Björgólfur Thor hækkar um nærri 300 sæti á Forbes-listanum Bjarki Ármannsson skrifar 1. mars 2016 17:26 Bill og Björgólfur eru áfram á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins. Vísir/AFP/Vilhelm Bandaríkjamaðurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, trónir á toppi lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heimsins, sem birtur var í dag. Björgólfur Thor Björgólfsson er sem fyrr eini Íslendingurinn á listanum, en hann er í 1121. sæti. Gates hefur nú verið metinn ríkasti maður heims af Forbes sautján af síðustu 22 árum. Hann er sem stendur metinn á 75 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir næstum því tíu þúsund milljarða íslenskra króna. Gates var framkvæmdastjóri Microsoft um árabil en starfar nú helst við góðgerðarmál ásamt konu sinni, Melinda Gates.Sjá einnig: Bill Gates skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Í næstu sætunum á eftir Gates koma þeir Amancio Ortega, stofnandi Zara, og fjárfestarnir Warren Buffett og Carlos Slim Helu. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er í sjötta sæti og þeir Larry Page og Sergey Brin, feður Google-leitarvélarinnar, í 12. og 13. Hin franska Liliane Bettencourt, í ellefta sæti, er hæst kvenna á listanum en faðir hennar stofnaði snyrtivörufyrirtækið L‘Oréal. Björgólfur Thor hækkar á listanum milli ára en hann sneri aftur á listann í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Þá vermdi hann 1415. sæti listans og hefur hann því hækkað um 294 sæti. Forbes metur auðæfi hans á 1,59 milljarða dala, um 206 milljarða íslenskra króna. Tengdar fréttir Björgólfur Thor á allt að 210 milljarða í samsteypu Ef verður af umsamdri yfirtöku Pfizer á frumlyfjahluta Allergan má áætla að hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjasamsteypunni nemi 210 milljörðum króna. 26. nóvember 2015 07:00 Björgólfur Thor vottar Lemmy virðingu sína í L.A. Lemmy Kilmister, stofnandi hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar Motorhead, lést undir lok síðasta árs, sjötugur að aldri. 11. janúar 2016 14:30 Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X. 27. júlí 2015 17:37 Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton. 7. október 2015 16:58 Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Gates-hjónin gista í The Trophy Lodge í Úthlíð. 27. júlí 2015 14:30 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, trónir á toppi lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heimsins, sem birtur var í dag. Björgólfur Thor Björgólfsson er sem fyrr eini Íslendingurinn á listanum, en hann er í 1121. sæti. Gates hefur nú verið metinn ríkasti maður heims af Forbes sautján af síðustu 22 árum. Hann er sem stendur metinn á 75 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir næstum því tíu þúsund milljarða íslenskra króna. Gates var framkvæmdastjóri Microsoft um árabil en starfar nú helst við góðgerðarmál ásamt konu sinni, Melinda Gates.Sjá einnig: Bill Gates skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Í næstu sætunum á eftir Gates koma þeir Amancio Ortega, stofnandi Zara, og fjárfestarnir Warren Buffett og Carlos Slim Helu. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er í sjötta sæti og þeir Larry Page og Sergey Brin, feður Google-leitarvélarinnar, í 12. og 13. Hin franska Liliane Bettencourt, í ellefta sæti, er hæst kvenna á listanum en faðir hennar stofnaði snyrtivörufyrirtækið L‘Oréal. Björgólfur Thor hækkar á listanum milli ára en hann sneri aftur á listann í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Þá vermdi hann 1415. sæti listans og hefur hann því hækkað um 294 sæti. Forbes metur auðæfi hans á 1,59 milljarða dala, um 206 milljarða íslenskra króna.
Tengdar fréttir Björgólfur Thor á allt að 210 milljarða í samsteypu Ef verður af umsamdri yfirtöku Pfizer á frumlyfjahluta Allergan má áætla að hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjasamsteypunni nemi 210 milljörðum króna. 26. nóvember 2015 07:00 Björgólfur Thor vottar Lemmy virðingu sína í L.A. Lemmy Kilmister, stofnandi hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar Motorhead, lést undir lok síðasta árs, sjötugur að aldri. 11. janúar 2016 14:30 Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X. 27. júlí 2015 17:37 Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton. 7. október 2015 16:58 Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Gates-hjónin gista í The Trophy Lodge í Úthlíð. 27. júlí 2015 14:30 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Björgólfur Thor á allt að 210 milljarða í samsteypu Ef verður af umsamdri yfirtöku Pfizer á frumlyfjahluta Allergan má áætla að hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjasamsteypunni nemi 210 milljörðum króna. 26. nóvember 2015 07:00
Björgólfur Thor vottar Lemmy virðingu sína í L.A. Lemmy Kilmister, stofnandi hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar Motorhead, lést undir lok síðasta árs, sjötugur að aldri. 11. janúar 2016 14:30
Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X. 27. júlí 2015 17:37
Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton. 7. október 2015 16:58
Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Gates-hjónin gista í The Trophy Lodge í Úthlíð. 27. júlí 2015 14:30