Hagnaður JP Morgan dróst saman milli ársfjórðunga Sæunn Gísladóttir skrifar 14. apríl 2016 07:00 Þetta er í fyrsta sinn á fimm ársfjórðunga tímabili sem hagnaður JPMorgan dregst saman. Vísir/Getty Hagnaður JPMorgan Chase & Co dróst saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist yfir fimm ársfjórðunga tímabil. Fram kemur í frétt Reuters um málið að kostnaður við lán til olíufélaga hafi hækkað á tímabilinu, samhliða því að tekjur vegna fjárfestingabankastarfsemi dróst saman. Tekjur og hagnaður fyrirtækisins voru samt ofar spám greiningaraðila, og hækkuðu hlutabréf í bankanum í morgunviðskiptum í gær. Heildartekjur námu 24,08 milljörðum dollara, 3.000 milljörðum króna, og bankinn hagnaðist um 1,35 dollara, 168 krónur, á hvern hlut. JPMorgan er stærsti banki Bandaríkjanna, mælt í eignum, og er fyrstur til að greina frá hagnaði á tímabili sem er talið hafa verið það versta frá því eftir efnahagskreppuna 2008. Greiningaraðilar telja að hagnaður JPMorgan muni vera sá besti meðal bandarískra banka. Lækkun á hrávöru, sér í lagi olíu, hefur haft áhrif á bankastarfsemi úti um allan heim, auk þess sem lægri hagvöxtur í Kína, lágir stýrivextir og aukinn umsýslukostnaður hafa tekið sinn toll af bandarískum bönkum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagnaður JPMorgan Chase & Co dróst saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist yfir fimm ársfjórðunga tímabil. Fram kemur í frétt Reuters um málið að kostnaður við lán til olíufélaga hafi hækkað á tímabilinu, samhliða því að tekjur vegna fjárfestingabankastarfsemi dróst saman. Tekjur og hagnaður fyrirtækisins voru samt ofar spám greiningaraðila, og hækkuðu hlutabréf í bankanum í morgunviðskiptum í gær. Heildartekjur námu 24,08 milljörðum dollara, 3.000 milljörðum króna, og bankinn hagnaðist um 1,35 dollara, 168 krónur, á hvern hlut. JPMorgan er stærsti banki Bandaríkjanna, mælt í eignum, og er fyrstur til að greina frá hagnaði á tímabili sem er talið hafa verið það versta frá því eftir efnahagskreppuna 2008. Greiningaraðilar telja að hagnaður JPMorgan muni vera sá besti meðal bandarískra banka. Lækkun á hrávöru, sér í lagi olíu, hefur haft áhrif á bankastarfsemi úti um allan heim, auk þess sem lægri hagvöxtur í Kína, lágir stýrivextir og aukinn umsýslukostnaður hafa tekið sinn toll af bandarískum bönkum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira