Handbolti

Heiðmar framlengir um tvö ár hjá Hannover-Burgdorf

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heiðmar Felixson.
Heiðmar Felixson. mynd/hannover-burgdorf
Heiðmar Felixson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, framlengdi í dag samning sinn við þýska 1. deildar félagið Hannover-Burgdorf til tveggja ára. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Heiðmar hefur undanfarin misseri stýrt yngri flokka starfi Hannover-Burgdorf, en aðallið félagsins er sem stendur í níunda sæti 1. deildar þýska boltans.

„Ég er mjög ánægður með að Heiðmar verður áfram hjá okkur. Það er gott að vinna með honum því mikil virðing er á milli beggja aðila. Fyrst og fremst er hann mikil fyrirmynd,“ segir Jens Bürkle, þjálfari Hannover-Burgdorf.

„Við viljum halda áfram á sömu braut og við erum á. Við viljum hafa reynslumikla menn í liðinu okkar í bland við unga og efnilega. Starf Heiðmars á að sjá til að við fáum mikið af ungum leikmönnum upp,“ segir Benjamin Chatton, framkvæmdastjóri þýska félagins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×