Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair tilkynnti í dag að hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi hefði aukist um 110 prósent milli ára og nam 103 milljónum evra, jafnvirði 14,6 milljarða íslenskra króna.
Meðal ástæðna betru afkomu var 20 prósent aukning í farþegafjölda og 5 prósent lækkun kostnaðar hjá fyrirtækinu.
Ryanair lækkaði verð á flugmiðum sínum um 1 prósent á árinu til að ýta undir betri sætanýtingu. Svo virðist sem það hafi skilað árangri. Ryanair hefur hækkað farþegaspá sína fyrir árið um milljón og spá nú að farþegarnir hafi verið 106 milljónir á árinu.
Flugfélagið hefur grætt mikið á lægra olíuverði. Bensín nemur 40 prósent af kostnaði fyrirtækisins og lækkaði um 10 prósent á hvern farþega á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Ryanair hefur samið um olíukaup í framtíðinni á núverandi verðlagi og gæti komið til með að spara 430 milljónir evra, jafnvirði 60 milljarða íslenskra króna, vegna þess árið 2017.
Tvöfalt meiri hagnaður hjá Ryanair
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent


Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Viðskipti erlent

Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun
Viðskipti innlent

Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent
Viðskipti innlent

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent