Körfubolti

Curry snögghitnaði á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steph Curry í leiknum í nótt.
Steph Curry í leiknum í nótt. Vísir/Getty
Golden State Warriors er komið aftur á sigurbraut í NBA-deildinni eftir að hafa tapað óvænt fyrir LA Lakers í fyrrakvöld.

Sjá einnig: Ótrúlegt en satt | Sjötta tap Golden State kom á móti Lakers

Golden State hafði betur gegn Orlando á heimavelli í nótt, 119-113, þar sem hinn magnaði Steph Curry skoraði 41 stig og varð fyrsti maðurinn í sögunni til að skora meira en 300 þriggja stiga körfur á einu tímabili.

Síðast þegar liðið mætir Orlando skoraði 51 stig, þar af tíu þrista, en hann var með sjö í nótt í þrettán tilraunum. Hann er nú kominn með alls 301 þriggja stiga körfur þetta tímabilið. Curry tók einnig þrettán fráköst í leiknum í nótt.

Golden State bætti einnig met með því að vinna sinn 45. heimaleik í röð en gamla metið átti Chicago Bulls en það var sett árið 1996. Golden State hefur unnið alla 27 heimaleiki sína þetta tímabilið.

Klay Thompson skoraði 27 stig fyrir Golden State sem hefur unnið 56 af 62 leikjum sðínum þetta tímabilið. Aaron Gordon var með 20 stig og sextán fráköst fyrir Orlando.

Memphis vann óvæntan sigur á Cleveland, 106-103, þrátt fyrir að margir lykilmenn hafi verið frá vegna meiðsla. Tony Allen skoraði 26 stig í leiknum en Vince Carter innsiglaði sigurinn af vítalínunni þegar lítið var eftir.

LeBron James var með 28 stig fyrir Cleveland og Kyrie Irving 27 stig. James er nú orðinn þrettándi stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi en hann tók fram úr John Havlicek í nótt.

Úrslit næturinnar:

Charlotte - Minnesota 108-103

Cleveland - Memphis 103-106

Indiana - San Antonio 99-91

Chicgo - Milwaukee 100-90

New Orleans - Sacramento 115-112

Dallas - LA Clippers 90-109

Golden State - Orlando 119-113

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×