Gunnar Heiðar: Krossalistinn minn kláraður Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2015 06:00 Gunnar Heiðar á eftir að styrkja Eyjaliðið mikið en landsliðsmaðurinn fyrrverandi kvaddi sem markakóngur. Fréttablaðið/AFP „Ég er búinn að vera úti í ellefu ár og prófa allt og sjá allt og gera allt. Nú er kominn tími til að koma heim,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Gunnar Heiðar hefur ákveðið að koma heim, en hann samdi við uppeldisfélagið sitt í gær og hefur leik með því í Pepsi-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður 15. júlí. „Við ætluðum alltaf að flytja heim. Við erum búin að byggja hús þar og fjölskyldan fór heim fyrir einu og hálfu ári. Það hefur því verið erfitt að vera einn úti,“ segir Gunnar Heiðar, en kona hans gengur með þeirra fjórða barn. „Þetta var því nokkuð auðveld ákvörðun. Það er bara frábært að geta komið inn í ÍBV núna og tekið þátt í uppbyggingunni þar.“Engar áhyggjur Gunnar fór fyrst út til Halmstad eftir tímabilið 2004 þegar hann varð markakóngur í efstu deild á Íslandi. Þá fór hann til Halmstad og varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann hafði gengið í gegnum erfiða tíma hjá Esbjerg í Danmörku áður en hann samdi við ÍBV 2011, en þá spilaði hann aldrei leik fyrir félagið. Eyjamenn ætla því sumir hverjir ekki að fagna komu hans fyrr en Gunnar Heiðar spilar í hvítu treyjunni. „Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því núna,“ segir hann og skellihlær. „Síðast var einn maður, frændi minn Heimir Hallgrímsson, sem vildi ólmur fá mig. Hann lagði mikla áherslu á að ganga frá undirskriftinni sem fyrst til að sýna að ÍBV ætlaði sér stóra hluti.“Verður hlegið á Þjóðhátíð Svo fór að Gunnar Heiðar fór til „sænska pabba síns“, eins og hann orðar það. Um er að ræða Svíann Jan Anderson sem fékk Gunnar til Halmstad 2004 og svo til Norrköping 2011. „Ég bað um að bíða með þetta fram í febrúar því það gæti verið lið sem kæmu á eftir mér í glugganum og svo gerðist það viku síðar að Norrköping vildi fá mig. Þetta er góð saga sem verður mikið hlegið að á Þjóðhátíðum næstu árin,“ segir Gunnar Heiðar.Getum unnið bikarinn Framherjinn öflugi, sem á að baki 24 leiki og 5 mörk fyrir íslenska A-landsliðið, fór frá Norrköping til Konyaspor í Tyrklandi 2013 en hlutirnir gengu ekki upp þar og fór hann aftur til Svíþjóðar til Häcken. Nú er hann spenntur fyrir því að koma heim. „Þó að þetta líti ekki vel út í deildinni hjá ÍBV þá er liðið komið í undanúrslit bikarsins þannig ÍBV gæti alveg unnið bikar í ár,“ segir Gunnar Heiðar jákvæður. Hann upplifir drauminn með því að snúa aftur, en Gunnar hefur náð að gera flest allt sem hann ætlaði sér á sínum ferli.Allt gekk upp „Þegar ég fór út fyrir ellefu árum langaði mig að vera í mörg ár í atvinnumennsku og koma svo heim með þá reynslu og miðla til félagsins og leikmannanna. Það gekk allt upp sem mig langaði að gera. Krossalistinn minn er kláraður,“ segir Gunnar Heiðar. Hann er þó ekki kominn heim til að slaka á, þvert á móti langar hann að lyfta bikar með Eyjaliðinu áður en hann hættir. „Það er bara eitt eftir og það er að vinna eitthvað með ÍBV. Ég lenti tvívegis í öðru sæti og komst tvisvar í undanúrslit bikarsins en nú er kominn tími á að vinna eitthvað. Ég hætti ekki fyrr en ég vinn eitthvað með ÍBV,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera úti í ellefu ár og prófa allt og sjá allt og gera allt. Nú er kominn tími til að koma heim,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Gunnar Heiðar hefur ákveðið að koma heim, en hann samdi við uppeldisfélagið sitt í gær og hefur leik með því í Pepsi-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður 15. júlí. „Við ætluðum alltaf að flytja heim. Við erum búin að byggja hús þar og fjölskyldan fór heim fyrir einu og hálfu ári. Það hefur því verið erfitt að vera einn úti,“ segir Gunnar Heiðar, en kona hans gengur með þeirra fjórða barn. „Þetta var því nokkuð auðveld ákvörðun. Það er bara frábært að geta komið inn í ÍBV núna og tekið þátt í uppbyggingunni þar.“Engar áhyggjur Gunnar fór fyrst út til Halmstad eftir tímabilið 2004 þegar hann varð markakóngur í efstu deild á Íslandi. Þá fór hann til Halmstad og varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann hafði gengið í gegnum erfiða tíma hjá Esbjerg í Danmörku áður en hann samdi við ÍBV 2011, en þá spilaði hann aldrei leik fyrir félagið. Eyjamenn ætla því sumir hverjir ekki að fagna komu hans fyrr en Gunnar Heiðar spilar í hvítu treyjunni. „Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því núna,“ segir hann og skellihlær. „Síðast var einn maður, frændi minn Heimir Hallgrímsson, sem vildi ólmur fá mig. Hann lagði mikla áherslu á að ganga frá undirskriftinni sem fyrst til að sýna að ÍBV ætlaði sér stóra hluti.“Verður hlegið á Þjóðhátíð Svo fór að Gunnar Heiðar fór til „sænska pabba síns“, eins og hann orðar það. Um er að ræða Svíann Jan Anderson sem fékk Gunnar til Halmstad 2004 og svo til Norrköping 2011. „Ég bað um að bíða með þetta fram í febrúar því það gæti verið lið sem kæmu á eftir mér í glugganum og svo gerðist það viku síðar að Norrköping vildi fá mig. Þetta er góð saga sem verður mikið hlegið að á Þjóðhátíðum næstu árin,“ segir Gunnar Heiðar.Getum unnið bikarinn Framherjinn öflugi, sem á að baki 24 leiki og 5 mörk fyrir íslenska A-landsliðið, fór frá Norrköping til Konyaspor í Tyrklandi 2013 en hlutirnir gengu ekki upp þar og fór hann aftur til Svíþjóðar til Häcken. Nú er hann spenntur fyrir því að koma heim. „Þó að þetta líti ekki vel út í deildinni hjá ÍBV þá er liðið komið í undanúrslit bikarsins þannig ÍBV gæti alveg unnið bikar í ár,“ segir Gunnar Heiðar jákvæður. Hann upplifir drauminn með því að snúa aftur, en Gunnar hefur náð að gera flest allt sem hann ætlaði sér á sínum ferli.Allt gekk upp „Þegar ég fór út fyrir ellefu árum langaði mig að vera í mörg ár í atvinnumennsku og koma svo heim með þá reynslu og miðla til félagsins og leikmannanna. Það gekk allt upp sem mig langaði að gera. Krossalistinn minn er kláraður,“ segir Gunnar Heiðar. Hann er þó ekki kominn heim til að slaka á, þvert á móti langar hann að lyfta bikar með Eyjaliðinu áður en hann hættir. „Það er bara eitt eftir og það er að vinna eitthvað með ÍBV. Ég lenti tvívegis í öðru sæti og komst tvisvar í undanúrslit bikarsins en nú er kominn tími á að vinna eitthvað. Ég hætti ekki fyrr en ég vinn eitthvað með ÍBV,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn