Hagkerfi Indlands hefur tekið fram úr Kína sem það hagkerfi sem vex hraðast meðal stærri landa.
Hagvöxtur mældist 7,3 prósent á Indlandi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Hagvöxtur dróst eilítið saman milli mánaða, en hann mældist 7,4 prósent í september.
Til samanburðar mældist hagvöxtur í Kína 6,8 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Tölur benda til þess að hagkerfi Indlands hafi verið að vaxa hraðar en hagkerfi Kína á öllum ársfjórðungum síðasta árs. Hins vegar telja margir að tölfræði frá löndunum geti ekki talist 100 prósent örugg.

