Handbolti

Dagur og Þórir tilnefndir sem þjálfari ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson og Þórir Hergeirsson.
Dagur Sigurðsson og Þórir Hergeirsson. Vísir/Getty
Dagur Sigurðsson og Þórir Hergeirsson eru í hópi þeirra sem hafa verið tilnefndir sem þjálfari ársins af Alþjóðahandknattleikssambandinu, IHF.

Dagur sló í gegn á EM í Póllandi þar sem hann leiddi sína menn í Þýskalandi óvænt til sigurs, þrátt fyrir að meiðsli lykilmanna hafi sett strik í reikninginn.

Hann er tilnefndur í flokki þjálfara karlaliða ásamt Valero Rivera (Katar), Claude Onesta (Frakkland),  Christian Berge (Noregur) og Michael Biegler (Póllandi).

Þórir Hergeirsson varð heimsmeistari með lið sitt, Noreg, á HM í Danmörku í lok síðasta árs. Norðmenn eru þar að auki ríkjandi Evrópu- og Ólympíumeistarar.

Aðrir sem eru tilnefndir í flokki þjálfara kvennaliða eru Henk Groener (Holland), Dragan Adzic (Svartfjallaland), Tomas Robert Ryde (Rúmenía) og Ecgeniy Trefilov (Rússland).

Hægt er að taka þátt í kosningunni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×