Bítlarnir skapa störf Birta Björnsdóttir skrifar 14. febrúar 2016 20:18 Lítið þarf að fjölyrða um arfleið Bítlanna, einnar vinsælustu hljómsveitar allra tíma. Þó nú séu fjögurtíu og sex ár frá því að þeir John, Paul, George og Ringo fóru í sitthvora áttina gætir áhrifa samstarfsþeirra enn svo um munar í heimaborginni Liverpool. Um 230.800 manns eru skráðir til atvinnu í Liverpool. Af þeim vinna 2.335 störf sem tengjast Bítlunum á einhvern hátt. Bítlarnir eru taldir ábyrgir fyrir heimsóknum um tveggja milljóna ferðamanna til Liverpool ár hvert sem gista á hótelum helguðum Bítlunum. Aðdráttarafl hljómsveitarinnar dregur líklega margfalt fleiri ferðamenn til borgarinnar, þó þeir láti sér nægja gistingu á hefðbundnari stöðum. Samkvæmt nýlegri skoðunarkönnum meðal ferðamanna í Liverpool sögðu 65% gesta borgarinnar vera þar í Bítla-tengdum erindafjörðum. Fjölbreytt ferðamennska tengd Bítlunum er því eðli málsins samkvæmt rekin í Liverpool. Auk áðurnefndra hótela, safna og árlegra hátíðahalda til heiðurs hljómsveitinni er hægt að fara í skoðunarferðir um heimaslóðir fjórmenninganna auk áætlunarferða um Penny Lane og að Strawberry Field barnaheimilinu, svo fátt eitt sé nefnt. Þá leggja hundruðir þúsunda leið sína í Cavern klúbbinn ár hvert, hinn sögufræga skemmtistað þar sem Bítlarnir stigu sín fyrstu skref. Og áhrifin rata meira að segja inn í fræðasamfélagið því í Liverpool Hope háskólanum er hægt að taka meistarapróf í Bítlafræðum. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lítið þarf að fjölyrða um arfleið Bítlanna, einnar vinsælustu hljómsveitar allra tíma. Þó nú séu fjögurtíu og sex ár frá því að þeir John, Paul, George og Ringo fóru í sitthvora áttina gætir áhrifa samstarfsþeirra enn svo um munar í heimaborginni Liverpool. Um 230.800 manns eru skráðir til atvinnu í Liverpool. Af þeim vinna 2.335 störf sem tengjast Bítlunum á einhvern hátt. Bítlarnir eru taldir ábyrgir fyrir heimsóknum um tveggja milljóna ferðamanna til Liverpool ár hvert sem gista á hótelum helguðum Bítlunum. Aðdráttarafl hljómsveitarinnar dregur líklega margfalt fleiri ferðamenn til borgarinnar, þó þeir láti sér nægja gistingu á hefðbundnari stöðum. Samkvæmt nýlegri skoðunarkönnum meðal ferðamanna í Liverpool sögðu 65% gesta borgarinnar vera þar í Bítla-tengdum erindafjörðum. Fjölbreytt ferðamennska tengd Bítlunum er því eðli málsins samkvæmt rekin í Liverpool. Auk áðurnefndra hótela, safna og árlegra hátíðahalda til heiðurs hljómsveitinni er hægt að fara í skoðunarferðir um heimaslóðir fjórmenninganna auk áætlunarferða um Penny Lane og að Strawberry Field barnaheimilinu, svo fátt eitt sé nefnt. Þá leggja hundruðir þúsunda leið sína í Cavern klúbbinn ár hvert, hinn sögufræga skemmtistað þar sem Bítlarnir stigu sín fyrstu skref. Og áhrifin rata meira að segja inn í fræðasamfélagið því í Liverpool Hope háskólanum er hægt að taka meistarapróf í Bítlafræðum.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira