Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 20. desember 2025 08:01 Umræða um Reykjavíkurflugvöll hefur mismunandi áhrif á fólk. Sumir eru á móti, aðrir með. Einstaka verða jafnvel pirraðir um leið og minnst er á flugvöllinn í Reykjavík. Fyrir það fólk virkar öll umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, pirrandi - svona líkt og rispuð plata. Svo er til fólk sem er í raun alveg nákvæmlega sama hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. En það verður ekki framhjá því horft að Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur samgönguinnviður fyrir tengingu landsbyggðarinnar við höfuðborgina. Það verður ekki hraðar komist til borgarinnar utan að landi en með flugi. Til dagsins í dag Það þarf ekki að tíunda mikilvægi nálægðar flugvallarins við stærsta sjúkrahús landsins. Einnig er ljóst að ekkert annað svæði hefur talist fullnægjandi fyrir starfsemi flugvallarins í dag. Lengi vel var Hvassahraun inn í myndinni. Þrátt fyrir fyrstu hrinur eldgosa í næsta nágrenni, voru einhverjir sérfræðingar að skila inn skýrslum þess efnis að Hvassahraun teldist enn álitlegur kostur fyrir nýjan flugvöll, sem kom auðvitað mörgum á óvart. Á síðasta fundi borgarstjórnar var lögð fram tillaga Framsóknarflokksins um breytt Aðalskipulag Reykjavíkur vegna Reykjavíkurflugvallar. Þessari tillögu var vísað frá vegna formgalla - það er Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem sér um útgáfu starfsleyfis en ekki borgarstjórn. Auk þess er enginn að fara leggja niður innanlandsflug í landinu á næstunni og því er rekstur Reykjavíkurflugvallar tryggður til framtíðar. Þegar þar að kemur mun Reykjavíkurborg í samráði við ríkið, gera þær breytingar sem þurfa þykir. Núverandi skipulag er í gildi til ársins 2032 og því nægur tími til stefnu. Til framtíðar Samkvæmt mælingum er það þyrluflug og umferð einkaþota sem hvað mestum hávaða veldur á Reykjavíkurflugvelli. Það mun því líklega koma í hlut sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að finna almennu þyrluflugi nýjan stað. Einnig hlýtur aðstöðu fyrir einkaþotur vera best fyrirkomið í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Það er á ábyrgð ríkis og borgar að tryggja öruggar flugsamgöngur innanlands. Þess vegna kemur ekki á óvart að í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að flugvöllurinn verði að öllu óbreyttu áfram í Reykjavík. Í framhaldi er stefnt að því að efla enn frekar innviði flugvallarins - m.a. með því að reisa nýja flugstöð. Afstaða okkar í Flokki fólksins í borgarstjórn er alveg skýr, við stöndum með flugvellinum í Vatnsmýrinni og fögnum því að loksins eigi að uppfæra og bæta þá aðstöðu sem fyrir er á flugvellinum. Það er ekki bara löngu tímabært - heldur bráðnauðsynlegt öryggisins vegna. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík og situr m.a. í umhverfis- skipulagsráði og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um Reykjavíkurflugvöll hefur mismunandi áhrif á fólk. Sumir eru á móti, aðrir með. Einstaka verða jafnvel pirraðir um leið og minnst er á flugvöllinn í Reykjavík. Fyrir það fólk virkar öll umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, pirrandi - svona líkt og rispuð plata. Svo er til fólk sem er í raun alveg nákvæmlega sama hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. En það verður ekki framhjá því horft að Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur samgönguinnviður fyrir tengingu landsbyggðarinnar við höfuðborgina. Það verður ekki hraðar komist til borgarinnar utan að landi en með flugi. Til dagsins í dag Það þarf ekki að tíunda mikilvægi nálægðar flugvallarins við stærsta sjúkrahús landsins. Einnig er ljóst að ekkert annað svæði hefur talist fullnægjandi fyrir starfsemi flugvallarins í dag. Lengi vel var Hvassahraun inn í myndinni. Þrátt fyrir fyrstu hrinur eldgosa í næsta nágrenni, voru einhverjir sérfræðingar að skila inn skýrslum þess efnis að Hvassahraun teldist enn álitlegur kostur fyrir nýjan flugvöll, sem kom auðvitað mörgum á óvart. Á síðasta fundi borgarstjórnar var lögð fram tillaga Framsóknarflokksins um breytt Aðalskipulag Reykjavíkur vegna Reykjavíkurflugvallar. Þessari tillögu var vísað frá vegna formgalla - það er Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem sér um útgáfu starfsleyfis en ekki borgarstjórn. Auk þess er enginn að fara leggja niður innanlandsflug í landinu á næstunni og því er rekstur Reykjavíkurflugvallar tryggður til framtíðar. Þegar þar að kemur mun Reykjavíkurborg í samráði við ríkið, gera þær breytingar sem þurfa þykir. Núverandi skipulag er í gildi til ársins 2032 og því nægur tími til stefnu. Til framtíðar Samkvæmt mælingum er það þyrluflug og umferð einkaþota sem hvað mestum hávaða veldur á Reykjavíkurflugvelli. Það mun því líklega koma í hlut sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að finna almennu þyrluflugi nýjan stað. Einnig hlýtur aðstöðu fyrir einkaþotur vera best fyrirkomið í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Það er á ábyrgð ríkis og borgar að tryggja öruggar flugsamgöngur innanlands. Þess vegna kemur ekki á óvart að í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að flugvöllurinn verði að öllu óbreyttu áfram í Reykjavík. Í framhaldi er stefnt að því að efla enn frekar innviði flugvallarins - m.a. með því að reisa nýja flugstöð. Afstaða okkar í Flokki fólksins í borgarstjórn er alveg skýr, við stöndum með flugvellinum í Vatnsmýrinni og fögnum því að loksins eigi að uppfæra og bæta þá aðstöðu sem fyrir er á flugvellinum. Það er ekki bara löngu tímabært - heldur bráðnauðsynlegt öryggisins vegna. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík og situr m.a. í umhverfis- skipulagsráði og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun