Er þörf á Samstöðu? 14. júlí 2015 12:00 Þrátt fyrir að hafa hætt þátttöku í pólitískum samtökum á vinstri vængnum upp úr 1984 fannst mér rétt að reyna að hafa áhrif á stofnun Samfylkingarinnar (1999) sem raunverulegrar samfylkingar nánast allra vinstri manna. Til þess ræddi ég við fáeina lykilkarla og lykilkonu en allt kom fyrir ekki. Því miður. Grunnhugmyndin að regnhlífarsamtökum félagshyggjufólks var ættuð frá Frakklandi og haldið á lofti af Vilmundi heitnum Gylfasyni. Gamalreynd en erfið aðferðafræðin felst í að fólk komi sér saman um helstu stefnumál og starfshætti sem duga til að móta og reka félagslega og hagfræðilega sjálfbært samfélag til næstu ára en geti eftir sem áður deilt um grunngerðina – kapítalisma, sósíalisma, þingræði, lýðræði, alþýðuvöld og fleira sem helstu grunnhugtök stjórnmála taka til og menn leggja ólíkan skilning í. Ávinningurinn felst í að hafa nægilega öflugan stuðning almennings, í gegnum kosningar, þingbundið lýðræði, endurskoðaða stjórnarskrá og virk samskipti við þúsundir (utan regnhlífarsamtakanna), til að reka mannvænna samfélag en nú er við lýði, til a.m.k. kosti áratugar. Nú til dags er komin ný vídd inn í þá vinnu: Umhverfismál og hugmyndir um sjálfbær samfélög á heimsvísu. Fimmtán ára vegferð, lengst af með Samfylkinguna og Vinstri græna sem aðalleikara á vinstri væng stjórnmálanna, hefur verið þannig að hann hefur koðnað niður, flest samtök launafólks týnt biti og samstöðu og kreppur nagað stoðir samfélagsins jafnt sem efnahag allt of margra. Í vökinni hefur vaxið hópur félagshyggjufólks, sjóræningjarnir, sem um 30% kjósenda binda vonir við. Enginn veit hvað sprettur af nýjabrumi hvert vor en hitt má benda á: Það er löngu kominn tími til að framboðin/flokkarnir þrír sem samanlagt hafa enn kosningafylgi um 25-30%, S, Bf og Vg, horfi jafnt inn á við sem út á við og spyrji spurninga eins og þessara: Getum við unnið saman sem starfhæf eining (samfylking), að hverju og þá hvernig? Getum við virkjað félagshyggjufólk utan flokkanna, m.a. í nokkrum litlum samtökum, og þá hvernig? Getum við tekið í hendur sjóræningja og fundið breiðan samstarfsgrunn? Flokkarnir fjórir hafa engu að tapa í þessum efnum. Það á að ræða stofnun Samstöðu. Næstu árin mun öll grunngerð íslensks þjóðfélags og flestra annarra samfélaga veraldar væntanlega ekki umturnast. En sífellt erfiðari verkefni í íslenskum fjármálum, umhverfismálum, öryggismálum og félagsþjónustu útheimta stjórnmálaafl sem getur verið fulltrúi mannúðar og skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa hætt þátttöku í pólitískum samtökum á vinstri vængnum upp úr 1984 fannst mér rétt að reyna að hafa áhrif á stofnun Samfylkingarinnar (1999) sem raunverulegrar samfylkingar nánast allra vinstri manna. Til þess ræddi ég við fáeina lykilkarla og lykilkonu en allt kom fyrir ekki. Því miður. Grunnhugmyndin að regnhlífarsamtökum félagshyggjufólks var ættuð frá Frakklandi og haldið á lofti af Vilmundi heitnum Gylfasyni. Gamalreynd en erfið aðferðafræðin felst í að fólk komi sér saman um helstu stefnumál og starfshætti sem duga til að móta og reka félagslega og hagfræðilega sjálfbært samfélag til næstu ára en geti eftir sem áður deilt um grunngerðina – kapítalisma, sósíalisma, þingræði, lýðræði, alþýðuvöld og fleira sem helstu grunnhugtök stjórnmála taka til og menn leggja ólíkan skilning í. Ávinningurinn felst í að hafa nægilega öflugan stuðning almennings, í gegnum kosningar, þingbundið lýðræði, endurskoðaða stjórnarskrá og virk samskipti við þúsundir (utan regnhlífarsamtakanna), til að reka mannvænna samfélag en nú er við lýði, til a.m.k. kosti áratugar. Nú til dags er komin ný vídd inn í þá vinnu: Umhverfismál og hugmyndir um sjálfbær samfélög á heimsvísu. Fimmtán ára vegferð, lengst af með Samfylkinguna og Vinstri græna sem aðalleikara á vinstri væng stjórnmálanna, hefur verið þannig að hann hefur koðnað niður, flest samtök launafólks týnt biti og samstöðu og kreppur nagað stoðir samfélagsins jafnt sem efnahag allt of margra. Í vökinni hefur vaxið hópur félagshyggjufólks, sjóræningjarnir, sem um 30% kjósenda binda vonir við. Enginn veit hvað sprettur af nýjabrumi hvert vor en hitt má benda á: Það er löngu kominn tími til að framboðin/flokkarnir þrír sem samanlagt hafa enn kosningafylgi um 25-30%, S, Bf og Vg, horfi jafnt inn á við sem út á við og spyrji spurninga eins og þessara: Getum við unnið saman sem starfhæf eining (samfylking), að hverju og þá hvernig? Getum við virkjað félagshyggjufólk utan flokkanna, m.a. í nokkrum litlum samtökum, og þá hvernig? Getum við tekið í hendur sjóræningja og fundið breiðan samstarfsgrunn? Flokkarnir fjórir hafa engu að tapa í þessum efnum. Það á að ræða stofnun Samstöðu. Næstu árin mun öll grunngerð íslensks þjóðfélags og flestra annarra samfélaga veraldar væntanlega ekki umturnast. En sífellt erfiðari verkefni í íslenskum fjármálum, umhverfismálum, öryggismálum og félagsþjónustu útheimta stjórnmálaafl sem getur verið fulltrúi mannúðar og skynsemi.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar