Skáldsagan Vonarstræti 12 eftir Ármann Jakobsson Halldór Þorsteinsson skrifar 11. ágúst 2015 07:00 Það er álitamál hvort ekki mætti alveg eins kalla þetta verk leikrit sökum þess hversu stútfullt það er af samtölum. Höfundi þess tekst svo ljómandi vel að ljá hinu látna og þjóðþekkta fólki bráðlifandi rödd. Mér er því spurn hvers vegna engum listamanni eða réttara sagt leikskáldi skuli ekki hafa dottið í hug að leikgera þetta stórbrotna verk. Það lægi alveg beint við að nota samtölin í skáldsögunni svo að segja alveg óbreytt í leikriti. Skáldsagan gerist á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Persónurnar í sögunni eru fjölmargar og gæddar slíkri lífsorku að maður hefur það á tilfinningunni að þær séu eiginlega enn sprelllifandi. Ekki tel ég ástæðu til að nefna þær allar með nafni, enda yrði það alltof langur listi, en þó sakar ekki að nefna örfáar þeirra eins og Skúla Thoroddsen og Theodóru, Hannes Hafstein, Bjarna frá Vogi, Björn Jónsson, ritstjóra Ísafoldar, föður Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, Benedikt Sveinsson, bókavarðar á Landsbókasafninu, föður Bjarna, forsætisráðherra og fleiri og fleiri merka menn og konur. Förum nú út í allt aðra sálma. Skúli Thoroddsen, fyrrv. sýslumaður Ísfirðinga, ritstjóri Þjóðviljans, eigandi Bessastaða og sömuleiðis eigandi prentsmiðju á Ísafirði, Bessastöðum og í Reykjavík. Hann fékkst enn fremur við verslunarstörf. Þessi mikli hugsjónamaður lét reisa Vonarstræti 12 árið 1908 og réði engan annan en Runólf Ólafsson til að hanna húsið, en hann var eins og kunnugt er einn af fremstu arkitektum þjóðarinnar. Mér til mikillar furðu vissu fáir þetta, þar meðtaldir nokkrir núlifandi kollegar hans, sem ég þekki. En nú kemur rúsínan í pylsuendann og er hún ekki par fögur, þó ekki sé meira sagt, því Alþingi ákvað að flytja húsið frá Tjörninni, þar sem það naut sín fullkomlega og átti í rauninni hvergi annars staðar að vera, yfir í Kirkjustræti og heitir nú Skúlahús. Ekki er hægt að segja að mikill fagurkerabragur hafi einkennt þá vanhugsuðu framkvæmd. Það er ekki með nokkru móti hægt að ljúga upp á okkar blessuðu alþingismenn. Ég hef auk þess hermt að arkitektinn Hjörleifur Stefánsson hafi lagt blessun sína yfir þennan dæmalausa flutning. Að lokum er rétt að geta þess að ég bjó í Vonarstræti 12 í hér um bil fjögur ár og það meira að segja í sjálfu kvistherberginu, en þaðan getur maður notið útsýnis yfir Tjörnina, sem er eitt helsta djásn höfuðborgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er álitamál hvort ekki mætti alveg eins kalla þetta verk leikrit sökum þess hversu stútfullt það er af samtölum. Höfundi þess tekst svo ljómandi vel að ljá hinu látna og þjóðþekkta fólki bráðlifandi rödd. Mér er því spurn hvers vegna engum listamanni eða réttara sagt leikskáldi skuli ekki hafa dottið í hug að leikgera þetta stórbrotna verk. Það lægi alveg beint við að nota samtölin í skáldsögunni svo að segja alveg óbreytt í leikriti. Skáldsagan gerist á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Persónurnar í sögunni eru fjölmargar og gæddar slíkri lífsorku að maður hefur það á tilfinningunni að þær séu eiginlega enn sprelllifandi. Ekki tel ég ástæðu til að nefna þær allar með nafni, enda yrði það alltof langur listi, en þó sakar ekki að nefna örfáar þeirra eins og Skúla Thoroddsen og Theodóru, Hannes Hafstein, Bjarna frá Vogi, Björn Jónsson, ritstjóra Ísafoldar, föður Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, Benedikt Sveinsson, bókavarðar á Landsbókasafninu, föður Bjarna, forsætisráðherra og fleiri og fleiri merka menn og konur. Förum nú út í allt aðra sálma. Skúli Thoroddsen, fyrrv. sýslumaður Ísfirðinga, ritstjóri Þjóðviljans, eigandi Bessastaða og sömuleiðis eigandi prentsmiðju á Ísafirði, Bessastöðum og í Reykjavík. Hann fékkst enn fremur við verslunarstörf. Þessi mikli hugsjónamaður lét reisa Vonarstræti 12 árið 1908 og réði engan annan en Runólf Ólafsson til að hanna húsið, en hann var eins og kunnugt er einn af fremstu arkitektum þjóðarinnar. Mér til mikillar furðu vissu fáir þetta, þar meðtaldir nokkrir núlifandi kollegar hans, sem ég þekki. En nú kemur rúsínan í pylsuendann og er hún ekki par fögur, þó ekki sé meira sagt, því Alþingi ákvað að flytja húsið frá Tjörninni, þar sem það naut sín fullkomlega og átti í rauninni hvergi annars staðar að vera, yfir í Kirkjustræti og heitir nú Skúlahús. Ekki er hægt að segja að mikill fagurkerabragur hafi einkennt þá vanhugsuðu framkvæmd. Það er ekki með nokkru móti hægt að ljúga upp á okkar blessuðu alþingismenn. Ég hef auk þess hermt að arkitektinn Hjörleifur Stefánsson hafi lagt blessun sína yfir þennan dæmalausa flutning. Að lokum er rétt að geta þess að ég bjó í Vonarstræti 12 í hér um bil fjögur ár og það meira að segja í sjálfu kvistherberginu, en þaðan getur maður notið útsýnis yfir Tjörnina, sem er eitt helsta djásn höfuðborgarinnar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar