Zuckerberg geri allt rétt Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2016 10:45 Mark Zuckerberg, stofnandi og forseti Facebook. Mynd/Facebook Þrátt fyrir ákveðna lægð yfir helstu risum Kísildals fóru tekjur Facebook fram úr björtustu vonum. Facebook kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt seint í gærkvöldi og höfðu tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins hækkað um rúmlega helming á milli ára. Undanfarna daga hafa fyrirtæki eins og Intel, IBM, Twitter og Appe birt uppgjör sem stóðust ekki væntingar. Hlutabréf Facebook hafa hækkað í verði um tæp tíu prósent eftir tilkynninguna. Verð hlutabréfa Facebook eru nú nærri því þrefalt hærri en það var þegar Facebook kom fyrst á markaði fyrir fjórum árum. Hægt er að skoða glærusýningu fyrir fjárfesta Facebook neðst í fréttinni og hlusta á útsendingu þar sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, og Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri tala til fjárfesta (athugið að upptakan fer sjálfkrafa af stað). Þar má meðal annars sjá að virkum notendum hefur fjölgað jafnt og þétt úr 1,27 milljörðum frá fyrsta ársfjórðungi 2014 í 1,65 milljarða á síðasta ársfjórðungi. Algengar dómsdagsspár um að ungt fólk sé að flýja Facebook í massavís þar sem mömmur, pabbar, ömmur og afar geta fylgst með þeim, virðast því ekki á rökum reistar.Notendatölur samfélagsmiðla Facebook og helstu verkefni fyrsta ársfjórðungs 2016.FacebookZuckerberg segir að þessi árangur verði nýttur til að fjárfesta frekar í framtíðarmöguleikum fyrirtækisins eins og aukinni netvæðingu jarðarinnar, gervigreind og sýndarveruleika. Formaður stjórnar Facebook segir mjög mikilvægt að Zuckerberg verði áfram við stjórnvölinn. Velgengni fyrirtækisins megi beinlínis rekja til hæfileika hans sem leiðtoga, stjórnunar og skapandi sýnar. Því stendur til að skapa nýja tegund hlutabréfa í fyrirtækinu. Eigendur þeirra hlutabréfa munu ekki hafa atkvæðisrétt á aðalfundum og mun það gera Zuckerberg kleift að gefa stærstan hluta sinn í fyrirtækinu til góðgerðarmála, eins og hann hefur sagst ætla að gera, og í senn halda áfram að stjórna Facebook. 1,65 milljarður manna notaði Facebook mánaðarlega á ársfjórðunginum sem er töluverð aukning frá 1,44 milljarði ári áður. Samkvæmt Zuckerberg verja notendur rúmum 50 mínútum á dag á Facebook, Instagram og Messenger.Yfirlit yfir auglýsingatekjur Facebook síðustu misseri þar sem hægt er að sjá hvernig þær skiptast milli heimsálfa.FacebookTekjuaukningu Facebook má að mestu rekja til aukinnar auglýsingasölu fyrirtækisins sem jukust um 56.8 prósent á milli ára. Auglýsingatekjur fyrirtækisins voru 5,2 milljarðar dala, en heildartekjurnar voru 5,38 milljarðar. Um 82 prósent auglýsingatekna Facebook koma vegna sölu auglýsinga í snjalltækjum. Það hlutfall var 73 prósent á sama tímabili í fyrra.Greinendur höfðu búist við því að heildartekjur fyrirtækisins yrðu um 5,26 milljarðar. Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir fjárfesta ekki óttast það að Zuckerberg sé að auka völd sín innan fyrirtækisins. Hann hafi gert allt rétt frá því að fyrirtækið kom á markaði. Facebook hafi sýnt fram á samfeldan vöxt og reglulega farið fram úr væntingum. Þá er Facebook ekki enn byrjað að selja auglýsingar í tvö af sínum vinsælustu forritum, sem eru Messenger og WhatsApp. Þar eru enn miklir möguleikar fyrir tekjuöflun. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Þrátt fyrir ákveðna lægð yfir helstu risum Kísildals fóru tekjur Facebook fram úr björtustu vonum. Facebook kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt seint í gærkvöldi og höfðu tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins hækkað um rúmlega helming á milli ára. Undanfarna daga hafa fyrirtæki eins og Intel, IBM, Twitter og Appe birt uppgjör sem stóðust ekki væntingar. Hlutabréf Facebook hafa hækkað í verði um tæp tíu prósent eftir tilkynninguna. Verð hlutabréfa Facebook eru nú nærri því þrefalt hærri en það var þegar Facebook kom fyrst á markaði fyrir fjórum árum. Hægt er að skoða glærusýningu fyrir fjárfesta Facebook neðst í fréttinni og hlusta á útsendingu þar sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, og Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri tala til fjárfesta (athugið að upptakan fer sjálfkrafa af stað). Þar má meðal annars sjá að virkum notendum hefur fjölgað jafnt og þétt úr 1,27 milljörðum frá fyrsta ársfjórðungi 2014 í 1,65 milljarða á síðasta ársfjórðungi. Algengar dómsdagsspár um að ungt fólk sé að flýja Facebook í massavís þar sem mömmur, pabbar, ömmur og afar geta fylgst með þeim, virðast því ekki á rökum reistar.Notendatölur samfélagsmiðla Facebook og helstu verkefni fyrsta ársfjórðungs 2016.FacebookZuckerberg segir að þessi árangur verði nýttur til að fjárfesta frekar í framtíðarmöguleikum fyrirtækisins eins og aukinni netvæðingu jarðarinnar, gervigreind og sýndarveruleika. Formaður stjórnar Facebook segir mjög mikilvægt að Zuckerberg verði áfram við stjórnvölinn. Velgengni fyrirtækisins megi beinlínis rekja til hæfileika hans sem leiðtoga, stjórnunar og skapandi sýnar. Því stendur til að skapa nýja tegund hlutabréfa í fyrirtækinu. Eigendur þeirra hlutabréfa munu ekki hafa atkvæðisrétt á aðalfundum og mun það gera Zuckerberg kleift að gefa stærstan hluta sinn í fyrirtækinu til góðgerðarmála, eins og hann hefur sagst ætla að gera, og í senn halda áfram að stjórna Facebook. 1,65 milljarður manna notaði Facebook mánaðarlega á ársfjórðunginum sem er töluverð aukning frá 1,44 milljarði ári áður. Samkvæmt Zuckerberg verja notendur rúmum 50 mínútum á dag á Facebook, Instagram og Messenger.Yfirlit yfir auglýsingatekjur Facebook síðustu misseri þar sem hægt er að sjá hvernig þær skiptast milli heimsálfa.FacebookTekjuaukningu Facebook má að mestu rekja til aukinnar auglýsingasölu fyrirtækisins sem jukust um 56.8 prósent á milli ára. Auglýsingatekjur fyrirtækisins voru 5,2 milljarðar dala, en heildartekjurnar voru 5,38 milljarðar. Um 82 prósent auglýsingatekna Facebook koma vegna sölu auglýsinga í snjalltækjum. Það hlutfall var 73 prósent á sama tímabili í fyrra.Greinendur höfðu búist við því að heildartekjur fyrirtækisins yrðu um 5,26 milljarðar. Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir fjárfesta ekki óttast það að Zuckerberg sé að auka völd sín innan fyrirtækisins. Hann hafi gert allt rétt frá því að fyrirtækið kom á markaði. Facebook hafi sýnt fram á samfeldan vöxt og reglulega farið fram úr væntingum. Þá er Facebook ekki enn byrjað að selja auglýsingar í tvö af sínum vinsælustu forritum, sem eru Messenger og WhatsApp. Þar eru enn miklir möguleikar fyrir tekjuöflun.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira