Handbolti

Búið að ganga frá ráðningu þjálfara Arons

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sabate, til vinstri, við undirritunina í dag.
Sabate, til vinstri, við undirritunina í dag. Mynd/Heimasíða Veszprem
Javier Sabate verður áfram þjálfari ungverska stórliðsins Veszprem en landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson leikur með því.

Sabate var áður aðstoðarmaður Antonio Ortega sem var rekinn frá Veszprem í september. Síðan þá hefur Sabate stýrt Veszprem í átján leikjum - unnið fimmtán, gert eitt jafntefli og tapað tveimur.

Aron gerði þriggja ára samning við Veszprem í sumar og hefur verið í stóru hlutverkinu hjá liðinu í vetur, ekki síst eftir að Sabate tók við af Ortega.

Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, var í hópi þeirra þjálfara sem voru orðaðir við Veszprem á síðustu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×