Körfubolti

Curry féll í gólfið þegar hann frétti af klúðri Jordan Spieth

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry og Jordan Spieth.
Stephen Curry og Jordan Spieth. Vísir/Getty
Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta, er líka mikill golfáhugamaður og hann fylgdist því vel með Masters-mótinu um helgina.

Curry er líka mikill aðdáandi kylfingsins Jordan Spieth en þeir eru meðal annars báðir á samningi hjá íþróttavöruframleiðandanum Under Armour.

Þegar Stephen Curry fór að hita upp fyrir stórleikinn á móti San Antonio Spurs vissi hann ekki betur en að Jordan Spieth væri á góðri leið með að vinna Masters-mótið annað árið í röð.

Jordan Spieth tapaði hinsvegar sex höggum á þremur holum þar af spilaði hann tólftu holuna á fjórum höggum yfir pari þar sem hann sendi kúluna tvisvar í vatnið. Sögulegt klúður og það nýtt Danny Willett sér til að tryggja sér græna jakkann.

Andre Iguodala, liðsfélagi Curry, er einnig mikill golfáhugamaður en það vakti mikla athygli á dögunum þegar þeir spiluðu saman Augsta-völlinn þar sem Mastersmótið fer alltaf fram.

Fjölmiðlamenn tóku eftir því þegar Andre Iguodala hljóp til Stephen Curry í upphituninni fyrir Spurs-leikinn í gær og sagði honum frá klúðri Jordan Spieth.

Það vantaði ekki viðbrögðin hjá Stephen Curry sem féll í gólfið og ýkti kannski aðeins vonbrigði sín en samt ekki.

Stephen Curry lét þetta þó ekki trufla sig í leiknum þar sem hann skoraði 37 stig og leiddi lið sitt til 72. sigursins á tímabilinu sem er metjöfnun. Golden State Warriors liðið hefur nú unnið jafnmarga leiki og Chicago Bulls lið Michael Jordan frá 1995 til 1996.

SportsCenter sagði frá viðbrögðum Stephen Curry eins og sjá má hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

NBA: Golden State jafnaði met Chicago Bulls | Myndbönd

Golden State Warriors vann í nótt sinn 72. leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta og jafnaði með því met Chicago Bulls frá 1995-96 yfir flesta sigurleiki á einu tímabili. Warriors fær leik á miðvikudaginn til viðbótar til að bæta metið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×