Leiðin er grýtt Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. janúar 2016 07:00 Metfylgi Pírata í skoðanakönnunum er hætt að koma á óvart. Fjölmiðlar eyða ekki lengur heilu síðunum í að fjalla um þennan nýja risa í íslenskri pólitík. Fregnir af hverju fylgismetinu á fætur öðru eru ekki lengur efni í uppslætti. Skoðanakannanir eru eitt – kosningar annað. Ýmislegt getur gerst á þeim tæpu sextán mánuðum sem eru í kosningar. Eru kjósendur Pírata að hóta hefðbundnu flokkunum, og kjósa svo það sem þeir þekkja þegar til kastanna kemur? Hvaða tromp draga framsóknarmenn fram úr erminni núna? Verður sjálfstæðismönnum umbunað fyrir efnahagsbatann? Er Samfylkingin virkilega bara tíu prósenta flokkur? Fyrir Pírata er sennilega mikilvægast að halda áfram sinni vegferð. Þeir eiga góða talsmenn sem virðast geta tekið skynsamlega og ígrundaða afstöðu til einstakra mála þvert á kreddur eða gamlar flokkslínur. Flokksmenn hafa líka forðast upphrópanir, af því tagi sem sumir íslenskir stjórnmálamenn virðast telja lykilhluta af starfslýsingunni. Ekki má heldur gleyma að Píratar hafa lagt til nokkur athyglisverð og frumleg stefnumál, til dæmis hugmyndina um borgaralaun. Stærsta áskorunin í þessum efnum er sennilega sú staðreynd að með hverri könnuninni, og því nær sem dregur kosningum, verður líklegra að Píratabólan sé alls engin bóla, heldur nýr pólitískur veruleiki. Svo getur raunverulega farið að Píratar verði í þeirri stöðu að leiða ríkisstjórn eftir eitt og hálft ár. Það vekur nátttröllin. Flokkurinn þarf að varast pólitíska lukkuriddara sem sjá sér leik á borði að komast til áhrifa, og telja sig sjálfkjörna til áhrifasæta á framboðslistum. Ekki er síður mikilvægt að varast að upp úr sjóði innbyrðis. Fyrstu merkin eru komin fram. Birgitta Jónsdóttir, fyrrum kapteinn og einn stofnenda flokksins, hefur gefið út að hún hyggist gefa kost á sér áfram. Í trássi við fyrri yfirlýsingar um að átta ára seta sé algert hámark til að tryggja nauðsynlega endurnýjun og koma í veg fyrir spillingu. Nú telur hún nauðsynlegt að sitja áfram til að tryggja hugsjónum Pírata framgang. Í sömu andrá lýsir hún því yfir að frjálshyggjufólk sé óvelkomið í Píratahreyfinguna, og hefur ýmsa tilburði í frammi á spjallþræði flokksins. Það er stílbrot hjá forystukonu í flokki sem berst fyrir óheftu tjáningarfrelsi. Meira í anda Pírata eru yfirlýsingar hennar um stjórnarskrárvinnuna, sem nú fer fram í sérstakri þingnefnd. Birgitta neitar þátttöku í nefndinni á þeim forsendum að um tilraun til að drepa stjórnarskrármálinu á dreif sé að ræða. Þar er hún samkvæm sjálfri sér um að tillögur Stjórnlagaráðs, sem samþykktar hafa verið í þjóðaratkvæði, ættu að vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þar greinir hana á við suma félaga sína. Píratar eru í öfundsverðri stöðu. Leiðin framundan er hins vegar grýtt. Fyrir þá er heillavænlegast að halda sínu striki, varast lukkuriddara og passa að sundrung meðal áhafnarinnar fari ekki úr böndum. Annars gæti stjarna Pírata hrapað jafn skyndilega og hún hefur risið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Metfylgi Pírata í skoðanakönnunum er hætt að koma á óvart. Fjölmiðlar eyða ekki lengur heilu síðunum í að fjalla um þennan nýja risa í íslenskri pólitík. Fregnir af hverju fylgismetinu á fætur öðru eru ekki lengur efni í uppslætti. Skoðanakannanir eru eitt – kosningar annað. Ýmislegt getur gerst á þeim tæpu sextán mánuðum sem eru í kosningar. Eru kjósendur Pírata að hóta hefðbundnu flokkunum, og kjósa svo það sem þeir þekkja þegar til kastanna kemur? Hvaða tromp draga framsóknarmenn fram úr erminni núna? Verður sjálfstæðismönnum umbunað fyrir efnahagsbatann? Er Samfylkingin virkilega bara tíu prósenta flokkur? Fyrir Pírata er sennilega mikilvægast að halda áfram sinni vegferð. Þeir eiga góða talsmenn sem virðast geta tekið skynsamlega og ígrundaða afstöðu til einstakra mála þvert á kreddur eða gamlar flokkslínur. Flokksmenn hafa líka forðast upphrópanir, af því tagi sem sumir íslenskir stjórnmálamenn virðast telja lykilhluta af starfslýsingunni. Ekki má heldur gleyma að Píratar hafa lagt til nokkur athyglisverð og frumleg stefnumál, til dæmis hugmyndina um borgaralaun. Stærsta áskorunin í þessum efnum er sennilega sú staðreynd að með hverri könnuninni, og því nær sem dregur kosningum, verður líklegra að Píratabólan sé alls engin bóla, heldur nýr pólitískur veruleiki. Svo getur raunverulega farið að Píratar verði í þeirri stöðu að leiða ríkisstjórn eftir eitt og hálft ár. Það vekur nátttröllin. Flokkurinn þarf að varast pólitíska lukkuriddara sem sjá sér leik á borði að komast til áhrifa, og telja sig sjálfkjörna til áhrifasæta á framboðslistum. Ekki er síður mikilvægt að varast að upp úr sjóði innbyrðis. Fyrstu merkin eru komin fram. Birgitta Jónsdóttir, fyrrum kapteinn og einn stofnenda flokksins, hefur gefið út að hún hyggist gefa kost á sér áfram. Í trássi við fyrri yfirlýsingar um að átta ára seta sé algert hámark til að tryggja nauðsynlega endurnýjun og koma í veg fyrir spillingu. Nú telur hún nauðsynlegt að sitja áfram til að tryggja hugsjónum Pírata framgang. Í sömu andrá lýsir hún því yfir að frjálshyggjufólk sé óvelkomið í Píratahreyfinguna, og hefur ýmsa tilburði í frammi á spjallþræði flokksins. Það er stílbrot hjá forystukonu í flokki sem berst fyrir óheftu tjáningarfrelsi. Meira í anda Pírata eru yfirlýsingar hennar um stjórnarskrárvinnuna, sem nú fer fram í sérstakri þingnefnd. Birgitta neitar þátttöku í nefndinni á þeim forsendum að um tilraun til að drepa stjórnarskrármálinu á dreif sé að ræða. Þar er hún samkvæm sjálfri sér um að tillögur Stjórnlagaráðs, sem samþykktar hafa verið í þjóðaratkvæði, ættu að vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þar greinir hana á við suma félaga sína. Píratar eru í öfundsverðri stöðu. Leiðin framundan er hins vegar grýtt. Fyrir þá er heillavænlegast að halda sínu striki, varast lukkuriddara og passa að sundrung meðal áhafnarinnar fari ekki úr böndum. Annars gæti stjarna Pírata hrapað jafn skyndilega og hún hefur risið.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun