Körfubolti

Shaq og Iverson á leið í Heiðurshöllina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var tilkynnt í dag um það hvaða einstaklingar komast í Heiðurshöll körfuboltans á þessu ári.

Þar ber hæst að Shaquille O'Neal og Allen Iverson eru á leið þangað ásamt átta öðrum.

Shaq varð NBA-meistari fjórum sinnum og var einu sinni valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann er á meðal tíu stigahæstu í sögu deildarinnar.

Iverson var fjórum sinnum stigakóngur NBA-deildarinnar og var valinn besti leikmaður deildarinnar árið 2001.

Kínverjinn Yao Ming er einnig á leið í Heiðurshöllina sem og þjálfari Michigan State-háskólans, Tom Izzo. Eigandi Chicago Bulls, Jerry Reinsdorf, fer þangað líka sem og fyrrum WNBA-stjarnan Sheryl Swoops.

Dómarinn Darrell Garretson, þjálfarinn John McLendon og fyrrum stjörnurnar Zelmo Beaty og Cumberland Posey fengu líka náð fyrir augum nefndarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×