Stefnubreyting við sameiningu stofnana Alma Lísa Jóhannsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 10:00 Á undanförnum árum hafa stjórnvöld stefnt að því að fækka opinberum stofnunum. Sérstaklega hefur verið einblínt á sameiningu smærri stofnana með það fyrir augum að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum. Síðustu ríkisstjórnir hafa unnið að þessu. Stórar sameiningar áttu sér stað á kjörtímabili ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Aðferðafræðin við sameiningarnar var að starfsfólk stofnananna fékk að halda starfi sínu og hugað var þannig að velferð mannauðsins í umbótaferlinu enda lykillinn að því að vel takist til. Í fyrsta fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar boðaði fjármálaráðherra stórfelldar breytingar á ríkisrekstrinum. Meðal þeirra var fækkun opinberra stofnana um 50 og haldið var þannig áfram á þeirri vegferð sem hófst rétt fyrir aldamótin 2000. Framtíðarsýnin sem birtist í rökunum fyrir ákvörðuninni var einnig skýr en í frumvarpinu var eitt höfuðmarkmiðanna að einfalda ríkiskerfið og minnka umfang þess með það að leiðarljósi að auka skilvirkni. Þó svo að markmiðið sé það sama hefur margt breyst. Ef litið er til þeirrar aðferðafræði sem notuð hefur verið við sameiningu stofnana á undanförnum árum má sjá að nú hefur átt sér stað stefnubreyting. Hún birtist með þeim hætti að stjórnvöld telja nú mikilvægt, jafnvel nauðsynlegt, að segja öllu starfsfólki upp við sameiningar stofnana. Nýlegar sameiningar sýna þetta með skýrum hætti. Nýjasta dæmið er frá síðasta starfsdegi Alþingis fyrir sumarfrí með stofnun Menntamálastofnunar. SFR telur þessa leið ranga. Einfaldlega vegna þess að verkefnin sem eru færð til nýrrar stofnunar eru hin sömu og voru hjá fyrirrennurum hennar og því er aðeins um breytingar á byggingu stofnana að ræða en ekki um niðurlagningu starfa og verkefna svo um ræðir. Starfsmönnum eru ýmist boðin störf hjá nýrri stofnun við sömu verkefni og áður, eða þeim eru boðin ný verkefni. Það er verulegt áhyggjuefni að nú virðist vera að færast í aukana að settur sé fyrirvari í lögin um að lækka megi starfsfólk í starfsstigi. Standi vilji stjórnvalda til þess að gera breytingar á störfum er til samræmis við meðalhófsreglu að flytja störfin en ekki leggja þau niður. SFR telur grundvallaratriði að gætt sé jafnræðis gagnvart opinberum starfsmönnum við sameiningu stofnana. Engin rök eru fyrir því að réttarstaða starfsfólks þeirra stofnana sem lagðar eru niður nú sé lakari en réttarstaða starfsmanna við sambærilegar sameiningar sem hafa átt sér stað. Stjórnvöld hafa ekki markað sér opinbera stefnu um hvernig þau vilja standa að verkefnum eins og sameiningum stofnana. Því hafa þau ekki heldur tekið ákvörðun um hvernig þau vilja búa að mannauðnum við slíkar aðstæður. Hingað til hefur það verið á forræði einstakra stofnana eða ráðuneytis. Þetta er algjörlega ótækt. Stjórnvöld verða að vita hvert þau ætla að fara og hvernig þau ætla að komast þangað. Tryggja þarf að á bak við ákvörðun um sameiningu stofnana liggi fjárhagslegar, rekstrarlegar, stjórnsýslulegar, samfélagslegar, faglegar og hugsanlega pólitískar forsendur þannig að markmiðið með breytingunum sé á hreinu og leiðirnar að því séu skýrar. Undirbúningur er alltaf mikilvægur enda getur ávinningur af umbótum orðið lítill sem enginn ef ekki er staðið vel að málum frá upphafi. Stjórnsýslan á að starfa með faglegum hætti og gæta jafnræðis og meðalhófs enda er mikilvægt að gætt sé samræmis við ákvörðunartöku stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa stjórnvöld stefnt að því að fækka opinberum stofnunum. Sérstaklega hefur verið einblínt á sameiningu smærri stofnana með það fyrir augum að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum. Síðustu ríkisstjórnir hafa unnið að þessu. Stórar sameiningar áttu sér stað á kjörtímabili ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Aðferðafræðin við sameiningarnar var að starfsfólk stofnananna fékk að halda starfi sínu og hugað var þannig að velferð mannauðsins í umbótaferlinu enda lykillinn að því að vel takist til. Í fyrsta fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar boðaði fjármálaráðherra stórfelldar breytingar á ríkisrekstrinum. Meðal þeirra var fækkun opinberra stofnana um 50 og haldið var þannig áfram á þeirri vegferð sem hófst rétt fyrir aldamótin 2000. Framtíðarsýnin sem birtist í rökunum fyrir ákvörðuninni var einnig skýr en í frumvarpinu var eitt höfuðmarkmiðanna að einfalda ríkiskerfið og minnka umfang þess með það að leiðarljósi að auka skilvirkni. Þó svo að markmiðið sé það sama hefur margt breyst. Ef litið er til þeirrar aðferðafræði sem notuð hefur verið við sameiningu stofnana á undanförnum árum má sjá að nú hefur átt sér stað stefnubreyting. Hún birtist með þeim hætti að stjórnvöld telja nú mikilvægt, jafnvel nauðsynlegt, að segja öllu starfsfólki upp við sameiningar stofnana. Nýlegar sameiningar sýna þetta með skýrum hætti. Nýjasta dæmið er frá síðasta starfsdegi Alþingis fyrir sumarfrí með stofnun Menntamálastofnunar. SFR telur þessa leið ranga. Einfaldlega vegna þess að verkefnin sem eru færð til nýrrar stofnunar eru hin sömu og voru hjá fyrirrennurum hennar og því er aðeins um breytingar á byggingu stofnana að ræða en ekki um niðurlagningu starfa og verkefna svo um ræðir. Starfsmönnum eru ýmist boðin störf hjá nýrri stofnun við sömu verkefni og áður, eða þeim eru boðin ný verkefni. Það er verulegt áhyggjuefni að nú virðist vera að færast í aukana að settur sé fyrirvari í lögin um að lækka megi starfsfólk í starfsstigi. Standi vilji stjórnvalda til þess að gera breytingar á störfum er til samræmis við meðalhófsreglu að flytja störfin en ekki leggja þau niður. SFR telur grundvallaratriði að gætt sé jafnræðis gagnvart opinberum starfsmönnum við sameiningu stofnana. Engin rök eru fyrir því að réttarstaða starfsfólks þeirra stofnana sem lagðar eru niður nú sé lakari en réttarstaða starfsmanna við sambærilegar sameiningar sem hafa átt sér stað. Stjórnvöld hafa ekki markað sér opinbera stefnu um hvernig þau vilja standa að verkefnum eins og sameiningum stofnana. Því hafa þau ekki heldur tekið ákvörðun um hvernig þau vilja búa að mannauðnum við slíkar aðstæður. Hingað til hefur það verið á forræði einstakra stofnana eða ráðuneytis. Þetta er algjörlega ótækt. Stjórnvöld verða að vita hvert þau ætla að fara og hvernig þau ætla að komast þangað. Tryggja þarf að á bak við ákvörðun um sameiningu stofnana liggi fjárhagslegar, rekstrarlegar, stjórnsýslulegar, samfélagslegar, faglegar og hugsanlega pólitískar forsendur þannig að markmiðið með breytingunum sé á hreinu og leiðirnar að því séu skýrar. Undirbúningur er alltaf mikilvægur enda getur ávinningur af umbótum orðið lítill sem enginn ef ekki er staðið vel að málum frá upphafi. Stjórnsýslan á að starfa með faglegum hætti og gæta jafnræðis og meðalhófs enda er mikilvægt að gætt sé samræmis við ákvörðunartöku stjórnvalda.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun