Tunglförin kostaði 17 þúsund milljarða króna Sæunn Gísladóttir skrifar 12. apríl 2016 07:00 Kostnaðurinn við Apollo áætlunina dreifðist yfir tólf ár að sögn Björns Bergs. nordicphotos/afp Á verðlagi dagsins í dag kostaði Apollo áætlunin (að koma fólki til tunglsins) sem nemur tuttugu og fimm földum fjárlögum Íslands, eða um 17.000 milljarða íslenskra króna. Kostnaðurinn dreifðist yfir áratug og nemur 3,4 prósent af fjárlögum Bandaríkjanna í ár og fimmtungi útgjalda þeirra til hernaðar á ári. Menn hafa ekki farið til tungslins síðan árið 1972. Ekki er sami áhugi og áður á að fara til tungslins vegna þess að ekki er pólitískur vilji til þess. Auk þess sem mun dýrara er að senda fólk en vélmenni. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Hann ásamt Sævari Helga Bragasyni, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness heldur fyrirlestur um fjármál NASA og ESA og framtíðina í geimferðum. „Uppistaðan af fyrirlestrinum verður sögustund, við munum fara í gegnum þetta og blanda svo inn tölfræði sem við höfum inn á milli,“ segir Björn.Björn Berg„Auðvitað eru þetta ofboðslegar fjárhæðir ef við miðum við Íslands. En svo má skoða efnahagsleg áhrif Apollo áætlunarinnar. Þetta skapaði gríðarlegan fjölda starfa fyrir vel menntað fólk, og dreif tækniflega framþróun, nútíma veðurfræði byggir algjörlega á þessu. Ef væri ekki fyrir áætlunina hefði tölvubyltingin ekki átt sér stað og við værum komin mun hægar á leið í þróun á örgjöfum og öðru. Það að færustu vísindamenn heims séu að einbeita sér að því að leysa svona vandamál, það fleygir tækninni fram,“ segir Björn. Menn hafa ekki farið til tungslins síðan 1972. Að sögn Björns eru tvær ástæður fyrir því. „Í fyrsta lagi eigum við ekki rakettu. Það er einfalda ástæðan. En af hverju hefur raketan ekki verið smíðuð? Það er vegna þess að takmarköðum peningum er varið í NASA á hverju ári og forsvarsmenn stofnunarinnar verða að forgangsraða og tunglið hefur ekki verið efst á forgangslistanum. Þeir eru búnir að fara þangað og það er líka miklu dýrara að fara með fólk í geimferðir en að sleppa því að fara með fólk,“ segir Björn. „Það myndi til dæmis kosta fimm hundruð sinnum meira að fara með menn til Mars en með bíl,“ segir Björn. En svo spilar pólitískur vilji einnig inn. „Rússar og Kínverjar hafa verið að skoða það að fara á tunglið. Það verður spennadi að sjá að ef þeir ætla að gera sig breiða og vera áberandi á tunglinu hvort Bandaríkjamenn muni dusta rykið af einhverjum geimferðaráæltunum aftur,“ segir Björn. Björn segir að Mars hafi verið ansi áberandi í umræðunni síðastliðna áratugi svo megi nefna tvennt í viðbót. „Annars vegar er stóra málið í dag að lækka kostnað til að við getum gert meira. Þeir sem eru að drífa þá þróun áfram eru einkaaðilar. Það er mikið af geimskotum á hverju ári og það að geta lækkað kostnaðinn á því er svo dýrmætt. Elon Musk er til dæmis að þróa rakettu sem getur lent aftur og það dregur alveg ofsalega úr kostnaði og NASA er að styrkja það og drífa áfram,“ segir Björn. „Svo má nefna að að verið er að gæla við það að senda einhverja fulltrúa okkar á annan stað en til Mars til að leita að lífi,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Fundur VÍB hefst í VÍB stofunni í Kirkjusandi klukkan fimm í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Á verðlagi dagsins í dag kostaði Apollo áætlunin (að koma fólki til tunglsins) sem nemur tuttugu og fimm földum fjárlögum Íslands, eða um 17.000 milljarða íslenskra króna. Kostnaðurinn dreifðist yfir áratug og nemur 3,4 prósent af fjárlögum Bandaríkjanna í ár og fimmtungi útgjalda þeirra til hernaðar á ári. Menn hafa ekki farið til tungslins síðan árið 1972. Ekki er sami áhugi og áður á að fara til tungslins vegna þess að ekki er pólitískur vilji til þess. Auk þess sem mun dýrara er að senda fólk en vélmenni. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Hann ásamt Sævari Helga Bragasyni, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness heldur fyrirlestur um fjármál NASA og ESA og framtíðina í geimferðum. „Uppistaðan af fyrirlestrinum verður sögustund, við munum fara í gegnum þetta og blanda svo inn tölfræði sem við höfum inn á milli,“ segir Björn.Björn Berg„Auðvitað eru þetta ofboðslegar fjárhæðir ef við miðum við Íslands. En svo má skoða efnahagsleg áhrif Apollo áætlunarinnar. Þetta skapaði gríðarlegan fjölda starfa fyrir vel menntað fólk, og dreif tækniflega framþróun, nútíma veðurfræði byggir algjörlega á þessu. Ef væri ekki fyrir áætlunina hefði tölvubyltingin ekki átt sér stað og við værum komin mun hægar á leið í þróun á örgjöfum og öðru. Það að færustu vísindamenn heims séu að einbeita sér að því að leysa svona vandamál, það fleygir tækninni fram,“ segir Björn. Menn hafa ekki farið til tungslins síðan 1972. Að sögn Björns eru tvær ástæður fyrir því. „Í fyrsta lagi eigum við ekki rakettu. Það er einfalda ástæðan. En af hverju hefur raketan ekki verið smíðuð? Það er vegna þess að takmarköðum peningum er varið í NASA á hverju ári og forsvarsmenn stofnunarinnar verða að forgangsraða og tunglið hefur ekki verið efst á forgangslistanum. Þeir eru búnir að fara þangað og það er líka miklu dýrara að fara með fólk í geimferðir en að sleppa því að fara með fólk,“ segir Björn. „Það myndi til dæmis kosta fimm hundruð sinnum meira að fara með menn til Mars en með bíl,“ segir Björn. En svo spilar pólitískur vilji einnig inn. „Rússar og Kínverjar hafa verið að skoða það að fara á tunglið. Það verður spennadi að sjá að ef þeir ætla að gera sig breiða og vera áberandi á tunglinu hvort Bandaríkjamenn muni dusta rykið af einhverjum geimferðaráæltunum aftur,“ segir Björn. Björn segir að Mars hafi verið ansi áberandi í umræðunni síðastliðna áratugi svo megi nefna tvennt í viðbót. „Annars vegar er stóra málið í dag að lækka kostnað til að við getum gert meira. Þeir sem eru að drífa þá þróun áfram eru einkaaðilar. Það er mikið af geimskotum á hverju ári og það að geta lækkað kostnaðinn á því er svo dýrmætt. Elon Musk er til dæmis að þróa rakettu sem getur lent aftur og það dregur alveg ofsalega úr kostnaði og NASA er að styrkja það og drífa áfram,“ segir Björn. „Svo má nefna að að verið er að gæla við það að senda einhverja fulltrúa okkar á annan stað en til Mars til að leita að lífi,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Fundur VÍB hefst í VÍB stofunni í Kirkjusandi klukkan fimm í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent