Fótbolti

Ísland kveður með heimaleik gegn Liechtenstein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar kveðja landann á Laugardalsvelli 6. júní næstkomandi.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar kveðja landann á Laugardalsvelli 6. júní næstkomandi. vísir/vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 6. júní næstkomandi.

Þetta verður síðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM í Frakklandi en strákarnir fá þarna tækifæri til að kveðja stuðningsmenn Íslands áður en þeir halda út. Fyrsti leikur Íslands á EM er svo gegn Portúgal 14. júní.

Þetta er jafnframt fyrsti leikur Íslands á Laugardalsvelli síðan liðið gerði 2-2 jafntefli við Lettland 10. október síðastliðinn.

Ísland á eftir að leika fimm vináttulandsleiki áður en EM hefst eins og sjá má hér fyrir neðan.

Leikir íslenska landsliðsins fram að EM í Frakklandi:

31. janúar: Bandaríkin - Ísland

24. mars: Danmörk - Ísland

29. mars: Grikkland - Ísland

1. júní: Noregur - Ísland

6. júní: Ísland - Liechtenstein




Fleiri fréttir

Sjá meira


×