið sjálft gæti tekið sér það vald að kjósa um álitamál þegar svo ber við að horfa. Stjórnlagaráð var alveg sammála og í tillögum þess er einmitt gert ráð fyrir slíku samkvæmt reglum. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ganga eigi lengra og leyfa almannasamtökum að leggja mál fyrir þjóðþingið, svo sem í formi þingsályktunartillögu, þjóðkjörnir fulltrúar ákveði síðan sjálfir hvernig þeir fara með og hafa þá trúnað við almenning að veði. Við núverandi aðstæður gætum við til dæmis hugsað okkur að samtök sem vilja berjast gegn Evrópusambandsaðild safni undirskriftum við tiltekna tillögu sem Alþingi yrði að taka til afgreiðslu. Eða, samtök sem vilja fara öfuga leið. Manni heyrist stundum að talsmenn 19. aldar vinnubragða sem halda því fram að „stjórnarskráin hafi staðist álagið“ séu hræddir um að pöpullinn fari að svalla með lýðræðið. Betra sé að málskotsrétturinn sé sveipaður „dulúð“ forsetaembættisins og „þjóðkjörnir fulltrúar“ séu í skjóli frá þjóðinni nema á fjögurra ára fresti. Við þessu er eitt svar: Þær aldir eru liðnar.Makríll og lýðræði Stjórnarskráin er orðin að spennitreyju um lýðræðisvakningu Íslendinga. Það skiptir engu hvað manni finnst um makrílveiðar, allir ættu að geta sameinast um að færa valdið til fólksins og þar með traustið á lýðræði, valdastofnunum og stjórnmálum. En eftir því er nokkuð spurt á síðustu tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust. Þetta er eitur í beinum þeirra sem halda að „fulltrúalýðræði“ og „þingræði“ hafi verið endastöðin á langri þróun til valdeflingar almennings. Kemur þá til skjalanna bænaskrá til forseta Íslands sem meira en 50 þúsund manns hafa undirritað þar sem farið er fram á að hann stöðvi áform um svokallað makrílfrumvarp, komi til þess, og leyfi þjóðinni að hafa síðasta orðið. Náðarsamlegast. Við þurfum bænaskrá af því að við erum með úrelta stjórnarskrá. Stjórnarskráin lýsir hugmyndafræði 19. aldar sem var yfirfærð í bráðabirgðaskjal við lýðveldisstofnun 1944 og átti alltaf að endurskoða við fyrsta tækifæri. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að almenningur geti risið upp gegn „fulltrúalýðræðinu“ nema á fjögurra ára fresti. En hún gerir ráð fyrir „öryggisventli“ sem var alveg prýðileg lausn – fyrir 60 árum. Sá ventill er forseti Íslands sem á að bera skynbragð á það hvenær myndast hefur svo breið „gjá milli þings og þjóðar” að vísa verði málum beint til fólksins. Þess vegna hafa 50 þúsund manns látið sig hafa það að skrifa undir bænaskjal í 19. aldar stíl vegna þess að önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Engar reglur kveða á um það hvernig forseti fer með þessar bænir. Ef hann bænheyrir þá yfirleitt.Valdið til fólksins Ég skrifaði um það í ritgerð fyrir réttum tíu árum að svarið við auðræðistilhneigingum þeirra tíma væri lýðræðisvæðing. Ég sagði að fáránlegt væri að valdið til að skjóta málum til þjóðarinnar væri á hendi eins manns á Bessastöðum, þegar nær væri að fólkið sjálft gæti tekið sér það vald að kjósa um álitamál þegar svo ber við að horfa. Stjórnlagaráð var alveg sammála og í tillögum þess er einmitt gert ráð fyrir slíku samkvæmt reglum. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ganga eigi lengra og leyfa almannasamtökum að leggja mál fyrir þjóðþingið, svo sem í formi þingsályktunartillögu, þjóðkjörnir fulltrúar ákveði síðan sjálfir hvernig þeir fara með og hafa þá trúnað við almenning að veði. Við núverandi aðstæður gætum við til dæmis hugsað okkur að samtök sem vilja berjast gegn Evrópusambandsaðild safni undirskriftum við tiltekna tillögu sem Alþingi yrði að taka til afgreiðslu. Eða, samtök sem vilja fara öfuga leið. Manni heyrist stundum að talsmenn 19. aldar vinnubragða sem halda því fram að „stjórnarskráin hafi staðist álagið“ séu hræddir um að pöpullinn fari að svalla með lýðræðið. Betra sé að málskotsrétturinn sé sveipaður „dulúð“ forsetaembættisins og „þjóðkjörnir fulltrúar“ séu í skjóli frá þjóðinni nema á fjögurra ára fresti. Við þessu er eitt svar: Þær aldir eru liðnar.Makríll og lýðræði Stjórnarskráin er orðin að spennitreyju um lýðræðisvakningu Íslendinga. Það skiptir engu hvað manni finnst um makrílveiðar, allir ættu að geta sameinast um að færa valdið til fólksins og þar með traustið á lýðræði, valdastofnunum og stjórnmálum. En eftir því er nokkuð spurt á síðustu tímum.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun